NBA: Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2011 09:00 LeBron James. Mynd/AP Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sigur á Atlanta Hawks á meðan að Boston Celtics tapaði fyrir Washington í framlengingu. Oklahoma City Thunder vann sinn fimmta leik í röð og Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vestrinu.LeBron James var með 34 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í 98-90 útisigri Miami Heat á Atlanta Hawks. Hawks-liðið vann upp 20 stiga mun í fjórða leikhlutanum en Miami tryggði sér sigurinn með 10-2 spretti á lokakaflanum þar sem James Jones setti niður tvær þriggja stiga körfur. „Halda okkar striki. Það er það eina sem Spo (Erik Spoelstra, þjálfari Miami) talaði um. Við verðum að halda okkar striki og þá komust við í gegnum allt," sagði LeBron James og bætti við: „Það tók okkur 81 leik að komast á þennan stað en það mikið meiri vinna framundan," sagði James. Miami fékk góðar fréttir skömmu eftir að sigurinn var í höfn en þá fréttist frá Washington að Boston hafði tapað fyrir Washington í framlengingu. Þar með var ljóst að Miami er öruggt með annað sætið í Austurdeildinni á eftir Chicago og hefur Miami-liðið því heimavallarrétt á Boston ef liðin mætast í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Chris Bosh var með 15 stig. Josh Smith skoraði 17 stig fyrir Atlanta og Jamal Crawford var með 13 stig.Paul Pierce og Ray Allen sátu allan tímann á bekknum í nótt.Mynd/APBoston Celtics tapaði 94-95 í framlengdum leik á móti Washington Wizards þar sem Doc Rivers, þjálfari Boston, ákvað að hvíla byrjunarliðsmennina Kevin Garnett, Ray Allen, Paul Pierce og Rajon Rondo. Nýliðinn John Wall skoraði 24 stig fyrir Washington en hjá Boston var Jeff Green með 20 stig og 15 fráköst í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Boston. Glen Davis var einnig með 20 stig hjá Boston og Jermaine O'Neal var með 15 stig og 13 fráköst.Dirk Nowitzki var með 23 stig og 12 fráköst þegar Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vesturdeildinni með því að vinna 98-91 útisigur á Houston Rockets í framlengdum leik. Shawn Marion og Jason Terry voru báðir með 21 stig fyrir Dallas en Kevin Martin skoraði 28 stig fyrir Houston sem á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.Kevin Durant skoraði 32 stig og Russell Westbrook var með 30 stig og 9 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann 120-112 sigur á Sacramento Kings. Þetta var fimmti sigur Thunder-liðsins í röð. Nýliðinn DeMarcus Cousins var með 30 stig og 9 fráköst hjá Sacramento og þeir Marcus Thornton og Beno Udrih skoruðu báðir 21 stig.J.R. Smith skoraði 22 stig fyrir Denver Nuggets í 134-111 sigri á Golden State Warriors en alls skoruðu níu leikmenn Denver-liðsins tíu stig eða meira. Þetta var fimmtugasti sigur liðsins á tímabilinu og er liðið að ná því fjórða tímabilið í röð. Kosta Koufos skoraði 18 stig fyrir Denver en þeir Stephen Curry og Dorell Wright voru báðir með 27 stig fyrir Golden State.Dwight Howard.Mynd/APDwight Howard snéri aftur eftir tæknivillu-leikbann og var með 19 stig og 13 fráköst þegar Orlando Magic vann 95-85 sigur á Philadelphia 76ers. Jameer Nelson var einnig með 19 stig fyrir Orlando og Ryan Anderson bætti við 18 stigum og 14 fráköstum. Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Philadelphia. Philadelphia vantar einn sigur til þess að vera með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn síðan 2004-2005 tímabilið.Channing Frye skoraði 33 stig þegar Phoenix Suns vann 135-127 sigur á Minnesota Timberwolves eftir framlengdan leik en þetta var fjórtánda tap Timberwolves-liðsins í röð. Jared Dudley skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Grant Hill var með 21 stig. Michael Beasley skoraði 26 stig og Anthony Randolph var með 24 stig. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Russell Westbrook.Mynd/APAtlanta Hawks-Miami Heat 90-98 New Jersey Nets-Charlotte Bobcats 103-105 Philadelphia 76ers-Orlando Magic 85-95 Washington Wizards-Boston Celtics 95-94 (framlengt) Detroit Pistons-Cleveland Cavaliers 101-110 Milwaukee Bucks-Toronto Raptors 93-86 New Orleans Hornets-Utah Jazz 78-90 Houston Rockets-Dallas Mavericks 91-98 (framlengt) Denver Nuggets-Golden State Warriors 134-111 Phoenix Suns-Minnesota Timberwolves 135-127 (framlengt) Sacramento Kings-Oklahoma City Thunder 112-120 NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sigur á Atlanta Hawks á meðan að Boston Celtics tapaði fyrir Washington í framlengingu. Oklahoma City Thunder vann sinn fimmta leik í röð og Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vestrinu.LeBron James var með 34 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í 98-90 útisigri Miami Heat á Atlanta Hawks. Hawks-liðið vann upp 20 stiga mun í fjórða leikhlutanum en Miami tryggði sér sigurinn með 10-2 spretti á lokakaflanum þar sem James Jones setti niður tvær þriggja stiga körfur. „Halda okkar striki. Það er það eina sem Spo (Erik Spoelstra, þjálfari Miami) talaði um. Við verðum að halda okkar striki og þá komust við í gegnum allt," sagði LeBron James og bætti við: „Það tók okkur 81 leik að komast á þennan stað en það mikið meiri vinna framundan," sagði James. Miami fékk góðar fréttir skömmu eftir að sigurinn var í höfn en þá fréttist frá Washington að Boston hafði tapað fyrir Washington í framlengingu. Þar með var ljóst að Miami er öruggt með annað sætið í Austurdeildinni á eftir Chicago og hefur Miami-liðið því heimavallarrétt á Boston ef liðin mætast í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Chris Bosh var með 15 stig. Josh Smith skoraði 17 stig fyrir Atlanta og Jamal Crawford var með 13 stig.Paul Pierce og Ray Allen sátu allan tímann á bekknum í nótt.Mynd/APBoston Celtics tapaði 94-95 í framlengdum leik á móti Washington Wizards þar sem Doc Rivers, þjálfari Boston, ákvað að hvíla byrjunarliðsmennina Kevin Garnett, Ray Allen, Paul Pierce og Rajon Rondo. Nýliðinn John Wall skoraði 24 stig fyrir Washington en hjá Boston var Jeff Green með 20 stig og 15 fráköst í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Boston. Glen Davis var einnig með 20 stig hjá Boston og Jermaine O'Neal var með 15 stig og 13 fráköst.Dirk Nowitzki var með 23 stig og 12 fráköst þegar Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vesturdeildinni með því að vinna 98-91 útisigur á Houston Rockets í framlengdum leik. Shawn Marion og Jason Terry voru báðir með 21 stig fyrir Dallas en Kevin Martin skoraði 28 stig fyrir Houston sem á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.Kevin Durant skoraði 32 stig og Russell Westbrook var með 30 stig og 9 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann 120-112 sigur á Sacramento Kings. Þetta var fimmti sigur Thunder-liðsins í röð. Nýliðinn DeMarcus Cousins var með 30 stig og 9 fráköst hjá Sacramento og þeir Marcus Thornton og Beno Udrih skoruðu báðir 21 stig.J.R. Smith skoraði 22 stig fyrir Denver Nuggets í 134-111 sigri á Golden State Warriors en alls skoruðu níu leikmenn Denver-liðsins tíu stig eða meira. Þetta var fimmtugasti sigur liðsins á tímabilinu og er liðið að ná því fjórða tímabilið í röð. Kosta Koufos skoraði 18 stig fyrir Denver en þeir Stephen Curry og Dorell Wright voru báðir með 27 stig fyrir Golden State.Dwight Howard.Mynd/APDwight Howard snéri aftur eftir tæknivillu-leikbann og var með 19 stig og 13 fráköst þegar Orlando Magic vann 95-85 sigur á Philadelphia 76ers. Jameer Nelson var einnig með 19 stig fyrir Orlando og Ryan Anderson bætti við 18 stigum og 14 fráköstum. Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Philadelphia. Philadelphia vantar einn sigur til þess að vera með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn síðan 2004-2005 tímabilið.Channing Frye skoraði 33 stig þegar Phoenix Suns vann 135-127 sigur á Minnesota Timberwolves eftir framlengdan leik en þetta var fjórtánda tap Timberwolves-liðsins í röð. Jared Dudley skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Grant Hill var með 21 stig. Michael Beasley skoraði 26 stig og Anthony Randolph var með 24 stig. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Russell Westbrook.Mynd/APAtlanta Hawks-Miami Heat 90-98 New Jersey Nets-Charlotte Bobcats 103-105 Philadelphia 76ers-Orlando Magic 85-95 Washington Wizards-Boston Celtics 95-94 (framlengt) Detroit Pistons-Cleveland Cavaliers 101-110 Milwaukee Bucks-Toronto Raptors 93-86 New Orleans Hornets-Utah Jazz 78-90 Houston Rockets-Dallas Mavericks 91-98 (framlengt) Denver Nuggets-Golden State Warriors 134-111 Phoenix Suns-Minnesota Timberwolves 135-127 (framlengt) Sacramento Kings-Oklahoma City Thunder 112-120
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira