Ríkir ekki jafnrétti í grafískri hönnun 5. apríl 2011 19:30 Bergþóra Jónsdóttir. Mynd/Vilhelm Tímaritið Mæna er unnið af nemendum á þriðja ári í grafískri hönnun við LHÍ og kom önnur útgáfa þess út í kringum HönnunarMars. Í tímaritinu er meðal annars fjallað um þátt kvenna í grafískri hönnun þar sem konur eru hlutgerðar og hlutir kvengerðir. Að sögn Bergþóru Jónsdóttur, nemanda í grafískri hönnun, er tímaritið samstarfsverkefni nemenda og kennara við LHÍ og viðurkennir hún að margt hafi komið henni á óvart þegar þáttur kvenna í grafískri hönnun var skoðaður. "Það var margt sem kom á óvart þó maður vissi svo sem fyrirfram að það ríkir ekki jafnrétti í þessum bransa," segir Bergþóra og tekur sem dæmi hversu fáar konur skipa stjórnunar- og hönnunarstöður hjá auglýsingastofum landsins. "Mér fannst það skjóta skökku við, sérstaklega í ljósi þess að neyslustýring heimila er í miklum mæli í höndum kvenna og þess vegna beinist markaðssetning oftast beint að þeim." Ýmsir fagmenn og -konur lögðu sitt að mörkum með greinaskrifum í tímaritið en nemendur sáu alfarið um útlit og útgáfu þess og viðurkennir Bergþóra að það hafi gengið misjafnlega. "Það er frekar erfitt að setja tuttugu grafíska hönnuði í einn hóp og fá þá til að samræmast um útlit á einhverju. Þetta hafðist þó á endanum og við erum öll mjög sátt við útkomuna," segir hún glaðlega. Öll eintök af Mænu ruku út á HönnunarMars en netútgáfu blaðsins verður aðgengileg á næstunni á slóðinni maena.is. -sm HönnunarMars Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Tímaritið Mæna er unnið af nemendum á þriðja ári í grafískri hönnun við LHÍ og kom önnur útgáfa þess út í kringum HönnunarMars. Í tímaritinu er meðal annars fjallað um þátt kvenna í grafískri hönnun þar sem konur eru hlutgerðar og hlutir kvengerðir. Að sögn Bergþóru Jónsdóttur, nemanda í grafískri hönnun, er tímaritið samstarfsverkefni nemenda og kennara við LHÍ og viðurkennir hún að margt hafi komið henni á óvart þegar þáttur kvenna í grafískri hönnun var skoðaður. "Það var margt sem kom á óvart þó maður vissi svo sem fyrirfram að það ríkir ekki jafnrétti í þessum bransa," segir Bergþóra og tekur sem dæmi hversu fáar konur skipa stjórnunar- og hönnunarstöður hjá auglýsingastofum landsins. "Mér fannst það skjóta skökku við, sérstaklega í ljósi þess að neyslustýring heimila er í miklum mæli í höndum kvenna og þess vegna beinist markaðssetning oftast beint að þeim." Ýmsir fagmenn og -konur lögðu sitt að mörkum með greinaskrifum í tímaritið en nemendur sáu alfarið um útlit og útgáfu þess og viðurkennir Bergþóra að það hafi gengið misjafnlega. "Það er frekar erfitt að setja tuttugu grafíska hönnuði í einn hóp og fá þá til að samræmast um útlit á einhverju. Þetta hafðist þó á endanum og við erum öll mjög sátt við útkomuna," segir hún glaðlega. Öll eintök af Mænu ruku út á HönnunarMars en netútgáfu blaðsins verður aðgengileg á næstunni á slóðinni maena.is. -sm
HönnunarMars Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira