Handbolti

Jóhann Gunnar spáir í þriðja leik Akureyrar og FH

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann Gunnar Einarsson Mynd. / Vilhelm
Jóhann Gunnar Einarsson Mynd. / Vilhelm
Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, hefur verið einn af öflugustu leikmönnum Safamýrapilta í vetur og fékk Vísir hann til að spá fyrir um þriðja leik Akureyrar og FH í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Akureyri tekur á móti FH kl 16:00 í dag í Höllinni á Akureyri, en staðan er 2-0 fyrir Fimleikafélaginu í einvíginu og með sigri hampar FH fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í 19 ár.

"Leikurinn í dag verður annaðhvort baráttusigur hjá Akureyringum eða frekar léttur leikur fyrir FH," sagði Jóhann.

"Ég trúi samt ekki öðru en að Akureyri vinni þennan leik, það hefur enginn gaman af sópun. Þeir gætu samt verið þreyttari en FH-ingar en ég efast samt um það".

"Heimir Örn og Bjarni Fritzson þurfa að stíga upp sóknarlega frá seinasta leik en ef að skytturnar hjá FH verða heitar þá öfunda ég ekki Akureyringana í vörninni. Ég spái því að Akureyri minnki muninn niður í 2-1 og vinni leikinn í dag, 25-23," sagði Jóhann Gunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×