Íslenski boltinn

Eiður Smári í landsliðinu en Ólafur velur ekki Grétar Rafn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson í leik með Bolton.
Grétar Rafn Steinsson í leik með Bolton. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hópinn fyrir leik karlalandsliðsins á móti Dönum í undankeppni EM sem fer fram á Laugardalsvellinum 4. júní.

Ólafur kallar nú aftur á Eið Smára Guðjohnsen í hópinn en Eiður Smári var ekki með í síðasta leik og hefur aðeins leikið einn af fjórum leikjum íslenska liðsins í þessari undankeppni.

Ólafur velur hinsvegar ekki Grétar Rafn Steinsson vegna persónulegra ástæðna Grétars. Grétar Rafn gaf kost á sér en Ólafur tók þá ákvörðun að velja hann ekki en landsliðsþjálfarinn gaf ekki upp af hverju á blaðamannafundinum í dag.

Sölvi Geir Ottesen er ekki með í liðinu vegna meiðsla og þá eru þeir Rúrik Gíslason og Kolbeinn Sigþórsson í hópnum þótt að þeir séu tæpir vegna meiðsla.

Veigar Páll Gunnarsson kemst ekki í landsliðið ekki frekar en í síðasta leik á móti Kýpur þrátt fyrir að hafa farið vel á stað með Stabæ í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Landsliðshópurinn á móti DönumMarkmenn (3)

Gunnleifur Gunnleifsson, FH

Stefán Logi Magnússon, Lilleström SK

Ingvar Þór Kale, Breiðabliki

Varnarmenn (8)

Hermann Hreiðarsson, Portsmouth FC

Indriði Sigurðsson, Viking FK

Kristján Örn Sigurðsson, Hønefoss BK

Birkir Már Sævarsson, SK Brann

Ragnar Sigurðsson, IFK Göteborg

Bjarni Ólafur Eiríksson, Stabæk IF

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðabliki

Jón Guðni Fjóluson, Fram

Miðjumenn (8)

Aron Einar Gunnarsson, Coventry City FC

Helgi Valur Daníelsson, AIK

Ólafur Ingi Skúlason, Sønderjysk E

Rúrik Gíslason, OB

Arnór Smárason, Esbjerg fB

Jóhann Berg Guðmundsson, AZ

Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki

Gylfi Þór Sigurðsson, TSG Hoffenheim

Sóknarmenn (4)

Eiður Smári Guðjohnsen, Fulham FC

Heiðar Helguson, QPR FC

Kolbeinn Sigþórsson, AZ

Alfreð Finnbogason, KSC Lokeren OV




Fleiri fréttir

Sjá meira


×