Handbolti

Atli tileinkar Guðlaugi sigurinn - Ælandi heima að létta sig

Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar
Guðlaugur og Sveinbjörn Pétursson.
Guðlaugur og Sveinbjörn Pétursson. Fréttablaðið
Atli Hilmarsson tileinkaði Guðlaugi Arnarssyni, Húsavíkurtröllinu sem oftast er kallaður Öxlin, sigurinn á HK í kvöld. Hann sat heima á dollunni með Nóró vírusinn, að öllum líkindum, og því vantaði þennan lykilmann í vörn Akureyrar í kvöld.

"Við gerðum þetta fyrir Gulla, nú er hann búinn að léttast um nokkur kíló með æluna og ég veit ekki hvað, hann verður að koma til baka í úrslitunum," sagði Atli kíminn.

Ekki var að sjá að það vantaði Guðlaug, Hreinn Þór Hauksson fyllti meira að segja vel upp í hraðaupphlaupin sem Guðlaugur sækir svo mikið í leik eftir leik. Hreinn skoraði tvö mörk úr hraðaupphlaupum í kvöld.

Guðlaug hefur nú góðan tíma til að jafna sig fyrir úrslitarimmuna við FH sem hefst í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×