Handbolti

Guðmundur búinn á því - Heimir hótar alltaf að hætta

Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar
Guðmundur Hólmar Helgason.
Guðmundur Hólmar Helgason. Fréttablaðið
Það var létt yfir Guðmundi Hólmari Helgasyni eftir sigurinn á HK í kvöld, eins og öllum Akureyringum. Guðmundur var markahæsti leikmaður liðsins í 28-25 sigri.

"Ég er eiginlega bara búinn á því. Andlega og líkamlega. Þetta var svakalegur rússíbani hjá okkur. Við erum búnir að vinna HK fimm eða sex sinnum í vetur, við drulluðum upp á bak í leik númer tvö eftir góðan sigur fyrst en það er frábært að klára þetta," sagði Guðmundur.

Hann segir að Heimir Örn Árnason hafi hótað að hætta ef liðið kæmist ekki í úrslitin, en hann gerði slíkt hið sama áður en liðið varð Deildarmeistari.

"Heimir sagðist ætla að leggja skóna á hilluna ef við kæmumst ekki í úrslitin og ég lagði mig því enn meira fram," sagði Guðmundur sem ræddi síðan við blaðamann um ítrekaðar hótanir Heimis að hætta ef liðið tapar. Lúmskur fyrirliðinn, sem skoraði nokkur mikilvæg mörk í kvöld á milli þess sem hann kastaði boltanum útaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×