Bætt þjónusta - minni útgjöld Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 15. apríl 2011 10:12 Krafa dagsins er að velt verði við hverjum steini til að hagræða og spara, og þá ekki aðeins fyrir hið opinbera, heldur ekki síður fyrir heimilin og fjölskyldurnar. Hér skal bent á leið innan heilbrigðisgeirans, sem erlendis hefur reynst stuðla að betri nýtingu fjármuna og tíma. Sú leið er að taka upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, eins og gefið hefur góða raun víða á Vesturlöndum. Hér á landi hefur um áraraðir verið sú meginregla við lýði að framvísa þarf tilvísun frá lækni við komu til sjúkraþjálfara. Í löndum sem tekið hafa upp milliliðalaust samband skjólstæðings og sjúkraþjálfara, styðja rannsóknir að náðst hefur fram sparnaður. Þannig sýndi bandarísk rannsókn að fjöldi sjúkraþjálfunartíma var mun færri hjá þeim sem komu beint til sjúkraþjálfara en hjá þeim sem komu með beiðni (7,6 á móti 12,2). Beint aðgengi að sjúkraþjálfun þekkist víða. Þar fer Ástralía fremst í flokki en þetta fyrirkomulag hefur tíðkast þar í meira en aldarfjórðung. Bretlandseyjar að hluta og flest ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, sem og Hollendingar, svo fáein dæmi séu nefnd. Niðurstöður rannsókna á beinu aðgengi að sjúkraþjálfun benda ekki aðeins til fjárhagslegrar hagkvæmni heldur batnaði jafnframt þjónustan. Skjólstæðingar fengu fyrr úrlausn sinna mála og þurftu því styttri meðferð. Beint aðgengi að sjúkraþjálfun hérlendis þýddi milliliðalausa þjónustu með minni kostnaði fyrir skjólstæðinginn. Hann þyrfti ekki að verja fjármunum og tíma í heimsókn á heilsugæsluna eða til sérfræðilæknis, sem myndi létta á álagi þar og draga úr kostnaði ríkisins. Samfélagslegur ábati fengist jafnframt með minni fjarveru frá vinnu. Lítið dæmi sýnir að við gætum verið að tala um verulegar fjárhæðir í ljósi þess að um 35 þúsund manns notfæra sér þjónustu sjúkraþjálfara árlega. Ef helmingur þeirra, sem koma í 25 meðferðir eða færri, sparar sér eina læknisheimsókn vegna tilvísunar, sparast tæplega 16 þúsund læknisheimsóknir. Sparnaður heimila og ríkis hleypur á tugum milljóna, og er þó varlega áætlað. Nú kynni einhver að spyrja: Er beint aðgengi að sjúkraþjálfun hættulegt heilsu og öryggi fólks? Reynslan erlendis frá bendir til að slíkar áhyggjur séu óþarfar. Bandarísk tryggingafélög lýstu því yfir, að lögsóknum vegna meðferða fjölgaði ekki þar sem beint aðgengi hafði verið lögleitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fagleg ábyrgð sjúkraþjálfara er mikil. Þeir vísi sínum skjólstæðingum til læknis eða beri málefni þeirra undir lækni sé þess þörf. Í dag er samráð við lækna bundið í lög. Á meðan svo er eru sjúkraþjálfarar ekki fullkomlega faglega sjálfstæðir, ólíkt því sem gildir til dæmis um hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Samskipti lækna og sjúkraþjálfara hafa aftur á móti almennt verið mjög góð og gagnkvæm virðing er mikil. Góð samvinna er og verður ávallt mjög mikilvæg. Þegar öllu er á botninn hvolft er það umhyggjan fyrir skjólstæðingum okkar sem skiptir öllu máli. Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari M.Sc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Sigurðardóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Krafa dagsins er að velt verði við hverjum steini til að hagræða og spara, og þá ekki aðeins fyrir hið opinbera, heldur ekki síður fyrir heimilin og fjölskyldurnar. Hér skal bent á leið innan heilbrigðisgeirans, sem erlendis hefur reynst stuðla að betri nýtingu fjármuna og tíma. Sú leið er að taka upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, eins og gefið hefur góða raun víða á Vesturlöndum. Hér á landi hefur um áraraðir verið sú meginregla við lýði að framvísa þarf tilvísun frá lækni við komu til sjúkraþjálfara. Í löndum sem tekið hafa upp milliliðalaust samband skjólstæðings og sjúkraþjálfara, styðja rannsóknir að náðst hefur fram sparnaður. Þannig sýndi bandarísk rannsókn að fjöldi sjúkraþjálfunartíma var mun færri hjá þeim sem komu beint til sjúkraþjálfara en hjá þeim sem komu með beiðni (7,6 á móti 12,2). Beint aðgengi að sjúkraþjálfun þekkist víða. Þar fer Ástralía fremst í flokki en þetta fyrirkomulag hefur tíðkast þar í meira en aldarfjórðung. Bretlandseyjar að hluta og flest ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, sem og Hollendingar, svo fáein dæmi séu nefnd. Niðurstöður rannsókna á beinu aðgengi að sjúkraþjálfun benda ekki aðeins til fjárhagslegrar hagkvæmni heldur batnaði jafnframt þjónustan. Skjólstæðingar fengu fyrr úrlausn sinna mála og þurftu því styttri meðferð. Beint aðgengi að sjúkraþjálfun hérlendis þýddi milliliðalausa þjónustu með minni kostnaði fyrir skjólstæðinginn. Hann þyrfti ekki að verja fjármunum og tíma í heimsókn á heilsugæsluna eða til sérfræðilæknis, sem myndi létta á álagi þar og draga úr kostnaði ríkisins. Samfélagslegur ábati fengist jafnframt með minni fjarveru frá vinnu. Lítið dæmi sýnir að við gætum verið að tala um verulegar fjárhæðir í ljósi þess að um 35 þúsund manns notfæra sér þjónustu sjúkraþjálfara árlega. Ef helmingur þeirra, sem koma í 25 meðferðir eða færri, sparar sér eina læknisheimsókn vegna tilvísunar, sparast tæplega 16 þúsund læknisheimsóknir. Sparnaður heimila og ríkis hleypur á tugum milljóna, og er þó varlega áætlað. Nú kynni einhver að spyrja: Er beint aðgengi að sjúkraþjálfun hættulegt heilsu og öryggi fólks? Reynslan erlendis frá bendir til að slíkar áhyggjur séu óþarfar. Bandarísk tryggingafélög lýstu því yfir, að lögsóknum vegna meðferða fjölgaði ekki þar sem beint aðgengi hafði verið lögleitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fagleg ábyrgð sjúkraþjálfara er mikil. Þeir vísi sínum skjólstæðingum til læknis eða beri málefni þeirra undir lækni sé þess þörf. Í dag er samráð við lækna bundið í lög. Á meðan svo er eru sjúkraþjálfarar ekki fullkomlega faglega sjálfstæðir, ólíkt því sem gildir til dæmis um hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Samskipti lækna og sjúkraþjálfara hafa aftur á móti almennt verið mjög góð og gagnkvæm virðing er mikil. Góð samvinna er og verður ávallt mjög mikilvæg. Þegar öllu er á botninn hvolft er það umhyggjan fyrir skjólstæðingum okkar sem skiptir öllu máli. Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari M.Sc.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun