Icesave með augum íslenskrar móður Stefanía Sigurðardóttir skrifar 8. apríl 2011 13:04 Mig langar að byrja á því að þakka Ólafi Ragnari Grímssyni, háttvirtum forseta okkar, fyrir að gefa íslensku þjóðinni nýtt líf með því að leyfa okkur að hafa skoðun á málefnum sem snerta okkur beint. Það virðist nefnilega vera að það þurfi kjark og þor til þess að leyfa þjóðinni að hafa skoðun á og kjósa um mikilvæg málefni og ég er orðin sannfærð um það að þessi hámenntaða þjóð okkar er fullfær um að taka afstöðu í jafn flóknum, alþjóðlegum málum og Icesave samningarnir eru. Lýðræðið er virkt og við höfum fulla getu til þess að mynda okkar eigin skoðanir. Undanfarnar vikur hef ég notið þess, ásamt því að hrylla við því, að hlusta á fólk tjá sig um skoðun sína á Icesave deilunni, orsökum hennar og mögulegum afleiðingum. Mér finnst gaman að lesa greinar og heyra fólk tala um svo pólitískt og stórbrotið mál og ég er ekki frá því að þessi umræða sé ein sú málefnalegasta sem ég hef orðið vitni að í mörg ár. Það eru flestir sammála um að það að kjósa JÁ eða NEI á laugardaginn er ekki auðvelt val, sem sýnir að fólk hafi virkilega kynnt sér báðar hliðar málsins, enda geta flestir verið sammála um að eftir því sem menn kafa dýpra í málin þeim mun óskýrari verða línurnar á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Enda er lífið aldrei svart eða hvítt, þetta snýst allt um meðalveginn. En komum okkur að efninu, mig langar hér að útskýra hvers vegna ég hef tekið þá ákvörðun að segja NEI við Icesave á laugardaginn. En ástæðan er ekki sú að ég telji að grunnur hins íslenska samfélags muni breytast mánudaginn 11. apríl hvort sem þjóðin segir NEI eða JÁ. Við höldum áfram að hafa gjaldeyrishöft sem eru að sliga alla atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í landinu, við verðum áfram með ónýta krónu, áfram verður óhagkvæmt og óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta að koma til landsins, áfram verðum við með ósanngjarna og óskiljanlega verðtryggingu og áfram verða skuldavandamál fyrirtækja og fjölskyldna óleyst. En það hefur ekkert með Icesave að gera, Icesave mun ekki hafa nein áhrif á þessi atriði, ólíkt því sem núverandi stjórnvöld reyna að telja okkur trú um. Allt þetta skrifast á lélega stjórnun landsins og hefur ekkert að gera með einn lítinn og í rauninni ómerkilegan samning, svona í alþjóðlegu samhengi. En þessi samningur mun verða merkilegur, í hinu stærra samhengi, ef við segjum NEI og það er ástæðan fyrir því að ég vil hafna þessum samningi. Þessi samningur er og verður aðeins merkilegur ef við segjum NEI, ástæðan er sú að með því erum við að hafna núverandi uppbyggingu fjármálakerfsins og einkennilegum tryggingum opinberrar stjórnsýslu á því. Með því að segja NEI, segjum við NEI við því að fjármagnseigendur hafi óhefta og skýlausa tryggingu fyrir fé sínu og ávöxtun á því. Með því að segja NEI, neitum við sem almenningur og skuldarar að við berum alla ábyrgð þegar hlutirnir fara ekki eins og á að fara. Með því að segja NEI gerum við byltingu gegn ósanngjörnu og óskilvirku fjármálakerfi. Með því að segja NEI neita ég því að verða þræll í kerfi sem hyglir þeim sem eru auðugir og refsar þeim sem fæðast ekki með silfurskeið í munni. Með því að segja NEI segi ég NEI við núverandi kerfi og styð nýja byltingu sem gerir vonandi það að verkum að önnur eins græðgi og siðleysa sem tröllreið öllu hér á árunum 2004-2008 fái ekki að koma hingað aftur. Ég segi NEI því ég vil ekki að hlutirnir verði eins og þeir voru á þessum árum, ég vil að við höfum það betra og hættum að horfa á lífið sem gott ef við eigum nógu stóra bíla og stór hús. Lífið er yndislegt, þegar allir eru hamingjusamir og með því að segja NEI tel ég mig frekar vera að tryggja framtíð og hamingju þeirra sem ætla að byggja þetta land á komandi árum. Stefanía Sigurðardóttir, móðir og skuldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að byrja á því að þakka Ólafi Ragnari Grímssyni, háttvirtum forseta okkar, fyrir að gefa íslensku þjóðinni nýtt líf með því að leyfa okkur að hafa skoðun á málefnum sem snerta okkur beint. Það virðist nefnilega vera að það þurfi kjark og þor til þess að leyfa þjóðinni að hafa skoðun á og kjósa um mikilvæg málefni og ég er orðin sannfærð um það að þessi hámenntaða þjóð okkar er fullfær um að taka afstöðu í jafn flóknum, alþjóðlegum málum og Icesave samningarnir eru. Lýðræðið er virkt og við höfum fulla getu til þess að mynda okkar eigin skoðanir. Undanfarnar vikur hef ég notið þess, ásamt því að hrylla við því, að hlusta á fólk tjá sig um skoðun sína á Icesave deilunni, orsökum hennar og mögulegum afleiðingum. Mér finnst gaman að lesa greinar og heyra fólk tala um svo pólitískt og stórbrotið mál og ég er ekki frá því að þessi umræða sé ein sú málefnalegasta sem ég hef orðið vitni að í mörg ár. Það eru flestir sammála um að það að kjósa JÁ eða NEI á laugardaginn er ekki auðvelt val, sem sýnir að fólk hafi virkilega kynnt sér báðar hliðar málsins, enda geta flestir verið sammála um að eftir því sem menn kafa dýpra í málin þeim mun óskýrari verða línurnar á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Enda er lífið aldrei svart eða hvítt, þetta snýst allt um meðalveginn. En komum okkur að efninu, mig langar hér að útskýra hvers vegna ég hef tekið þá ákvörðun að segja NEI við Icesave á laugardaginn. En ástæðan er ekki sú að ég telji að grunnur hins íslenska samfélags muni breytast mánudaginn 11. apríl hvort sem þjóðin segir NEI eða JÁ. Við höldum áfram að hafa gjaldeyrishöft sem eru að sliga alla atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í landinu, við verðum áfram með ónýta krónu, áfram verður óhagkvæmt og óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta að koma til landsins, áfram verðum við með ósanngjarna og óskiljanlega verðtryggingu og áfram verða skuldavandamál fyrirtækja og fjölskyldna óleyst. En það hefur ekkert með Icesave að gera, Icesave mun ekki hafa nein áhrif á þessi atriði, ólíkt því sem núverandi stjórnvöld reyna að telja okkur trú um. Allt þetta skrifast á lélega stjórnun landsins og hefur ekkert að gera með einn lítinn og í rauninni ómerkilegan samning, svona í alþjóðlegu samhengi. En þessi samningur mun verða merkilegur, í hinu stærra samhengi, ef við segjum NEI og það er ástæðan fyrir því að ég vil hafna þessum samningi. Þessi samningur er og verður aðeins merkilegur ef við segjum NEI, ástæðan er sú að með því erum við að hafna núverandi uppbyggingu fjármálakerfsins og einkennilegum tryggingum opinberrar stjórnsýslu á því. Með því að segja NEI, segjum við NEI við því að fjármagnseigendur hafi óhefta og skýlausa tryggingu fyrir fé sínu og ávöxtun á því. Með því að segja NEI, neitum við sem almenningur og skuldarar að við berum alla ábyrgð þegar hlutirnir fara ekki eins og á að fara. Með því að segja NEI gerum við byltingu gegn ósanngjörnu og óskilvirku fjármálakerfi. Með því að segja NEI neita ég því að verða þræll í kerfi sem hyglir þeim sem eru auðugir og refsar þeim sem fæðast ekki með silfurskeið í munni. Með því að segja NEI segi ég NEI við núverandi kerfi og styð nýja byltingu sem gerir vonandi það að verkum að önnur eins græðgi og siðleysa sem tröllreið öllu hér á árunum 2004-2008 fái ekki að koma hingað aftur. Ég segi NEI því ég vil ekki að hlutirnir verði eins og þeir voru á þessum árum, ég vil að við höfum það betra og hættum að horfa á lífið sem gott ef við eigum nógu stóra bíla og stór hús. Lífið er yndislegt, þegar allir eru hamingjusamir og með því að segja NEI tel ég mig frekar vera að tryggja framtíð og hamingju þeirra sem ætla að byggja þetta land á komandi árum. Stefanía Sigurðardóttir, móðir og skuldari.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun