Einar Andri: Liðið er hægt og rólega að ná heilsu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2011 14:45 Einar Andri Einarsson var í dag valinn besti þjálfari umferða 15 til 21 í N1 deild karla en hann hlaut verðlaunin ásamt Kristjáni Arasyni. Þeir félagar hafa stýrt FH-liðinu saman í vetur og eru að koma upp með liðið á hárréttum tíma. FH fékk 13 af 14 mögulegum stigum í þriðju umferðinni. „Við erum búnir að spila mjög vel í síðustu leikjum, unnum 6 af 7 og gerðum eitt jafntefli. Liðið er því búið að vera spila vel," sagði Einar Andri. „Við erum virkilega ánægðir með að vera að toppa á réttum tíma. Strákarnir eru virkilega vel stefndir og þeir eru búnir að vera að æfa vel. Þeir eru búnir að leggja mikið á sig og við fengum góða uppskeru í síðustu umferðinni," sagði Einar Andri. „Við áttum í töluvert miklum meiðslum fyrir áramót, Örn Ingi, Ólafur Gústavsson og Logi náttúrulega voru allir mikið frá. Nú er liðið hægt og rólega að ná heilsu og lykillinn að þessu er að menn hafa náð að æfa vel," sagði Einar. „Maður man varla eftir því hvenær FH var síðast í úrslitakeppni og það þarf að fara einhver ár aftur í tímann til þess að finna það. Menn eru því spenntir og við fáum gríðarlega krefjandi verkefni á móti Fram. Þeir eru með mjög gott lið og innbyrðisviðureignirnar í vetur eru jafnar, bæði lið með þrjú stig og markatalan jöfn," sagði Einar. „Það er þvílíkt sem fólkið í kringum FH er að leggja á sig hvað varðar umgjörðina. Það eru mjög margir mættir mörgum tímum fyrir leik til þess að setja upp. Þetta er stórkostleg umgjörð, strákarnir kunna virkilega vel að meta þetta og líður vel að spila í Krikanum," sagði Einar. „Það hefði verið blóðugt að fara ekki í úrslitakeppnina með þessa umgjörð og ég er viss um að þeir bæta bara í núna á fimmtudaginn "Strákarnir eiga virkilega skilið að fá þessi verðlaun. Þeir eru búnir að leggja gríðarlega mikið á sig eins og allt liðið. Liðið er að spila vel og þá uppskera einstaklingarnir," sagði Einar. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
Einar Andri Einarsson var í dag valinn besti þjálfari umferða 15 til 21 í N1 deild karla en hann hlaut verðlaunin ásamt Kristjáni Arasyni. Þeir félagar hafa stýrt FH-liðinu saman í vetur og eru að koma upp með liðið á hárréttum tíma. FH fékk 13 af 14 mögulegum stigum í þriðju umferðinni. „Við erum búnir að spila mjög vel í síðustu leikjum, unnum 6 af 7 og gerðum eitt jafntefli. Liðið er því búið að vera spila vel," sagði Einar Andri. „Við erum virkilega ánægðir með að vera að toppa á réttum tíma. Strákarnir eru virkilega vel stefndir og þeir eru búnir að vera að æfa vel. Þeir eru búnir að leggja mikið á sig og við fengum góða uppskeru í síðustu umferðinni," sagði Einar Andri. „Við áttum í töluvert miklum meiðslum fyrir áramót, Örn Ingi, Ólafur Gústavsson og Logi náttúrulega voru allir mikið frá. Nú er liðið hægt og rólega að ná heilsu og lykillinn að þessu er að menn hafa náð að æfa vel," sagði Einar. „Maður man varla eftir því hvenær FH var síðast í úrslitakeppni og það þarf að fara einhver ár aftur í tímann til þess að finna það. Menn eru því spenntir og við fáum gríðarlega krefjandi verkefni á móti Fram. Þeir eru með mjög gott lið og innbyrðisviðureignirnar í vetur eru jafnar, bæði lið með þrjú stig og markatalan jöfn," sagði Einar. „Það er þvílíkt sem fólkið í kringum FH er að leggja á sig hvað varðar umgjörðina. Það eru mjög margir mættir mörgum tímum fyrir leik til þess að setja upp. Þetta er stórkostleg umgjörð, strákarnir kunna virkilega vel að meta þetta og líður vel að spila í Krikanum," sagði Einar. „Það hefði verið blóðugt að fara ekki í úrslitakeppnina með þessa umgjörð og ég er viss um að þeir bæta bara í núna á fimmtudaginn "Strákarnir eiga virkilega skilið að fá þessi verðlaun. Þeir eru búnir að leggja gríðarlega mikið á sig eins og allt liðið. Liðið er að spila vel og þá uppskera einstaklingarnir," sagði Einar.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira