FH-ingar sópuðu til sín verðlaunum - Ásbjörn valinn bestur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2011 12:15 Allir verðlaunahafarnir í dag. Mynd/Valli FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina. Ásbjörn Friðriksson hefur spilaði vel í vetur og varð með 48 mörk í sjö leikjum liðsins í umferðum 15 til 21 sem gerir 6,9 mörk að meðaltali í leik. „Ásbjörn hefur leikið eins og herforingi í vetur, fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið, en stjórnun hans og markaskorun hafa fleytt FH-ingum yfir erfiða þröskulda. Ásbjörn er markahæsti leikmaður FH í vetur, stýrir sóknarleik liðsins af myndarskap og er góður varnarmaður," segir í umfjöllun um Ásbjörn. FH-ingar fengu 13 af 14 mögulegum stigum út úr þriðja hluta N1 deildar karla og tryggðu sér með því annað sætið og langþráðan þátttökurétt í úrslitakeppninni. „Kristján og Einar Andri hafa stýrt sterku FH-liði af myndarskap í vetur, en liðinu hefur vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið og þykir til alls líklegt í úrslitakeppninni. FH-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum á haustmánuðum og örugg stjórnun Kristjáns og Einars Andra gæti skilað titli í hús," segir í umfjöllun um bestu þjálfarana og FH-ingar áttu líka besta varnarmanninn. „Sigurgeir hefur verið sem ókleifur hamarinn í vörn FH-inga í vetur, frábær varnarmaður sem býr yfir þeim ágæta kosti að gera meðspilara sína betri. Hann er algjör lykilmaður í varnarleik FH, en Hafnfirðingar fengu á sig fæst mörk allra liða í N1-deild karla í vetur," segir í umfjöllun um Sigurgeir Árna. HK-ingurinn Bjarki Már Elísson og Akureyringurinn Bjarni Fritzson voru báðir í úrvalsliðinu í annað skiptið í vetur en hinir sex leikmenn úrvalsliðins voru að fá þessi verðlaun í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Úrvalslið umferða 15-21 í N1 deild karla í handbolta:Markvörður: Hlynur Morthens, ValVinstra horn: Bjarki Már Elísson, HKVinstri skytta: Ólafur Guðmundsson, FHMiðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FHHægri skytta: Ernir Hrafn Arnarsson, ValHægra horn: Bjarni Fritzson, AkureyriLínumaður: Orri Freyr Gíslason, ValBesti þjálfarinn: Kristján Arason og Einar Andri Einarsson hjá FHBesti varnarmaðurinn: Sigurgeir Árni Ægisson hjá FHBesta umgjörðin: FHBestu dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina. Ásbjörn Friðriksson hefur spilaði vel í vetur og varð með 48 mörk í sjö leikjum liðsins í umferðum 15 til 21 sem gerir 6,9 mörk að meðaltali í leik. „Ásbjörn hefur leikið eins og herforingi í vetur, fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið, en stjórnun hans og markaskorun hafa fleytt FH-ingum yfir erfiða þröskulda. Ásbjörn er markahæsti leikmaður FH í vetur, stýrir sóknarleik liðsins af myndarskap og er góður varnarmaður," segir í umfjöllun um Ásbjörn. FH-ingar fengu 13 af 14 mögulegum stigum út úr þriðja hluta N1 deildar karla og tryggðu sér með því annað sætið og langþráðan þátttökurétt í úrslitakeppninni. „Kristján og Einar Andri hafa stýrt sterku FH-liði af myndarskap í vetur, en liðinu hefur vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið og þykir til alls líklegt í úrslitakeppninni. FH-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum á haustmánuðum og örugg stjórnun Kristjáns og Einars Andra gæti skilað titli í hús," segir í umfjöllun um bestu þjálfarana og FH-ingar áttu líka besta varnarmanninn. „Sigurgeir hefur verið sem ókleifur hamarinn í vörn FH-inga í vetur, frábær varnarmaður sem býr yfir þeim ágæta kosti að gera meðspilara sína betri. Hann er algjör lykilmaður í varnarleik FH, en Hafnfirðingar fengu á sig fæst mörk allra liða í N1-deild karla í vetur," segir í umfjöllun um Sigurgeir Árna. HK-ingurinn Bjarki Már Elísson og Akureyringurinn Bjarni Fritzson voru báðir í úrvalsliðinu í annað skiptið í vetur en hinir sex leikmenn úrvalsliðins voru að fá þessi verðlaun í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Úrvalslið umferða 15-21 í N1 deild karla í handbolta:Markvörður: Hlynur Morthens, ValVinstra horn: Bjarki Már Elísson, HKVinstri skytta: Ólafur Guðmundsson, FHMiðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FHHægri skytta: Ernir Hrafn Arnarsson, ValHægra horn: Bjarni Fritzson, AkureyriLínumaður: Orri Freyr Gíslason, ValBesti þjálfarinn: Kristján Arason og Einar Andri Einarsson hjá FHBesti varnarmaðurinn: Sigurgeir Árni Ægisson hjá FHBesta umgjörðin: FHBestu dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira