Handbolti

Stjakaði við dómara og fékk fjögurra leikja bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnar Birkir Hálfdánsson.
Arnar Birkir Hálfdánsson.
Aganefnd HSÍ dæmdi Arnar Birki Hálfdánarson, leikmann Fram, í fjögurra leikja bann vegna mjög alvarlegrar framkomu í garð dómara í leik með 3. flokki Fram gegn FH.

Samkvæmt heimildum Vísis stjakaði Arnar Birkir hraustlega við öðrum dómara leiksins.

Hann fékk þriggja leikja bann fyrir athæfið og fær einn aukaleik þar sem þetta er i annað sinn sem hann fær útilokun í vetur.

Aganefndin tekur sérstaklega fram í dómi sínum að hún fagni viðbrögðum Fram sem komið hafi fram í bréfi frá þeim til aganefndar. Ekki er nánar útskýrt hvað komi fram í bréfinu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Arnar Birkir fær meira en eins leiks bann en hann fékk tveggja leikja bann með meistaraflokki á síðustu leiktíð er hann beitti "júggabragðinu" svokallaða á leikmann Gróttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×