Innlent

Landsdómur kostar 113 milljónir

Mynd/Anton Brink
Áætlaður kostnaður við landsdóm á þessu ári er 113,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Meirihluti Alþingis ákvað á síðasta ári að höfða bæri mál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, fyrir landsdómi fyrir vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins.

Í svari Ögmundar kemur einnig fram að ef meðferð málsins verður ekki lokið á þessu ári gæti einhver kostnaður lagst til á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×