Íslenski boltinn

Þrír nýliðar í landsliðshópi Sigurðar Ragnars fyrir Búlgaríuleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmunda Brynja Óladóttir var valin í A-landsliðið.
Guðmunda Brynja Óladóttir var valin í A-landsliðið. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, er búinn að tilkynna landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik stelpnanna í undankeppni EM 2013 sem verður á móti Búlgaríu á Laugardalsvellinum 19. maí næstkomandi.

Sigurður Ragnar valdi þrjá nýliða að þessu sinni en það eru Stjörnustelpan Eyrún Guðmundsdóttir, KR-ingurinn Katrín Ásbjörnsdóttir og hin sautján ára gamla Guðmunda Brynja Óladóttir frá Selfossi.

Sigurður Ragnar valdi alls 22 leikmenn í hópinn að þessu sinni og í liðinu eru allir þeir leikmenn sem stóðu sig svo vel í Algarve-bikarnum í mars þar sem íslenska landsliðið komst alla leið í úrslitaleikinn.

Hólmfríður Magnúsdóttir kemur aftur inn í hópinn en hún var ekki með í Algarve-bikarnum vegna meiðsla. Þórunn Helga Jónsdóttir heldur líka sæti sínu en hún vann sér sæti í byrjunarliðinu á Algarve.

Íslenski landsliðshópurinn gegn BúlgaríuMarkverðir

Þóra Björg Helgadóttir, Ldb Malmö

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården

Varnarmenn

Katrín Jónsdóttir, Djurgården

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Örebro

Sif Atladóttir, Kristianstad

Hallbera Guðný Gísladóttir, Val

Thelma Björk Einarsdóttir, Val

Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val

Eyrún Guðmundsdóttir, Stjörnunni

Miðjumenn

Edda Garðarsdóttir, Örebro

Dóra María Lárusdóttir, Djurgården

Sara Björk Gunnarsdóttir, Ldb Malmö

Hólmfríður Magnúsdóttir, Philadelphia Independence

Katrín Ómarsdóttir, Orange County Waves

Rakel Hönnudóttir, Þór/KA

Þórunn Helga Jónsdóttir, Bango

Greta Mjöll Samúelsdóttir, Breiðabliki

Sóknarmenn

Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad

Dagný Brynjarsdóttir, Val

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki

Katrín Ásbjörnsdóttir, KR

Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×