Handbolti

Áhorfendametið í Krikanum á 19 ára afmæli í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
FH-ingar vonast til þess að slá áhorfendametið í Kaplakrikanum þegar fjórði úrslitaleikur FH og Akureyrar fer þar fram í kvöld. FH-ingar eru 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þessum leik sem hefst klukkan 19.30.

Það eru nákvæmlega 19 ár síðan að 2700 manns mættu í Kaplakrikann 4. maí 1992 á þriðja úrslitaleik FH og Selfoss. FH-ingar unnu þann leik 28-25 og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Selfossi tveimur dögum síðar.

FH-ingar hafa sett saman dramatíska auglýsingu fyrir leikinn og má finna hana með því að smella hér. Hér fyrir neðan má hinsvegar sjá frétt um leikinn inn á heimasíðu FH-inga.

Sjáið fyrir ykkur 3.000 manns fylla KaplakrikaÞað verður svo sannarlega mikið um að vera miðvikudaginn 4. maí 2011 kl. 19:30 þegar FH tekur á móti Akureyri í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni N1 deildar karla. Staðan í einvíginu er 2 - 1 fyrir FH sem getur með sigri á miðvikudag tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Fer þessi dagur í sögubækurnar sem dagurinn þegar FH vinnur sinn fyrsta titil í 19 ár ? Fer þessi dagur kannski í sögubækurnar sem dagurinn þegar áhorfendametið í Kaplakrika féll ?

Mættu snemma og leggðu þitt af mörkum, því með þínum stuðningi getum við skrifa söguna. Miðasala hefst kl. 17 og dagskrá hefst kl. 18. Ekki missa af því þegar Jói Skagfjörð, handboltakynnir íslands, keyrir upp stemninguna svo að áhorfendur heima í stofu verða að halda sér fast í sófann.

Einar Bárðar og félagar verða á grillinu á meðan Júlla diskó mun sjá um tónlistina ásamt Jóa Skag og Krissa. En þeir félagar eiga einmitt heiðurinn af nýjasta FH laginu "Fram til sigurs".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×