Umfjöllun: Enn er líf í Akureyringum Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 1. maí 2011 16:35 Sveinbjörn var í ham í dag. Fréttablaðið/Vilhelm Akureyri vann nauman sigur á FH í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í dag. Akureyri vann leikinn 23-22 og því er staðan í einvígi liðanna um titilinn 2-1 fyrir FH. Næst er leikið á miðvikudag. Það var fín stemning í Höllinni á Akureyri í dag, mikill fjöldi lagði leið sína norður yfir heiðar úr Hafnarfirðinum og studdi lið sitt dyggilega. Akureyingar fylltu svo upp í öll laus sæti sem í boði voru. Heimir Örn Árnason, fyrirliði Akureyrar, skoraði fyrsti tvö mörk leiksins en svo var jafnt á nánast öllum tölum út hálfleikinn. FH var yfirleitt skrefinu á undan. Markmenn beggja liða voru lengi í gang, Sveinbjörn varði meira en þeir Andrés og Pálmar, en á móti kom að Akureyringar hittu ekki einu sinni á markið í nokkrum sóknum. Vörn Akureyrar var föst fyrir og það var greinilega dagsskipun að láta finna vel fyrir sér. FH-ingar héldu ró sinni og fundu glufur í vörninni sem gekk misjafnlega vel að nýta. Nafnarnir Ólafur Gústafsson og Guðmundsson skoruðu saman sjö mörk fyrir FH og Ásbjörn nýtti öll þrjú vítin sín. Heimir skoraði fjögur fyrir Akureyri og reyndi að draga liðið áfram en það munaði miku að maður eins og Guðmundur Hólmar komst ekki á blað. Staðan í hálfleik var 12-13 fyrir FH en mikið jafnræði var með liðunum í hálfleiknum. Það var ekkert skorað fyrstu fjórar mínúturnar í seinni hálfleik en svo jafnaði Akureyri í 14-14. Eftir það var jafnt þar til um miðbik hálfleiksins þegar Akureyri seig fram úr. Heimamenn náðu þriggja marka forystu, komust í 19-16 þegar tólf mínútur voru eftir. Sveinbjörn varði mjög vel á þessum kafla í marki Akureyrar. Þá skoraði FH tvö mörk í röð en Sveinbjörn gerði hvað hann gat til að halda lífi í endurkomu Akureyringa í einvíginu. Akureyri leiddi með einu marki þegar tíu mínútur voru eftir. FH jafnaði svo metin þegar rúmar sjö mínútur voru eftir og eygðu Íslandsmeistaratitilinn sem kominn var norður yfir heiðar. Þá kom Halldór Logi Árnason, sem átti góða innkomu í lið Akureyrar, heimamönnum aftur yfir. Bjarni skoraði svo úr hraðaupphlaupi og forskot Akureyrar aftur tvö mörk og nú voru fimm mínútur eftir. Vörn Akureyrar var ógnarsterk og náði boltanum á ný, Heimir kom muninum í þrjú mörk. Ásbjörn minnkaði muninn en þá voru aðeins þrjár mínútur eftir. Pálmar varði svo frá Oddi og Ólafur Guðmundsson skoraði strax fyrir FH, aðeins eins marks munur og tvær mínútur eftir. En Heimir svaraði aftur og munurinn aftur tvö mörk. Æsispennandi lokamínútur og spennan gríðarleg, enda mikið undir. Þegar rúm mínúta var eftir varði Sveinbjörn frábærlega frá Ólafi en Akureyri missti svo boltann. Ólafur Gústafsson skoraði og Akureyri fékk boltann, einu marki yfir, þegar 50 sekúndur voru eftir. Daníel brenndi af á línunni og FH fór í sókn, brotið var á þeim sjö sekúndum fyrir leikslok. Pálmar fór úr markinu og FH freistaði þess að jafna með aukamann í vesti. Sending þeirra mishepnaðist og leiktíminn rann út. Frábærum leik lauk með 23-22 sigri Akureyrar í stórskemmtilegu lokaeinvígi liðanna. Sveinbjörn Pétursson var án efa maður leiksins en næsti leikur liðanna er á miðvikudaginn.Akureyri - FH 23 - 22 (12-13)Mörk Akureyrar (skot): Heimir Örn Árnason 7 (9), Bjarni Fritzson 4 (6), Oddur Gretarsson 4/2 (9), Halldór Logi Árnason 3 (3), Daníel Einarsson 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Bergvin Gíslason 0 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 0 (6).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 (44) 55%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 4 (Guðlaugur, Hreinn, Bjarni, Heimir).Fiskuð víti: 2 (Oddur 2).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/5 (15/6), Ólafur Guðmundsson 6 (17), Ólafur Gústafsson 5 (8), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (5), Örn Ingi Bjarkason 1 (4), Ari Þorgeirsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (4).Varin skot: Daníel Andrésson 5 (15) 33%), Pálmar Pétursson 7 (20) 35%Hraðaupphlaup: 3 (Ásbjörn 2, Ólafur Guðmundsson).Fiskuð víti: 6 (Örn 2, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Baldvin, Atli).Utan vallar: 2 mínútur.Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Ingvar Elíasson. Fínir. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Akureyri vann nauman sigur á FH í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í dag. Akureyri vann leikinn 23-22 og því er staðan í einvígi liðanna um titilinn 2-1 fyrir FH. Næst er leikið á miðvikudag. Það var fín stemning í Höllinni á Akureyri í dag, mikill fjöldi lagði leið sína norður yfir heiðar úr Hafnarfirðinum og studdi lið sitt dyggilega. Akureyingar fylltu svo upp í öll laus sæti sem í boði voru. Heimir Örn Árnason, fyrirliði Akureyrar, skoraði fyrsti tvö mörk leiksins en svo var jafnt á nánast öllum tölum út hálfleikinn. FH var yfirleitt skrefinu á undan. Markmenn beggja liða voru lengi í gang, Sveinbjörn varði meira en þeir Andrés og Pálmar, en á móti kom að Akureyringar hittu ekki einu sinni á markið í nokkrum sóknum. Vörn Akureyrar var föst fyrir og það var greinilega dagsskipun að láta finna vel fyrir sér. FH-ingar héldu ró sinni og fundu glufur í vörninni sem gekk misjafnlega vel að nýta. Nafnarnir Ólafur Gústafsson og Guðmundsson skoruðu saman sjö mörk fyrir FH og Ásbjörn nýtti öll þrjú vítin sín. Heimir skoraði fjögur fyrir Akureyri og reyndi að draga liðið áfram en það munaði miku að maður eins og Guðmundur Hólmar komst ekki á blað. Staðan í hálfleik var 12-13 fyrir FH en mikið jafnræði var með liðunum í hálfleiknum. Það var ekkert skorað fyrstu fjórar mínúturnar í seinni hálfleik en svo jafnaði Akureyri í 14-14. Eftir það var jafnt þar til um miðbik hálfleiksins þegar Akureyri seig fram úr. Heimamenn náðu þriggja marka forystu, komust í 19-16 þegar tólf mínútur voru eftir. Sveinbjörn varði mjög vel á þessum kafla í marki Akureyrar. Þá skoraði FH tvö mörk í röð en Sveinbjörn gerði hvað hann gat til að halda lífi í endurkomu Akureyringa í einvíginu. Akureyri leiddi með einu marki þegar tíu mínútur voru eftir. FH jafnaði svo metin þegar rúmar sjö mínútur voru eftir og eygðu Íslandsmeistaratitilinn sem kominn var norður yfir heiðar. Þá kom Halldór Logi Árnason, sem átti góða innkomu í lið Akureyrar, heimamönnum aftur yfir. Bjarni skoraði svo úr hraðaupphlaupi og forskot Akureyrar aftur tvö mörk og nú voru fimm mínútur eftir. Vörn Akureyrar var ógnarsterk og náði boltanum á ný, Heimir kom muninum í þrjú mörk. Ásbjörn minnkaði muninn en þá voru aðeins þrjár mínútur eftir. Pálmar varði svo frá Oddi og Ólafur Guðmundsson skoraði strax fyrir FH, aðeins eins marks munur og tvær mínútur eftir. En Heimir svaraði aftur og munurinn aftur tvö mörk. Æsispennandi lokamínútur og spennan gríðarleg, enda mikið undir. Þegar rúm mínúta var eftir varði Sveinbjörn frábærlega frá Ólafi en Akureyri missti svo boltann. Ólafur Gústafsson skoraði og Akureyri fékk boltann, einu marki yfir, þegar 50 sekúndur voru eftir. Daníel brenndi af á línunni og FH fór í sókn, brotið var á þeim sjö sekúndum fyrir leikslok. Pálmar fór úr markinu og FH freistaði þess að jafna með aukamann í vesti. Sending þeirra mishepnaðist og leiktíminn rann út. Frábærum leik lauk með 23-22 sigri Akureyrar í stórskemmtilegu lokaeinvígi liðanna. Sveinbjörn Pétursson var án efa maður leiksins en næsti leikur liðanna er á miðvikudaginn.Akureyri - FH 23 - 22 (12-13)Mörk Akureyrar (skot): Heimir Örn Árnason 7 (9), Bjarni Fritzson 4 (6), Oddur Gretarsson 4/2 (9), Halldór Logi Árnason 3 (3), Daníel Einarsson 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Bergvin Gíslason 0 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 0 (6).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 (44) 55%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 4 (Guðlaugur, Hreinn, Bjarni, Heimir).Fiskuð víti: 2 (Oddur 2).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/5 (15/6), Ólafur Guðmundsson 6 (17), Ólafur Gústafsson 5 (8), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (5), Örn Ingi Bjarkason 1 (4), Ari Þorgeirsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (4).Varin skot: Daníel Andrésson 5 (15) 33%), Pálmar Pétursson 7 (20) 35%Hraðaupphlaup: 3 (Ásbjörn 2, Ólafur Guðmundsson).Fiskuð víti: 6 (Örn 2, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Baldvin, Atli).Utan vallar: 2 mínútur.Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Ingvar Elíasson. Fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira