Bréf til Alþingis Salvör Nordal skrifar 30. mars 2011 09:15 Afgreiðsla og málatilbúnaður um skipun stjórnlagaráðs hefur valdið verulegum vonbrigðum. Eins og ályktunin er úr garði gerð er umboð þeirra sem setjast í ráðið veikt svo ekki sé meira sagt. Skipaður er 25 manna hópur með vísan í kosningar sem Hæstiréttur hefur ógilt en þeim ekki veitt umboðið persónulega eins og vera ber þegar Alþingi skipar í nefndir og ráð. Einnig var í undirbúningi málsins gengið gegn ráðgjöf helstu sérfræðinga sem mæltu gegn því að þessi leið væri farin og hafa sumir þeirra nefnt mögulega sniðgöngu við Hæstarétt máli sínu til stuðnings. Þegar kom að afgreiðslu málsins var enda ekki mikil sátt um tillöguna þar sem einungis 30 þingmenn greiddu henni atkvæði og óeining var um hana í þremur stjórnmálaflokkum. Þá sátu bæði forseti Alþingis hjá við atkvæðagreiðsluna og tveir ráðherrar, þar á meðal innanríkisráðherra, yfirmaður dómsmála í landinu. Þessi veiki grunnur sem lagður var við afgreiðslu málsins getur ekki talist gott veganesti fyrir þá sem setjast í stjórnlagaráð sem ætlað er að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, grundvallarlög landsins. Af öllu ferli málsins er ljóst að stjórnvöld hafa ekki dregið rétta lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis sem lagði áherslu á mikilvægi vandaðs undirbúnings og vinnubragða í hverju máli og setur þá sem boðið er sæti í ráðinu í erfiða stöðu. Eftir mjög vandlega íhugun hef ég ákveðið, þrátt fyrir þá alvarlegu ágalla sem eru á málinu, að þiggja sæti í stjórnlagaráði. Ég tel jafnframt að ábyrgðin á þessu ferli sé alfarið stjórnvalda en ekki þeirra sem setjast í ráðið og með því að taka verkefnið að okkur séum við ekki með nokkrum hætti að leggja blessun okkar yfir þau vinnubrögð sem einkennt hafa forsögu málsins. Þannig er óhjákvæmilegt að þeir sem setjast í ráðið horfist í augu við veikt umboð sitt, enda eru þeir eins og allir aðrir borgarar og stofnanir þessa lands undirsettir stjórnarskrá lýðveldisins. Ég finn til þeirrar ábyrgðar sem ég ber gagnvart þeim kjósendum sem kusu mig til setu á stjórnlagaþingi og er um leið fullmeðvituð um að forsendur fyrir stjórnlagaráði og umboð þess er allt annað en lagt var upp með. Eftir stendur líka mikilvægi þess að vissir hlutar stjórnarskrárinnar séu endurskoðaðir með nýrri hugsun og aðkomu almennings, en ég vil ekki verða til þess að skapa frekari óeiningu um málið, enda ljóst að ekki verður aftur snúið með ákvörðun Alþingis. Loks tel ég að ég geti frekar komið sjónarmiðum mínum fram innan ráðsins en utan. Ég er hóflega bjartsýn á að á þeim tíma sem okkur er ætlaður til starfa verði hægt að fara vandlega yfir alla þá þætti stjórnarskrárinnar sem fjallað er um í þingsályktuninni. Í mínum huga er aðalatriðið að ráðið nái að vinna saman af heilindum og ábyrgð; að þar eigi sér stað uppbyggileg rökræða um helstu álitaefni stjórnarskrárinnar og þar með varðveitist möguleiki almennings á að koma að endurskoðun hennar sem almennt samkomulag er um að sé orðin brýn. Vald okkar er takmarkað og því meira ríður á afli þeirra hugmynda sem við reynumst fær um að móta svo til gagns komi fyrir land og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Afgreiðsla og málatilbúnaður um skipun stjórnlagaráðs hefur valdið verulegum vonbrigðum. Eins og ályktunin er úr garði gerð er umboð þeirra sem setjast í ráðið veikt svo ekki sé meira sagt. Skipaður er 25 manna hópur með vísan í kosningar sem Hæstiréttur hefur ógilt en þeim ekki veitt umboðið persónulega eins og vera ber þegar Alþingi skipar í nefndir og ráð. Einnig var í undirbúningi málsins gengið gegn ráðgjöf helstu sérfræðinga sem mæltu gegn því að þessi leið væri farin og hafa sumir þeirra nefnt mögulega sniðgöngu við Hæstarétt máli sínu til stuðnings. Þegar kom að afgreiðslu málsins var enda ekki mikil sátt um tillöguna þar sem einungis 30 þingmenn greiddu henni atkvæði og óeining var um hana í þremur stjórnmálaflokkum. Þá sátu bæði forseti Alþingis hjá við atkvæðagreiðsluna og tveir ráðherrar, þar á meðal innanríkisráðherra, yfirmaður dómsmála í landinu. Þessi veiki grunnur sem lagður var við afgreiðslu málsins getur ekki talist gott veganesti fyrir þá sem setjast í stjórnlagaráð sem ætlað er að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, grundvallarlög landsins. Af öllu ferli málsins er ljóst að stjórnvöld hafa ekki dregið rétta lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis sem lagði áherslu á mikilvægi vandaðs undirbúnings og vinnubragða í hverju máli og setur þá sem boðið er sæti í ráðinu í erfiða stöðu. Eftir mjög vandlega íhugun hef ég ákveðið, þrátt fyrir þá alvarlegu ágalla sem eru á málinu, að þiggja sæti í stjórnlagaráði. Ég tel jafnframt að ábyrgðin á þessu ferli sé alfarið stjórnvalda en ekki þeirra sem setjast í ráðið og með því að taka verkefnið að okkur séum við ekki með nokkrum hætti að leggja blessun okkar yfir þau vinnubrögð sem einkennt hafa forsögu málsins. Þannig er óhjákvæmilegt að þeir sem setjast í ráðið horfist í augu við veikt umboð sitt, enda eru þeir eins og allir aðrir borgarar og stofnanir þessa lands undirsettir stjórnarskrá lýðveldisins. Ég finn til þeirrar ábyrgðar sem ég ber gagnvart þeim kjósendum sem kusu mig til setu á stjórnlagaþingi og er um leið fullmeðvituð um að forsendur fyrir stjórnlagaráði og umboð þess er allt annað en lagt var upp með. Eftir stendur líka mikilvægi þess að vissir hlutar stjórnarskrárinnar séu endurskoðaðir með nýrri hugsun og aðkomu almennings, en ég vil ekki verða til þess að skapa frekari óeiningu um málið, enda ljóst að ekki verður aftur snúið með ákvörðun Alþingis. Loks tel ég að ég geti frekar komið sjónarmiðum mínum fram innan ráðsins en utan. Ég er hóflega bjartsýn á að á þeim tíma sem okkur er ætlaður til starfa verði hægt að fara vandlega yfir alla þá þætti stjórnarskrárinnar sem fjallað er um í þingsályktuninni. Í mínum huga er aðalatriðið að ráðið nái að vinna saman af heilindum og ábyrgð; að þar eigi sér stað uppbyggileg rökræða um helstu álitaefni stjórnarskrárinnar og þar með varðveitist möguleiki almennings á að koma að endurskoðun hennar sem almennt samkomulag er um að sé orðin brýn. Vald okkar er takmarkað og því meira ríður á afli þeirra hugmynda sem við reynumst fær um að móta svo til gagns komi fyrir land og þjóð.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun