Ólafur: Það fór enginn þeirra í frí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2011 17:30 Ólafur tilkynnir liðið sitt í dag. Mynd/Anton Ólafur Jóhannsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir Danaleikinn í dag en Ólafur valdi 23 manna hóp og ætlar að kalla hann tímanlega saman. Liðið mun því vera í viku saman fyrir leikinn og Ólafur lagði auk þess áherslu á það við leikmenn að þeir héldu sér í góðu formi eftir að tímabili þeirra lauk. „Það er misjafnlega langt síðan að menn kláruðu sín mót. Oft hafa þessir júníleikir reynst okkur mjög erfiðir af því að menn hafa verið í misjöfnu standi eftir lok deildanna hjá sér," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag „Ég tók stöðuna á öllum leikmönnunum fyrir smá tíma og þó að þeir hafi ekki verið að spila fótboltaleiki í einhvern tíma þá eru þeir allir að æfa og eiga allir að vera í mjög góðu standi fyrir þennan Danaleik. Það fór enginn þeirra í svokallað frí eins og menn tala um. Það fóru einhverjir og slökuðu á í tvo til þrjá daga en það hafa allir verið að æfa. Líkamlegt ástand manna á því að vera mjög gott þó að það sé svolítið síðan að sumir hafi spilað," segir Ólafur. „Menn eru kannski pínulítið ryðgaðir en það er oft þannig að þegar menn taka sér frí í smá tíma frá leikjum og byrja svo aftur þá eiga þeir oft sína bestu leiki og við skulum vona að svo verði núna. Hópurinn lítur vel út og er í fínu ásigkomulagi," sagði Ólafur. „Það eru tveir óvissuþættir með þennan hóp. Rúrik hefur verið að glíma við meiðsli og ég veit ekki alveg hundrað prósent hvað verður með hann. Ég valdi hann og við ætlum að taka á honum stöðuna þegar hann kemur hingað heim á mánudaginn. Við metum það síðan í framhaldinu hvort að hann sé leikhæfur eða ekki. Einnig hefur Kolbeinn átt við smávægileg meiðsli en vonandi verður það í lagi. Að öðru leyti er hópurinn hundrað prósent heill," segir Ólafur. „Það langar öllum að vinna Dani og þetta er kannski sú þjóð sem okkur langar mest til að vinna. Það hefur ekki gengið hingað til en við munum að sjálfsögðu gera allt í okkar valdi til þess að það breytist. Danir eru ein af þremur þjóðum sem eru að berjast um þessi efstu sæti í riðlinum og þeir mega ekki tapa einu einasta stigi hér því þá væri þeirra möguleiki nánast úr sögunni. Það er mikið undir hjá þeim," segir Ólafur sem útskýrði líka af hverju hann valdi ekki Grétar Rafn Steinsson í liðið að þessu sinni. „Vegna persónulegra ástæðna Grétars Rafns þá var hann ekki valinn. Ég get ekkert útskýrt það frekar því það er persónulegt sem ég get ekki farið út í. Hann baðst ekki undan því sjálfur að vera valinn og þetta var því mín ákvörðun," sagði Ólafur á blaðamannafundinum. Íslenski boltinn Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
Ólafur Jóhannsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir Danaleikinn í dag en Ólafur valdi 23 manna hóp og ætlar að kalla hann tímanlega saman. Liðið mun því vera í viku saman fyrir leikinn og Ólafur lagði auk þess áherslu á það við leikmenn að þeir héldu sér í góðu formi eftir að tímabili þeirra lauk. „Það er misjafnlega langt síðan að menn kláruðu sín mót. Oft hafa þessir júníleikir reynst okkur mjög erfiðir af því að menn hafa verið í misjöfnu standi eftir lok deildanna hjá sér," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag „Ég tók stöðuna á öllum leikmönnunum fyrir smá tíma og þó að þeir hafi ekki verið að spila fótboltaleiki í einhvern tíma þá eru þeir allir að æfa og eiga allir að vera í mjög góðu standi fyrir þennan Danaleik. Það fór enginn þeirra í svokallað frí eins og menn tala um. Það fóru einhverjir og slökuðu á í tvo til þrjá daga en það hafa allir verið að æfa. Líkamlegt ástand manna á því að vera mjög gott þó að það sé svolítið síðan að sumir hafi spilað," segir Ólafur. „Menn eru kannski pínulítið ryðgaðir en það er oft þannig að þegar menn taka sér frí í smá tíma frá leikjum og byrja svo aftur þá eiga þeir oft sína bestu leiki og við skulum vona að svo verði núna. Hópurinn lítur vel út og er í fínu ásigkomulagi," sagði Ólafur. „Það eru tveir óvissuþættir með þennan hóp. Rúrik hefur verið að glíma við meiðsli og ég veit ekki alveg hundrað prósent hvað verður með hann. Ég valdi hann og við ætlum að taka á honum stöðuna þegar hann kemur hingað heim á mánudaginn. Við metum það síðan í framhaldinu hvort að hann sé leikhæfur eða ekki. Einnig hefur Kolbeinn átt við smávægileg meiðsli en vonandi verður það í lagi. Að öðru leyti er hópurinn hundrað prósent heill," segir Ólafur. „Það langar öllum að vinna Dani og þetta er kannski sú þjóð sem okkur langar mest til að vinna. Það hefur ekki gengið hingað til en við munum að sjálfsögðu gera allt í okkar valdi til þess að það breytist. Danir eru ein af þremur þjóðum sem eru að berjast um þessi efstu sæti í riðlinum og þeir mega ekki tapa einu einasta stigi hér því þá væri þeirra möguleiki nánast úr sögunni. Það er mikið undir hjá þeim," segir Ólafur sem útskýrði líka af hverju hann valdi ekki Grétar Rafn Steinsson í liðið að þessu sinni. „Vegna persónulegra ástæðna Grétars Rafns þá var hann ekki valinn. Ég get ekkert útskýrt það frekar því það er persónulegt sem ég get ekki farið út í. Hann baðst ekki undan því sjálfur að vera valinn og þetta var því mín ákvörðun," sagði Ólafur á blaðamannafundinum.
Íslenski boltinn Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira