Vaðlaheiðarvegavinna Mörður Árnason skrifar 31. mars 2011 06:00 Það er ekkert skrýtið að gera góðlátlegt grín þegar þingmaður spyr ráðherra um það á Alþingi hvað gerist eftir mörg ár í Vaðlaheiðargöngum þegar eftir mörg ár verður ófært um Víkurskarð – og grínið um þessa fyrirspurn mína hér í blaðinu í gær var hreint ágætt. Samt er spurningin góð. Miklar efasemdir eru uppi um að Vaðlaheiðargöngin standi undir sér, og margir – fremst í flokki FÍB – halda að þegar til stykkisins kemur verði sótt í almannasjóði það sem út af stendur í þessu reikningsdæmi. Svo sem í ljósi fréttanna af fjárhagslegri niðurstöðu Héðinsfjarðarframkvæmda. Forsvarsmenn gangagerðarinnar vísa þessu á bug. Þetta sé einkaframkvæmd á viðskiptaforsendum. Engin einokun af því fólk getur alltaf farið hina leiðina – um Víkurskarð – en viðskiptavinirnir sjái til þess að göngin standi undir sér: Ef umferð samkvæmt áætlun dugir ekki – þá bara rukkum við bara einn áratug í viðbót. Grundvöllur þessarar röksemdafærslu er sá að um raunverulegt einkamál sé að ræða – að ökumenn hafi sífellt val um að borga göngin eða fara skarðið ókeypis (les: fyrir venjulegt skattfé) – nema þá þennan hálfa annan dag á vetri sem nú er að jafnaði ófært um Víkurskarð. Það er Vegagerðin sem sér um að halda opnum erfiðum vegum, og tekur hverju sinni ákvörðun um þær framkvæmdir, meðal annars um mokstur í Víkurskarði. Það er líka Vegagerðin sem fyrir hönd ríkisins er ráðandi hluthafi í Vaðlaheiðargöngum hf. Vegagerðin verður þess vegna fyrir hönd ríkisins í þeirri sérkennilegu stöðu í vondum veðrum að taka ákvörðun um að borga mokstur til að standa í samkeppni við sjálfa sig. Þess vegna er spurt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er ekkert skrýtið að gera góðlátlegt grín þegar þingmaður spyr ráðherra um það á Alþingi hvað gerist eftir mörg ár í Vaðlaheiðargöngum þegar eftir mörg ár verður ófært um Víkurskarð – og grínið um þessa fyrirspurn mína hér í blaðinu í gær var hreint ágætt. Samt er spurningin góð. Miklar efasemdir eru uppi um að Vaðlaheiðargöngin standi undir sér, og margir – fremst í flokki FÍB – halda að þegar til stykkisins kemur verði sótt í almannasjóði það sem út af stendur í þessu reikningsdæmi. Svo sem í ljósi fréttanna af fjárhagslegri niðurstöðu Héðinsfjarðarframkvæmda. Forsvarsmenn gangagerðarinnar vísa þessu á bug. Þetta sé einkaframkvæmd á viðskiptaforsendum. Engin einokun af því fólk getur alltaf farið hina leiðina – um Víkurskarð – en viðskiptavinirnir sjái til þess að göngin standi undir sér: Ef umferð samkvæmt áætlun dugir ekki – þá bara rukkum við bara einn áratug í viðbót. Grundvöllur þessarar röksemdafærslu er sá að um raunverulegt einkamál sé að ræða – að ökumenn hafi sífellt val um að borga göngin eða fara skarðið ókeypis (les: fyrir venjulegt skattfé) – nema þá þennan hálfa annan dag á vetri sem nú er að jafnaði ófært um Víkurskarð. Það er Vegagerðin sem sér um að halda opnum erfiðum vegum, og tekur hverju sinni ákvörðun um þær framkvæmdir, meðal annars um mokstur í Víkurskarði. Það er líka Vegagerðin sem fyrir hönd ríkisins er ráðandi hluthafi í Vaðlaheiðargöngum hf. Vegagerðin verður þess vegna fyrir hönd ríkisins í þeirri sérkennilegu stöðu í vondum veðrum að taka ákvörðun um að borga mokstur til að standa í samkeppni við sjálfa sig. Þess vegna er spurt.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun