Logi: Viljum fylla húsið af FH-ingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2011 13:30 Logi Geirsson fagnar sigri í leik gegn Haukum í haust. Logi Geirsson, leikmaður FH, segir að það ríki mikil og góð stemning í Hafnarfirði fyrir leik FH og Hauka í Kaplakrika í kvöld. Logi á við meiðsli að stríða og spilar því ekki í kvöld. Hann hefur því einbeitt kröftum sínum í að skapa leiknum í kvöld öfluga umgjörð. Kaplakriki tekur þrjú þúsund áhorfendur og segir Logi að stefnt sé að því að fá FH-inga til að fylla húsið. „Við ætlum að sjá hvort að það séu ekki nógu mikið af FH-ingum í Hafnarfirði til að fylla báðar stúkurnar í húsinu,“ sagði Logi í samtali við Vísi. „Það er heilmikil dagskrá í kringum leikinn og ætlum við að mæta snemma. Ef Haukarnir koma of seint verður einfaldlega ekki pláss fyrir þá,“ sagði hann sposkur. „FH er komið í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan 2003 og það er allt að verða vitlaust í bænum. Það sýður á mönnum. Ég vona að FH-ingum takist að fylla Kaplakrika í fyrsta sinn. Það verður gaman að sjá hvort að það takist.“ FH varð í fimmta sæti deildarinnar í fyrra og rétt missti því af sæti í úrslitakeppninni. FH-ingar unnu sinn leik í lokaumferðinni en þar sem að Akureyri vann Hauka á sama tíma skutust þeir upp fyrir FH og komust þannig í úrslitakeppnina. „Þetta gleymist seint, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi en FH-ingar standa nú vel að vígi í deildinni. Þeir eru í öðru sæti deildarinnar en Haukar eiga í mikilli baráttu við HK um fjórða sætið og það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. „Við ætlum að vinna þennan leik í dag enda stefnum við að því að vinna alla leiki sem eftir eru,“ sagði Logi. „Það vita allir hvert FH er að stefna núna og hver okkar markmið eru.“ Það hefur einnig verið mikil togstreita á milli liðanna í aðdraganda leiksins en í síðustu viku var fáni FH tekinn niður á Kaplakrika. „Við erum ekki að kenna Haukum um það en það eru ýmsar getgátur á lofti. Kannski er verið að svara fyrir sig,“ sagði Logi og vísaði til þess þegar að merki Hauka á íþróttahúsinu á Ásvöllum brotnaði í fyrra eftir að leikmaður FH sló í það. „Það hefur verið mikill hiti í liðunum og stuðningsmönnum þeirra og ég lofa rosalegri stemningu á vellinum í kvöld.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Logi Geirsson, leikmaður FH, segir að það ríki mikil og góð stemning í Hafnarfirði fyrir leik FH og Hauka í Kaplakrika í kvöld. Logi á við meiðsli að stríða og spilar því ekki í kvöld. Hann hefur því einbeitt kröftum sínum í að skapa leiknum í kvöld öfluga umgjörð. Kaplakriki tekur þrjú þúsund áhorfendur og segir Logi að stefnt sé að því að fá FH-inga til að fylla húsið. „Við ætlum að sjá hvort að það séu ekki nógu mikið af FH-ingum í Hafnarfirði til að fylla báðar stúkurnar í húsinu,“ sagði Logi í samtali við Vísi. „Það er heilmikil dagskrá í kringum leikinn og ætlum við að mæta snemma. Ef Haukarnir koma of seint verður einfaldlega ekki pláss fyrir þá,“ sagði hann sposkur. „FH er komið í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan 2003 og það er allt að verða vitlaust í bænum. Það sýður á mönnum. Ég vona að FH-ingum takist að fylla Kaplakrika í fyrsta sinn. Það verður gaman að sjá hvort að það takist.“ FH varð í fimmta sæti deildarinnar í fyrra og rétt missti því af sæti í úrslitakeppninni. FH-ingar unnu sinn leik í lokaumferðinni en þar sem að Akureyri vann Hauka á sama tíma skutust þeir upp fyrir FH og komust þannig í úrslitakeppnina. „Þetta gleymist seint, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi en FH-ingar standa nú vel að vígi í deildinni. Þeir eru í öðru sæti deildarinnar en Haukar eiga í mikilli baráttu við HK um fjórða sætið og það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. „Við ætlum að vinna þennan leik í dag enda stefnum við að því að vinna alla leiki sem eftir eru,“ sagði Logi. „Það vita allir hvert FH er að stefna núna og hver okkar markmið eru.“ Það hefur einnig verið mikil togstreita á milli liðanna í aðdraganda leiksins en í síðustu viku var fáni FH tekinn niður á Kaplakrika. „Við erum ekki að kenna Haukum um það en það eru ýmsar getgátur á lofti. Kannski er verið að svara fyrir sig,“ sagði Logi og vísaði til þess þegar að merki Hauka á íþróttahúsinu á Ásvöllum brotnaði í fyrra eftir að leikmaður FH sló í það. „Það hefur verið mikill hiti í liðunum og stuðningsmönnum þeirra og ég lofa rosalegri stemningu á vellinum í kvöld.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira