Bréf til Alþingis Salvör Nordal skrifar 30. mars 2011 09:15 Afgreiðsla og málatilbúnaður um skipun stjórnlagaráðs hefur valdið verulegum vonbrigðum. Eins og ályktunin er úr garði gerð er umboð þeirra sem setjast í ráðið veikt svo ekki sé meira sagt. Skipaður er 25 manna hópur með vísan í kosningar sem Hæstiréttur hefur ógilt en þeim ekki veitt umboðið persónulega eins og vera ber þegar Alþingi skipar í nefndir og ráð. Einnig var í undirbúningi málsins gengið gegn ráðgjöf helstu sérfræðinga sem mæltu gegn því að þessi leið væri farin og hafa sumir þeirra nefnt mögulega sniðgöngu við Hæstarétt máli sínu til stuðnings. Þegar kom að afgreiðslu málsins var enda ekki mikil sátt um tillöguna þar sem einungis 30 þingmenn greiddu henni atkvæði og óeining var um hana í þremur stjórnmálaflokkum. Þá sátu bæði forseti Alþingis hjá við atkvæðagreiðsluna og tveir ráðherrar, þar á meðal innanríkisráðherra, yfirmaður dómsmála í landinu. Þessi veiki grunnur sem lagður var við afgreiðslu málsins getur ekki talist gott veganesti fyrir þá sem setjast í stjórnlagaráð sem ætlað er að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, grundvallarlög landsins. Af öllu ferli málsins er ljóst að stjórnvöld hafa ekki dregið rétta lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis sem lagði áherslu á mikilvægi vandaðs undirbúnings og vinnubragða í hverju máli og setur þá sem boðið er sæti í ráðinu í erfiða stöðu. Eftir mjög vandlega íhugun hef ég ákveðið, þrátt fyrir þá alvarlegu ágalla sem eru á málinu, að þiggja sæti í stjórnlagaráði. Ég tel jafnframt að ábyrgðin á þessu ferli sé alfarið stjórnvalda en ekki þeirra sem setjast í ráðið og með því að taka verkefnið að okkur séum við ekki með nokkrum hætti að leggja blessun okkar yfir þau vinnubrögð sem einkennt hafa forsögu málsins. Þannig er óhjákvæmilegt að þeir sem setjast í ráðið horfist í augu við veikt umboð sitt, enda eru þeir eins og allir aðrir borgarar og stofnanir þessa lands undirsettir stjórnarskrá lýðveldisins. Ég finn til þeirrar ábyrgðar sem ég ber gagnvart þeim kjósendum sem kusu mig til setu á stjórnlagaþingi og er um leið fullmeðvituð um að forsendur fyrir stjórnlagaráði og umboð þess er allt annað en lagt var upp með. Eftir stendur líka mikilvægi þess að vissir hlutar stjórnarskrárinnar séu endurskoðaðir með nýrri hugsun og aðkomu almennings, en ég vil ekki verða til þess að skapa frekari óeiningu um málið, enda ljóst að ekki verður aftur snúið með ákvörðun Alþingis. Loks tel ég að ég geti frekar komið sjónarmiðum mínum fram innan ráðsins en utan. Ég er hóflega bjartsýn á að á þeim tíma sem okkur er ætlaður til starfa verði hægt að fara vandlega yfir alla þá þætti stjórnarskrárinnar sem fjallað er um í þingsályktuninni. Í mínum huga er aðalatriðið að ráðið nái að vinna saman af heilindum og ábyrgð; að þar eigi sér stað uppbyggileg rökræða um helstu álitaefni stjórnarskrárinnar og þar með varðveitist möguleiki almennings á að koma að endurskoðun hennar sem almennt samkomulag er um að sé orðin brýn. Vald okkar er takmarkað og því meira ríður á afli þeirra hugmynda sem við reynumst fær um að móta svo til gagns komi fyrir land og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Afgreiðsla og málatilbúnaður um skipun stjórnlagaráðs hefur valdið verulegum vonbrigðum. Eins og ályktunin er úr garði gerð er umboð þeirra sem setjast í ráðið veikt svo ekki sé meira sagt. Skipaður er 25 manna hópur með vísan í kosningar sem Hæstiréttur hefur ógilt en þeim ekki veitt umboðið persónulega eins og vera ber þegar Alþingi skipar í nefndir og ráð. Einnig var í undirbúningi málsins gengið gegn ráðgjöf helstu sérfræðinga sem mæltu gegn því að þessi leið væri farin og hafa sumir þeirra nefnt mögulega sniðgöngu við Hæstarétt máli sínu til stuðnings. Þegar kom að afgreiðslu málsins var enda ekki mikil sátt um tillöguna þar sem einungis 30 þingmenn greiddu henni atkvæði og óeining var um hana í þremur stjórnmálaflokkum. Þá sátu bæði forseti Alþingis hjá við atkvæðagreiðsluna og tveir ráðherrar, þar á meðal innanríkisráðherra, yfirmaður dómsmála í landinu. Þessi veiki grunnur sem lagður var við afgreiðslu málsins getur ekki talist gott veganesti fyrir þá sem setjast í stjórnlagaráð sem ætlað er að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, grundvallarlög landsins. Af öllu ferli málsins er ljóst að stjórnvöld hafa ekki dregið rétta lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis sem lagði áherslu á mikilvægi vandaðs undirbúnings og vinnubragða í hverju máli og setur þá sem boðið er sæti í ráðinu í erfiða stöðu. Eftir mjög vandlega íhugun hef ég ákveðið, þrátt fyrir þá alvarlegu ágalla sem eru á málinu, að þiggja sæti í stjórnlagaráði. Ég tel jafnframt að ábyrgðin á þessu ferli sé alfarið stjórnvalda en ekki þeirra sem setjast í ráðið og með því að taka verkefnið að okkur séum við ekki með nokkrum hætti að leggja blessun okkar yfir þau vinnubrögð sem einkennt hafa forsögu málsins. Þannig er óhjákvæmilegt að þeir sem setjast í ráðið horfist í augu við veikt umboð sitt, enda eru þeir eins og allir aðrir borgarar og stofnanir þessa lands undirsettir stjórnarskrá lýðveldisins. Ég finn til þeirrar ábyrgðar sem ég ber gagnvart þeim kjósendum sem kusu mig til setu á stjórnlagaþingi og er um leið fullmeðvituð um að forsendur fyrir stjórnlagaráði og umboð þess er allt annað en lagt var upp með. Eftir stendur líka mikilvægi þess að vissir hlutar stjórnarskrárinnar séu endurskoðaðir með nýrri hugsun og aðkomu almennings, en ég vil ekki verða til þess að skapa frekari óeiningu um málið, enda ljóst að ekki verður aftur snúið með ákvörðun Alþingis. Loks tel ég að ég geti frekar komið sjónarmiðum mínum fram innan ráðsins en utan. Ég er hóflega bjartsýn á að á þeim tíma sem okkur er ætlaður til starfa verði hægt að fara vandlega yfir alla þá þætti stjórnarskrárinnar sem fjallað er um í þingsályktuninni. Í mínum huga er aðalatriðið að ráðið nái að vinna saman af heilindum og ábyrgð; að þar eigi sér stað uppbyggileg rökræða um helstu álitaefni stjórnarskrárinnar og þar með varðveitist möguleiki almennings á að koma að endurskoðun hennar sem almennt samkomulag er um að sé orðin brýn. Vald okkar er takmarkað og því meira ríður á afli þeirra hugmynda sem við reynumst fær um að móta svo til gagns komi fyrir land og þjóð.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun