NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2011 11:00 NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.Dwyane Wade var með 32 stig og 10 fráköst og LeBron James bætti við 24 stigum og 15 fráköstum þegar Miami Heat vann 100-94 útisigur á Philadelphia 76ers. Chris Bosh bætti við 19 stigum fyrir Miami-liðið sem lenti tíu stigum undir í byrjun en kom til baka og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að slá út Philadelphia. „Svona sáum við þetta fyrir okkur," sagði LeBron James eftir leikinn en maður leiksins var hinsvegar Wade sem fór á kostum. „Hann gerði sér grein fyrir því að við þurftum á aðeins meiru að halda frá honum," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. Wade glímdi við mígrenishausverki í 36 tíma milli leikja eitt og tvö en var nú laus við sú veikindi. „Mér leið miklu betur og spilaði líka betur. Ég held að liðsfélagarnir hafi líka séð það fljótt," sagði Dwyane Wade. Elton Brand skoraði 21 stig og tók 11 fráköst hjá Philadelphia, Jrue Holiday skoraði 20 stig og Lou Williams var með 15 stig. Fjórði leikurinn er í Philadelphia á sunnudaginn.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig og skoraði mikilvæga körfu 17,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Chicago Bulls vann 88-84 útisigur á Indiana Pacers. Rose skoraði 13 af stigum sínum í leiknum af vítalínunni en umrædd karfa var sú eina sem hann skoraði í seinni hálfleiknum. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kyle Korver var með 12 stig. Danny Granger skoraði 21 stig fyrir Indiana og átti möguleika að tryggja Indiana sigur í stöðunni 86-84 fyrir Chicago þegar 3 sekúndur voru eftir. Hann klikkaði hinsvegar á þriggja stiga skoti, Ronnie Brewer tók frákastið og setti síðan niður tvö víti þegar var brotið á honum.Wesley Matthews skoraði 25 stig fyrir Portland Trail Blazers sem vann 97-92 heimasigur á Dallas Mavericks og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. LaMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland og Brandon Roy kom með 16 stig inn af bekknum. Jason Terry átti stórleik fyrir Dallas og skoraði 29 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:Mynd/AP- Austurdeildin - Indiana Pacers-Chicago Bulls 84-88 (Staðan er 0-3) Philadelphia 76ers-Miami Heat 94-100 (0-3)- Vesturdeildin - Portland Trail Blazers-Dallas Mavericks 97-92 (1-2)Leikir í kvöld og nótt:- Austurdeildin - New York Knicks-Boston Celtics (Staðan er 0-2) Atlanta Hawks-Orlando Magic (1-1)- Vesturdeildin - New Orleans Hornets-Los Angeles Lakers (1-1) NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Sjá meira
NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.Dwyane Wade var með 32 stig og 10 fráköst og LeBron James bætti við 24 stigum og 15 fráköstum þegar Miami Heat vann 100-94 útisigur á Philadelphia 76ers. Chris Bosh bætti við 19 stigum fyrir Miami-liðið sem lenti tíu stigum undir í byrjun en kom til baka og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að slá út Philadelphia. „Svona sáum við þetta fyrir okkur," sagði LeBron James eftir leikinn en maður leiksins var hinsvegar Wade sem fór á kostum. „Hann gerði sér grein fyrir því að við þurftum á aðeins meiru að halda frá honum," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. Wade glímdi við mígrenishausverki í 36 tíma milli leikja eitt og tvö en var nú laus við sú veikindi. „Mér leið miklu betur og spilaði líka betur. Ég held að liðsfélagarnir hafi líka séð það fljótt," sagði Dwyane Wade. Elton Brand skoraði 21 stig og tók 11 fráköst hjá Philadelphia, Jrue Holiday skoraði 20 stig og Lou Williams var með 15 stig. Fjórði leikurinn er í Philadelphia á sunnudaginn.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig og skoraði mikilvæga körfu 17,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Chicago Bulls vann 88-84 útisigur á Indiana Pacers. Rose skoraði 13 af stigum sínum í leiknum af vítalínunni en umrædd karfa var sú eina sem hann skoraði í seinni hálfleiknum. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kyle Korver var með 12 stig. Danny Granger skoraði 21 stig fyrir Indiana og átti möguleika að tryggja Indiana sigur í stöðunni 86-84 fyrir Chicago þegar 3 sekúndur voru eftir. Hann klikkaði hinsvegar á þriggja stiga skoti, Ronnie Brewer tók frákastið og setti síðan niður tvö víti þegar var brotið á honum.Wesley Matthews skoraði 25 stig fyrir Portland Trail Blazers sem vann 97-92 heimasigur á Dallas Mavericks og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. LaMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland og Brandon Roy kom með 16 stig inn af bekknum. Jason Terry átti stórleik fyrir Dallas og skoraði 29 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:Mynd/AP- Austurdeildin - Indiana Pacers-Chicago Bulls 84-88 (Staðan er 0-3) Philadelphia 76ers-Miami Heat 94-100 (0-3)- Vesturdeildin - Portland Trail Blazers-Dallas Mavericks 97-92 (1-2)Leikir í kvöld og nótt:- Austurdeildin - New York Knicks-Boston Celtics (Staðan er 0-2) Atlanta Hawks-Orlando Magic (1-1)- Vesturdeildin - New Orleans Hornets-Los Angeles Lakers (1-1)
NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Sjá meira