Handbolti

Aron segist ekki tekinn við Haukaliðinu

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Aron Kristjánsson gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð.
Aron Kristjánsson gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð. Mynd/Daníel
Handboltaþjálfarinn Aron Kristjánsson segist ekki vera tekinn aftur við Haukum eins og fullyrt er á fréttamiðlinum sport.is í dag. Haukar eru að leita sér að nýjum þjálfara eftir að hafa misst af úrslitakeppni N1 deildar karla í vetur.

Aron sem rekinn var úr starfi þjálfara Hannover Burgdorf í þýska handboltanum í vetur játti því þó í samtali við íþróttadeild í morgun að hann hafi átt í viðræðum við Hauka en hann sé ekki enn laus allra mála hjá þýska félaginu.

Aron þjálfaði Hauka á árunum 2008 til 2010 og gerði félagið þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum. Haukarnir urðu í 6. sæti í deildinni áður en hann tók við og enduðu síðan í 5. sæti í deildinni í vetur á fyrsta tímabilinu eftir að Aron yfirgaf Ásvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×