Saksóknari telur líkur á sakfellingu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 7. maí 2011 18:53 Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. Ákæruskjalið sjálft er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran sjálf er tvær blaðsíður en henni munu fylgja talsvert af skjölum, tölvupóstum, skýrslum og gögn frá Rannsóknarnefnd Alþingis og fleira. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir málið hafa tekið talsverðan tíma en ákveðið var að höfða mál gegn Geir í september á síðasta ári. „Þetta hefur náttúrlega verið heilmikil vinna en síðan tafðist gagnaöflunin dálítið þegar við þurftum að leita til dómstóla," segir Sigríður. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur verður Geir stefnt fyrir Landsdóm og er búist við að málið verði þingfest í byrjun júní. Þá verður hægt að taka málið fyrir og gögnin lögð fram sem og ákæran. Um fimmtíu vitni verða kölluð til vegna málsins, þeirra á meðal margir þekktir einstaklingar. Verjandi Geirs mun einnig leggja fram vitnalista. Sigríður segir að ekki verði kölluð til erlend vitni á þessu stigi málsins. En verða réttarhöldin löng? „Fjörtíu fimtíu vitni og skýrsla af ákærða tekur náttúrlega sinn tíma og síðan er það málflutningurinn þannig að þetta tekur meiri tíma en hefðbundið sakamál, vika, tvær, þrjár, það er svolítið erfitt að segja til um það," segir Sigríður. En telur Sigríður líkur á að Geir verði sakfelldur? „Að segja til um líkur á sakfellingu er svolítið erfiðara í þessu máli en þeim málum sem ég á að venjast allavega, en svona miðað við það sem maður er búinn að afla gagna og fara yfir þá telur maður nú líkurnar ágætar að dómurinn komast að þeirri niðurstöðu en það er náttúrlega bara hans að meta og óeðlilegt í rauninni að ég sé að fjalla um það, en svona alls ekki fjarlægt að það sé hægt að sakfella fyrir eitthvað í þessu máli að mínu mati," segir Sigríður. Andri Árnason, verjandi Geirs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við að frávísunarkrafa verði lögð fram, en ákvörðunin verður tekin þegar öll gögn hafa litið dagsins ljós. Landsdómur Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Sjá meira
Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. Ákæruskjalið sjálft er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran sjálf er tvær blaðsíður en henni munu fylgja talsvert af skjölum, tölvupóstum, skýrslum og gögn frá Rannsóknarnefnd Alþingis og fleira. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir málið hafa tekið talsverðan tíma en ákveðið var að höfða mál gegn Geir í september á síðasta ári. „Þetta hefur náttúrlega verið heilmikil vinna en síðan tafðist gagnaöflunin dálítið þegar við þurftum að leita til dómstóla," segir Sigríður. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur verður Geir stefnt fyrir Landsdóm og er búist við að málið verði þingfest í byrjun júní. Þá verður hægt að taka málið fyrir og gögnin lögð fram sem og ákæran. Um fimmtíu vitni verða kölluð til vegna málsins, þeirra á meðal margir þekktir einstaklingar. Verjandi Geirs mun einnig leggja fram vitnalista. Sigríður segir að ekki verði kölluð til erlend vitni á þessu stigi málsins. En verða réttarhöldin löng? „Fjörtíu fimtíu vitni og skýrsla af ákærða tekur náttúrlega sinn tíma og síðan er það málflutningurinn þannig að þetta tekur meiri tíma en hefðbundið sakamál, vika, tvær, þrjár, það er svolítið erfitt að segja til um það," segir Sigríður. En telur Sigríður líkur á að Geir verði sakfelldur? „Að segja til um líkur á sakfellingu er svolítið erfiðara í þessu máli en þeim málum sem ég á að venjast allavega, en svona miðað við það sem maður er búinn að afla gagna og fara yfir þá telur maður nú líkurnar ágætar að dómurinn komast að þeirri niðurstöðu en það er náttúrlega bara hans að meta og óeðlilegt í rauninni að ég sé að fjalla um það, en svona alls ekki fjarlægt að það sé hægt að sakfella fyrir eitthvað í þessu máli að mínu mati," segir Sigríður. Andri Árnason, verjandi Geirs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við að frávísunarkrafa verði lögð fram, en ákvörðunin verður tekin þegar öll gögn hafa litið dagsins ljós.
Landsdómur Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Sjá meira