Íslenski boltinn

Meistaraleikur KSÍ fer fram 16. apríl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson, FH, og Jökull Elísabetarson, Breiðabliki, í leik liðanna í fyrra.
Björn Daníel Sverrisson, FH, og Jökull Elísabetarson, Breiðabliki, í leik liðanna í fyrra.
Hin árlegi leikur Íslandsmeistara og bikarmeistara síðasta tímabils í Meistarakeppni KSÍ fer fram í Kórnum þann 16. apríl næstkomandi.

Þarna munu eigast við Íslandsmeistarar Breiðabliks og bikarmeistarar FH en þessi sömu lið mættust einmitt einnig í fyrra. Þá voru Blikar bikarmeistarar en FH-ingar Íslandsmeistarar.

Viktor Örn Guðmundsson tryggði FH 1-0 sigur í leiknum en hann var svo lánaður til Víkings þar sem hann skoraði ellefu mörk í nítján leikjum með félaginu sem leikur sem nýliði í Pepsi-deildinni í ar.

Leikurinn hefst klukkan 18.15 en keppni í Pepsi-deildinni hefst þann 1. maí þegar að Breiðablik mætir KR á Kópavogsvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×