Guðlaugur Þór hótar að kæra Björn Val fyrir meiðyrði Valur Grettisson skrifar 28. apríl 2011 11:19 Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent Birni Vali Gíslasyni, þingmanni Vinstri grænna, bréf þar sem honum er hótað málsókn á grundvelli meiðyrðalaga, dragi hann ekki orð sín til baka um að styrkir sem Guðlaugur hlaut, væru mútur. Björn Valur skrifaði um málið á bloggsvæði sínu í desember á síðasta ári. Þar skrifaði Björn Valur um umdeilda styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins sem upplýst var um á Fréttastofu stöðvar 2 og Vísis árið 2009. Björn Valur segir Guðlaug sekan um að hafa þegið mútugreiðslur, sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum. Það eru Opus lögmenn sem senda Birni Vali aðvörun og honum tilkynnt að dragi hann ekki ummæli sín til baka innan fimm daga verði höfðað mál gegn honum. Björn Valur verður ekki við kröfu Opus lögmanna um að draga málið til baka á bloggsvæði sínu heldur segir hann að það væri í raun farsælast að fara með málið fyrir dóm til þess að fá endanlega skorið úr um hvort ekki hafi í raun verið um óeðlilegar greiðslur að ræða. Þannig skrifar þingmaðurinn: „Hinsvegar gæti ég bara boðið Guðlaugi Þór að fara með málið fyrir dóm. Þessi leið bíður upp á margra skemmtilega fleti. Fyrir það fyrsta þá yrði máið skoðað ofan í kjölinn. Það hefðu nú bara allir gott af því. Fyrir dómara kæmu þá væntanlega þeir sem ákváðu að láta þingmanninn fá peninga og þyrftu að útskýra hversvegna þeir gerðu það og hvort þeir ætluðust til einhvers í staðinn. Ekki síður væri athyglisvert að heyra hversvegna þeir ákváðu að láta þennan tiltekna þingmann en ekki aðra njóta góðvildar sinnar. Hvað sáu þeir í honum sem þeir sáu ekki í öðrum? Líklega þyrfti þingmaðurinn að aflétta trúnaði á öllum styrkveitendum sínum sem hann hefur ekki enn gert eftir því sem ég best veit". Björn Valur sér einnig ókosti í afstöðu sinni og skrifar í lokin: „Stærsti ókosturinn er hinsvegar sá að þetta yrði andskotanum dýrar fyrir mig – ef ég tapaði. Vill einhver styrkja mig :)". Hér er hægt að lesa grein Björns sem og aðvörun Guðlaugs. Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent Birni Vali Gíslasyni, þingmanni Vinstri grænna, bréf þar sem honum er hótað málsókn á grundvelli meiðyrðalaga, dragi hann ekki orð sín til baka um að styrkir sem Guðlaugur hlaut, væru mútur. Björn Valur skrifaði um málið á bloggsvæði sínu í desember á síðasta ári. Þar skrifaði Björn Valur um umdeilda styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins sem upplýst var um á Fréttastofu stöðvar 2 og Vísis árið 2009. Björn Valur segir Guðlaug sekan um að hafa þegið mútugreiðslur, sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum. Það eru Opus lögmenn sem senda Birni Vali aðvörun og honum tilkynnt að dragi hann ekki ummæli sín til baka innan fimm daga verði höfðað mál gegn honum. Björn Valur verður ekki við kröfu Opus lögmanna um að draga málið til baka á bloggsvæði sínu heldur segir hann að það væri í raun farsælast að fara með málið fyrir dóm til þess að fá endanlega skorið úr um hvort ekki hafi í raun verið um óeðlilegar greiðslur að ræða. Þannig skrifar þingmaðurinn: „Hinsvegar gæti ég bara boðið Guðlaugi Þór að fara með málið fyrir dóm. Þessi leið bíður upp á margra skemmtilega fleti. Fyrir það fyrsta þá yrði máið skoðað ofan í kjölinn. Það hefðu nú bara allir gott af því. Fyrir dómara kæmu þá væntanlega þeir sem ákváðu að láta þingmanninn fá peninga og þyrftu að útskýra hversvegna þeir gerðu það og hvort þeir ætluðust til einhvers í staðinn. Ekki síður væri athyglisvert að heyra hversvegna þeir ákváðu að láta þennan tiltekna þingmann en ekki aðra njóta góðvildar sinnar. Hvað sáu þeir í honum sem þeir sáu ekki í öðrum? Líklega þyrfti þingmaðurinn að aflétta trúnaði á öllum styrkveitendum sínum sem hann hefur ekki enn gert eftir því sem ég best veit". Björn Valur sér einnig ókosti í afstöðu sinni og skrifar í lokin: „Stærsti ókosturinn er hinsvegar sá að þetta yrði andskotanum dýrar fyrir mig – ef ég tapaði. Vill einhver styrkja mig :)". Hér er hægt að lesa grein Björns sem og aðvörun Guðlaugs.
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira