Íslenski boltinn

Sigursteinn Gíslason í leyfi frá þjálfun Leiknis vegna veikinda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigursteinn Gíslason.
Sigursteinn Gíslason. Mynd/Stefán
Sigursteinn Gíslason mun ekki stýra liði Leiknis á næstunni en Stjórn knattspyrnudeildar Leiknis sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem þetta kemur fram.

Sigursteinn hefur þjálfað Leiknismenn frá 2009 og liðið var hársbreidd frá því að koma liðinu upp í úrvalsdeildina í fyrrasumar. Garðar Gunnar Ásgeirsson tekur við liðinu ásamt Gunnari Einarssyni en Garðar þjálfaði Leiknisliðið á undan Sigursteini og Gunnar spilar með liðinu.

Leiknir er búið að spila einn leik í 1. deildinni í sumar en liðið gerði markalaust jafntefli við KA í fyrstu umferð.

Tilkynning Stjórnar knattspyrnudeildar Leiknis:Sigursteinn Gíslason þjálfari meistaraflokks Leiknis fer í tímabundið veikindaleyfi frá og með deginum í dag. Sigursteinn er áfram aðalþjálfari meistaflokks Leiknis en Garðar Gunnar Ásgeirsson ásamt Gunnari Einarssyni koma til með að halda um stjórnartaumana um sinn.

Stjórn Leiknis óskar Sigursteini skjóts og góðs bata og veit sem er að Sigursteinn er fæddur sigurvegari og vinnur þessa orrustu sem og aðrar í lífinu.

Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að allir Leiknismenn standi saman.

F.h Leiknis

Þórður Einarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×