Umfjöllun: FH vann HK í hörkuleik Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 7. apríl 2011 22:04 Ásbjörn Friðriksson lék vel fyrir FH í kvöld. Mynd/Vilhelm FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp. HK vann upp forskot FH og komst einu marki yfir, en FH liðið sýndi karakter og kláraði leikinn á lokasprettinum. FH mætir því Fram í undanúrslitum en HK fær Akureyri. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti frábæran leik og varði 15 skot þar af 3 vítaköst. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær fyrir gestina en hann skoraði 9 mörk. Daníel Berg Grétarsson var atkvæðamestur fyrir HK með 5 mörk. Það var mikil fjölskyldustemmning í Digranesinu í kvöld þegar heimamenn í HK tóku á móti FH. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og því var ekki mikið undir. HK-ingar gátu með sigri komist upp fyrir Fram í þriðja sætið en þá þurftu Framarar að tapa fyrir Akureyri fyrir norðan. Það vill aftur á móti ekkert lið fara inn í úrslitakeppnina með lélegan leik á bakinu og því öruggt að leikmenn ætluðu sér að leggja allt í sölurnar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Þegar líða tók á hálfleikinn náðu gestirnir í FH tökum á leiknum. Varnarleikur KH-inga var ekki góður og FH átti í engum vandræðum með að brjóta sig í gegn. Þegar staðan var 8-5 fyrir FH hrukku HK-ingar í gírinn og jöfnuðu leikinn 10-10. Daníel Berg Grétarsson, leikmaður HK, var að spila virkilega vel á miðjunni fyrir heimamenn. FH-ingar voru samt sem áður alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, varði virkilega vel í hálfleiknum, en hann tók 7 bolta og þar af tvö vítaköst. FH-ingar höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 17-14. Logi Geirsson kom inn á í liði FH í byrjun seinni hálfleiks og lék í vinstra horninu, en hann lék aðeins í nokkrar mínútur. FH-ingar settu í fimmta gírinn þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og komust fljótlega sex mörkum yfir 24-18. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var að eiga stórleik fyrir Fimleikafélagið. HK-ingar eru þekktir fyrir það að koma til baka og það gerður þeir í kvöld. Það tók HK ekki nema um fimm mínútur að jafna leikinn 25-25 og allt á suðurpunkti í Digranesinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, fór fyrir sínu liði á þessum kafla og stjórnaði leik liðsins vel. HK komst yfir í næstu sókn 26-25, en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra og eftir mikla baráttu náðu þeir að innbyrða sigur 29-27 í virkilega skemmtilegum handboltaleik. HK - FH 27-29 (14-17)Mörk HK (skot): Daníel Berg Grétarsson 6 /1 (10/2), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (10/1), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 3/1 (8/2), Atli Karl Backmann 2 (3), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Hörður Másson 1 (3), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léó Snær Pétursson 1 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (25/3, 32%), Andreas Örn Aðalsteinssin 3 (4 , 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Ólafur Bjarki, Bjarki Már Elísson, Sigurjón Björnsson, Léó Snær)Fiskuð víti: 4 (Atli Karl, Daníel Berg, Vilhelm og Ólafur Bjarki)Utan vallar: 2 mínúturMörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/3 (13/3), Benedikt Reynir Kristinsson 8 (9), Ólafur Gústafsson 3 (9), Halldór Guðjónsson 3 (3), Ólafur Guðmundsson 3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Logi Geirsson 0 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 15/3 (26/2, 37%.), Sigurður Örn Arnarson 2 (1 , 66%.)Hraðaupphlaup: 4 (Ari, Ólafur Gústafsson, Ásbjörn og Benedikt )Fiskuð víti: 2 (Atli og Ólafur Gústafsson).Utan vallar: 6 mín Olís-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp. HK vann upp forskot FH og komst einu marki yfir, en FH liðið sýndi karakter og kláraði leikinn á lokasprettinum. FH mætir því Fram í undanúrslitum en HK fær Akureyri. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti frábæran leik og varði 15 skot þar af 3 vítaköst. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær fyrir gestina en hann skoraði 9 mörk. Daníel Berg Grétarsson var atkvæðamestur fyrir HK með 5 mörk. Það var mikil fjölskyldustemmning í Digranesinu í kvöld þegar heimamenn í HK tóku á móti FH. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og því var ekki mikið undir. HK-ingar gátu með sigri komist upp fyrir Fram í þriðja sætið en þá þurftu Framarar að tapa fyrir Akureyri fyrir norðan. Það vill aftur á móti ekkert lið fara inn í úrslitakeppnina með lélegan leik á bakinu og því öruggt að leikmenn ætluðu sér að leggja allt í sölurnar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Þegar líða tók á hálfleikinn náðu gestirnir í FH tökum á leiknum. Varnarleikur KH-inga var ekki góður og FH átti í engum vandræðum með að brjóta sig í gegn. Þegar staðan var 8-5 fyrir FH hrukku HK-ingar í gírinn og jöfnuðu leikinn 10-10. Daníel Berg Grétarsson, leikmaður HK, var að spila virkilega vel á miðjunni fyrir heimamenn. FH-ingar voru samt sem áður alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, varði virkilega vel í hálfleiknum, en hann tók 7 bolta og þar af tvö vítaköst. FH-ingar höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 17-14. Logi Geirsson kom inn á í liði FH í byrjun seinni hálfleiks og lék í vinstra horninu, en hann lék aðeins í nokkrar mínútur. FH-ingar settu í fimmta gírinn þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og komust fljótlega sex mörkum yfir 24-18. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var að eiga stórleik fyrir Fimleikafélagið. HK-ingar eru þekktir fyrir það að koma til baka og það gerður þeir í kvöld. Það tók HK ekki nema um fimm mínútur að jafna leikinn 25-25 og allt á suðurpunkti í Digranesinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, fór fyrir sínu liði á þessum kafla og stjórnaði leik liðsins vel. HK komst yfir í næstu sókn 26-25, en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra og eftir mikla baráttu náðu þeir að innbyrða sigur 29-27 í virkilega skemmtilegum handboltaleik. HK - FH 27-29 (14-17)Mörk HK (skot): Daníel Berg Grétarsson 6 /1 (10/2), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (10/1), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 3/1 (8/2), Atli Karl Backmann 2 (3), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Hörður Másson 1 (3), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léó Snær Pétursson 1 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (25/3, 32%), Andreas Örn Aðalsteinssin 3 (4 , 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Ólafur Bjarki, Bjarki Már Elísson, Sigurjón Björnsson, Léó Snær)Fiskuð víti: 4 (Atli Karl, Daníel Berg, Vilhelm og Ólafur Bjarki)Utan vallar: 2 mínúturMörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/3 (13/3), Benedikt Reynir Kristinsson 8 (9), Ólafur Gústafsson 3 (9), Halldór Guðjónsson 3 (3), Ólafur Guðmundsson 3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Logi Geirsson 0 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 15/3 (26/2, 37%.), Sigurður Örn Arnarson 2 (1 , 66%.)Hraðaupphlaup: 4 (Ari, Ólafur Gústafsson, Ásbjörn og Benedikt )Fiskuð víti: 2 (Atli og Ólafur Gústafsson).Utan vallar: 6 mín
Olís-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira