Handbolti

Ásbjörn skoraði flest mörk í úrslitaeinvíginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson.
Ásbjörn Friðriksson. Mynd/Vilhelm
FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaeinvígi FH og Akureyrar í N1 deild karla í handbolta sem lauk með sigri FH í gær. Ásbjörn skoraði einu marki meira en Ólafur Guðmundsson og Akureyringurinn Oddur Grétarsson.

Ásbjörn, sem er að norðan, hefur spilað frábærlega með FH-liðinu í allan vetur og kórónaði flott tímabil með því að skora mest allra í úrslitaeinvíginu á móti sínu gömlu félögum.

Ásbjörn skoraði síðasta mark leiksins í gær og var ennfremur með fjögur mörk á síðustu 19 mínútum þegar FH-liðið landaði sigrinum og þar með Íslandsmeistaratitlinum.

Ólafur Guðmundsson var sá sem skoraði flest mörk utan af velli í einvígin en hann var með átta mörk og sjö stoðsendingar í leiknum í gær Ólafur átti meðal annars þátt í sex af sjö mörkum FH þegar liðið breytti stöðunni úr 18-18 í 25-23 á lokasprettinum.





Flest mörk í úrslitaeinvíginu í N1 deild karla 2011:1. Ásbjörn Friðriksson, FH 26

2. Oddur Grétarsson, Akureyri 25

2. Ólafur Andrés Guðmundsson, FH 25

4. Bjarni Fritzson, Akureyri 19

5. Heimir Örn Árnason, Akureyri 17

6. Guðmundur Hólmar Helgason, Akureyri 14

7. Baldvin Þorsteinsson, FH 13

8. Ólafur Gústafsson, FH 11

9. Atli Rúnar Steinþórsson, FH 10

10. Ari Magnús Þorgeirsson, FH 7




Fleiri fréttir

Sjá meira


×