Kristján: Tilbúnir og heitir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 16:45 Kristján Arason, þjálfari FH. Kristján Arason, annar þjálfara FH, segir sína menn ekki slegna út af laginu eftir tapið fyrir Fram um helgina. Liðin mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. FH-ingar unnu sannfærandi sigur á Fram í fyrsta leik liðanna á heimavelli en töpuðu svo með eins marks mun í Safamýrinni um helgina. „Ég er með góða tilfinningu fyrir þessum leik enda erum við tilbúnir og heitir,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. „Það er auðvitað alltaf erfitt að tapa en það er stutt á milli leikja og ekki annað í boði en að jafna sig hratt á því.“ „Við munum leggja leikinn upp á svipaðan máta og við höfum gert hingað til. Ég á von á spennandi leik en að hann geti einnig boðið upp á sveiflur innan leiksins.“ „Bæði lið spila hraðan bolta og við náðum að stöðva það í fyrsta leiknum. Framarar svöruðu því í næsta leik en vonandi náum við aftur að stoppa þá í kvöld, eins og við gerðum á fimmtudaginn.“ „Við þurfum að þétta vörnina og vera grimmari í sókninni. Það er það sem okkur skorti um helgina. Við lentum líka í mjög slæmum leikkafla þegar við misstum þrjá menn af velli með stuttu millibili og þeir skoruðu nokkur mörk á okkur. Við vonum að við lendum ekki í öðru eins í kvöld,“ sagði Kristján. FH-ingar fóru mikinn í lokasprettinum í deildarkeppninni og segir Kristján að tapið um helgina hafi ekki dregið úr liðinu. „Það er fullt sjálfstraust í liðinu. Við getum tapað leikjum en líka unnið alla og það höfum við sýnt. Það verður ekkert gefið eftir í kvöld og ætlum að láta verkin tala inn á vellinum.“ FH-ingum hefur verið hrósað fyrir góða umgjörð á sínum leikjum en Kristján segir aðalatriðið að bjóða upp á góðan handbolta. „Mestu máli skiptir er að handboltinn sé góður og þess vegna hefur verið hægt að búa til svo góða umgjörð í kringum okkar leiki. Umgjörðin hefur verið algjörlega til fyrirmyndar og það er vonandi að það verði framhald á. Áhorfendur fá þá ekki bara góðan handbolta heldur eru líka mættir til að skemmta sér og eiga góða kvöldstund.“ Kristján segir að markmið FH-inga séu skýr og að það hafi ekkert breyst frá því í haust. „Aðalmálið er að fara í úrslitin. Það hefur verið okkar markmið frá byrjun. Nú eigum við eina hindrun eftir og ætlum við okkur yfir hana og fara svo alla leið.“ Olís-deild karla Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Kristján Arason, annar þjálfara FH, segir sína menn ekki slegna út af laginu eftir tapið fyrir Fram um helgina. Liðin mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. FH-ingar unnu sannfærandi sigur á Fram í fyrsta leik liðanna á heimavelli en töpuðu svo með eins marks mun í Safamýrinni um helgina. „Ég er með góða tilfinningu fyrir þessum leik enda erum við tilbúnir og heitir,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. „Það er auðvitað alltaf erfitt að tapa en það er stutt á milli leikja og ekki annað í boði en að jafna sig hratt á því.“ „Við munum leggja leikinn upp á svipaðan máta og við höfum gert hingað til. Ég á von á spennandi leik en að hann geti einnig boðið upp á sveiflur innan leiksins.“ „Bæði lið spila hraðan bolta og við náðum að stöðva það í fyrsta leiknum. Framarar svöruðu því í næsta leik en vonandi náum við aftur að stoppa þá í kvöld, eins og við gerðum á fimmtudaginn.“ „Við þurfum að þétta vörnina og vera grimmari í sókninni. Það er það sem okkur skorti um helgina. Við lentum líka í mjög slæmum leikkafla þegar við misstum þrjá menn af velli með stuttu millibili og þeir skoruðu nokkur mörk á okkur. Við vonum að við lendum ekki í öðru eins í kvöld,“ sagði Kristján. FH-ingar fóru mikinn í lokasprettinum í deildarkeppninni og segir Kristján að tapið um helgina hafi ekki dregið úr liðinu. „Það er fullt sjálfstraust í liðinu. Við getum tapað leikjum en líka unnið alla og það höfum við sýnt. Það verður ekkert gefið eftir í kvöld og ætlum að láta verkin tala inn á vellinum.“ FH-ingum hefur verið hrósað fyrir góða umgjörð á sínum leikjum en Kristján segir aðalatriðið að bjóða upp á góðan handbolta. „Mestu máli skiptir er að handboltinn sé góður og þess vegna hefur verið hægt að búa til svo góða umgjörð í kringum okkar leiki. Umgjörðin hefur verið algjörlega til fyrirmyndar og það er vonandi að það verði framhald á. Áhorfendur fá þá ekki bara góðan handbolta heldur eru líka mættir til að skemmta sér og eiga góða kvöldstund.“ Kristján segir að markmið FH-inga séu skýr og að það hafi ekkert breyst frá því í haust. „Aðalmálið er að fara í úrslitin. Það hefur verið okkar markmið frá byrjun. Nú eigum við eina hindrun eftir og ætlum við okkur yfir hana og fara svo alla leið.“
Olís-deild karla Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn