Ríkir ekki jafnrétti í grafískri hönnun 5. apríl 2011 19:30 Bergþóra Jónsdóttir. Mynd/Vilhelm Tímaritið Mæna er unnið af nemendum á þriðja ári í grafískri hönnun við LHÍ og kom önnur útgáfa þess út í kringum HönnunarMars. Í tímaritinu er meðal annars fjallað um þátt kvenna í grafískri hönnun þar sem konur eru hlutgerðar og hlutir kvengerðir. Að sögn Bergþóru Jónsdóttur, nemanda í grafískri hönnun, er tímaritið samstarfsverkefni nemenda og kennara við LHÍ og viðurkennir hún að margt hafi komið henni á óvart þegar þáttur kvenna í grafískri hönnun var skoðaður. "Það var margt sem kom á óvart þó maður vissi svo sem fyrirfram að það ríkir ekki jafnrétti í þessum bransa," segir Bergþóra og tekur sem dæmi hversu fáar konur skipa stjórnunar- og hönnunarstöður hjá auglýsingastofum landsins. "Mér fannst það skjóta skökku við, sérstaklega í ljósi þess að neyslustýring heimila er í miklum mæli í höndum kvenna og þess vegna beinist markaðssetning oftast beint að þeim." Ýmsir fagmenn og -konur lögðu sitt að mörkum með greinaskrifum í tímaritið en nemendur sáu alfarið um útlit og útgáfu þess og viðurkennir Bergþóra að það hafi gengið misjafnlega. "Það er frekar erfitt að setja tuttugu grafíska hönnuði í einn hóp og fá þá til að samræmast um útlit á einhverju. Þetta hafðist þó á endanum og við erum öll mjög sátt við útkomuna," segir hún glaðlega. Öll eintök af Mænu ruku út á HönnunarMars en netútgáfu blaðsins verður aðgengileg á næstunni á slóðinni maena.is. -sm HönnunarMars Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Tímaritið Mæna er unnið af nemendum á þriðja ári í grafískri hönnun við LHÍ og kom önnur útgáfa þess út í kringum HönnunarMars. Í tímaritinu er meðal annars fjallað um þátt kvenna í grafískri hönnun þar sem konur eru hlutgerðar og hlutir kvengerðir. Að sögn Bergþóru Jónsdóttur, nemanda í grafískri hönnun, er tímaritið samstarfsverkefni nemenda og kennara við LHÍ og viðurkennir hún að margt hafi komið henni á óvart þegar þáttur kvenna í grafískri hönnun var skoðaður. "Það var margt sem kom á óvart þó maður vissi svo sem fyrirfram að það ríkir ekki jafnrétti í þessum bransa," segir Bergþóra og tekur sem dæmi hversu fáar konur skipa stjórnunar- og hönnunarstöður hjá auglýsingastofum landsins. "Mér fannst það skjóta skökku við, sérstaklega í ljósi þess að neyslustýring heimila er í miklum mæli í höndum kvenna og þess vegna beinist markaðssetning oftast beint að þeim." Ýmsir fagmenn og -konur lögðu sitt að mörkum með greinaskrifum í tímaritið en nemendur sáu alfarið um útlit og útgáfu þess og viðurkennir Bergþóra að það hafi gengið misjafnlega. "Það er frekar erfitt að setja tuttugu grafíska hönnuði í einn hóp og fá þá til að samræmast um útlit á einhverju. Þetta hafðist þó á endanum og við erum öll mjög sátt við útkomuna," segir hún glaðlega. Öll eintök af Mænu ruku út á HönnunarMars en netútgáfu blaðsins verður aðgengileg á næstunni á slóðinni maena.is. -sm
HönnunarMars Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira