Möguleikarnir í N1-deild karla fyrir næstsíðustu umferðina í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2011 15:00 HK og Haukar eru að berjast um fjórða sæti deildarinnar en Valsmenn geta reyndar enn blandað sér í þá baráttu. Næstsíðasta umferð N1-deildar karla fer fram í kvöld en mikil spenna ríkir um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Fjögur efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina en Akureyri og FH eru þegar örugg með sæti í úrslitakeppninni. Akureyri er deildarmeistari en FH, sem var spáð titlinum í haust, er í öðru sæti. Fram er í vænlegri stöðu í þriðja sætinu með 23 stig og getur liðið gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á HK á heimavelli í kvöld. Það skal reyndar tekið fram að Framarar eiga enn möguleika á að ná öðru sætinu af FH-ingum eins og staðan í deildinni er nú.Mikilvægur Hafnafjarðarslagur HK-ingar eiga í harðri keppni við Hauka um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni en bæði lið eru með 20 stig. HK hefur þó betur í innbyrðisviðureignum liðanna og því öruggt með fjórða sætið ef þessi tvö lið verða jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Haukar eiga útileik gegn FH í miklum Hafnarfjarðarslag þar sem spilað er um bæjarstoltið. FH getur gert Haukum mikinn grikk með því að vinna leiki liðanna í kvöld og eru FH-ingar sjálfsagt minnugir lokaumferðinnar í deildinni í fyrra. Þá vann FH sinn leik en þurfti að treysta á að grannar sínir í Haukum, sem voru þegar búnir að tryggja sér deildarmeistartitilinn, myndu vinna sinn leik gegn Akureyri. Haukar töpuðu hins vegar og Akureyri komst í úrslitakeppnina á kostnað FH.Valur á enn möguleika Það má þó ekki gleyma því að Valsmenn eiga enn möguleika á að setja strik í reikninginn í baráttu Hauka og HK í ár. Valur er með sextán stig, fjórum stigum á eftir hinum félögunum þegar fjögur stig eru eftir í pottinum. Valur á því enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni en liðið mætir botnliði Selfoss í kvöld. Sigri Valur í kvöld getur liðið náð Haukum að stigum með sigri í leik liðanna í lokaumferðinni - það er að segja ef Haukar tapa í kvöld. HK þyrfti þá að tapa báðum sínum leikjum sem liðið á eftir, gegn Fram í kvöld og svo FH í lokaumferðinni í næstu viku. Fari svo, verða öll þrjú liðin jöfn í 4.-6. sæti deildarinnar með 20 stig hvert.Þriggja liða mót Ef svo fer mun Valur fara í úrslitakeppnina þar sem að liðið er með bestan árangur þessara þriggja liða í innbyrðisviðureignum þeirra. Að því gefnu að Valur vinni Hauka í lokaumferðinni hefur hvert lið unnið þrjá leiki hvert en Valsmenn yrðu þá með besta markahlutfallið, eins og má lesa nánar um hér neðst í greininni.Fallbarátta nýliðanna Nýliðar Aftureldingar og Selfoss eru með átta stig í neðstu sætum deildarinnar. Liðið sem verður neðst fellur beint í 1. deildina en næstneðsta liðið í N1-deild karla tekur þátt í umspili um sæti í efstu deild ásamt liðunum sem verða í 2., 3. og 4. sæti 1. deildarinnar. Afturelding hefur unnið báðar innbyrðisviðureignir liðanna í vetur og stendur því betur af vígi ef liðin verða jöfn að stigum eftir að deildarkeppninni lýkur. Þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni í næstu viku og ef bæði lið verða enn jöfn að stigum þá dugir Afturelding jafntefli í þeim leik til að tryggja sér sjöunda sætið.Staðan í deildinni: 1. Akureyri 31 stig 2. FH 26 3. Fram 23 4. HK 20 --- 5. Haukar 20 6. Valur 16 --- 7. Afturelding 8 --- 8. Selfoss 8Leikir kvöldsins (kl. 19.30): Fram - HK FH - Haukar Valur - Selfoss Akureyri - AftureldingLokaumferðin (7. apríl kl. 19.30): Akureyri - Fram HK - FH Haukar - Valur Afturelding - SelfossÞriggja liða mót: HK - Haukar 36-34 Haukar - HK 22-23 Haukar - HK 29-28 Valur - HK 28-33 HK - Valur 22-32 HK - Valur 28-32 Valur - Haukar 26-30 Haukar - Valur 23-22 Haukar - Valur ??-?? (Forsendur útreikninganna eru að Valur vinni þennan leik)Staðan: 1. Valur 6 stig (minnst +5 í markatölu) 2. Haukar 6 stig (mest +2 í markatölu) 3. HK 6 stig (-7 í markatölu) Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Sjá meira
Næstsíðasta umferð N1-deildar karla fer fram í kvöld en mikil spenna ríkir um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Fjögur efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina en Akureyri og FH eru þegar örugg með sæti í úrslitakeppninni. Akureyri er deildarmeistari en FH, sem var spáð titlinum í haust, er í öðru sæti. Fram er í vænlegri stöðu í þriðja sætinu með 23 stig og getur liðið gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á HK á heimavelli í kvöld. Það skal reyndar tekið fram að Framarar eiga enn möguleika á að ná öðru sætinu af FH-ingum eins og staðan í deildinni er nú.Mikilvægur Hafnafjarðarslagur HK-ingar eiga í harðri keppni við Hauka um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni en bæði lið eru með 20 stig. HK hefur þó betur í innbyrðisviðureignum liðanna og því öruggt með fjórða sætið ef þessi tvö lið verða jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Haukar eiga útileik gegn FH í miklum Hafnarfjarðarslag þar sem spilað er um bæjarstoltið. FH getur gert Haukum mikinn grikk með því að vinna leiki liðanna í kvöld og eru FH-ingar sjálfsagt minnugir lokaumferðinnar í deildinni í fyrra. Þá vann FH sinn leik en þurfti að treysta á að grannar sínir í Haukum, sem voru þegar búnir að tryggja sér deildarmeistartitilinn, myndu vinna sinn leik gegn Akureyri. Haukar töpuðu hins vegar og Akureyri komst í úrslitakeppnina á kostnað FH.Valur á enn möguleika Það má þó ekki gleyma því að Valsmenn eiga enn möguleika á að setja strik í reikninginn í baráttu Hauka og HK í ár. Valur er með sextán stig, fjórum stigum á eftir hinum félögunum þegar fjögur stig eru eftir í pottinum. Valur á því enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni en liðið mætir botnliði Selfoss í kvöld. Sigri Valur í kvöld getur liðið náð Haukum að stigum með sigri í leik liðanna í lokaumferðinni - það er að segja ef Haukar tapa í kvöld. HK þyrfti þá að tapa báðum sínum leikjum sem liðið á eftir, gegn Fram í kvöld og svo FH í lokaumferðinni í næstu viku. Fari svo, verða öll þrjú liðin jöfn í 4.-6. sæti deildarinnar með 20 stig hvert.Þriggja liða mót Ef svo fer mun Valur fara í úrslitakeppnina þar sem að liðið er með bestan árangur þessara þriggja liða í innbyrðisviðureignum þeirra. Að því gefnu að Valur vinni Hauka í lokaumferðinni hefur hvert lið unnið þrjá leiki hvert en Valsmenn yrðu þá með besta markahlutfallið, eins og má lesa nánar um hér neðst í greininni.Fallbarátta nýliðanna Nýliðar Aftureldingar og Selfoss eru með átta stig í neðstu sætum deildarinnar. Liðið sem verður neðst fellur beint í 1. deildina en næstneðsta liðið í N1-deild karla tekur þátt í umspili um sæti í efstu deild ásamt liðunum sem verða í 2., 3. og 4. sæti 1. deildarinnar. Afturelding hefur unnið báðar innbyrðisviðureignir liðanna í vetur og stendur því betur af vígi ef liðin verða jöfn að stigum eftir að deildarkeppninni lýkur. Þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni í næstu viku og ef bæði lið verða enn jöfn að stigum þá dugir Afturelding jafntefli í þeim leik til að tryggja sér sjöunda sætið.Staðan í deildinni: 1. Akureyri 31 stig 2. FH 26 3. Fram 23 4. HK 20 --- 5. Haukar 20 6. Valur 16 --- 7. Afturelding 8 --- 8. Selfoss 8Leikir kvöldsins (kl. 19.30): Fram - HK FH - Haukar Valur - Selfoss Akureyri - AftureldingLokaumferðin (7. apríl kl. 19.30): Akureyri - Fram HK - FH Haukar - Valur Afturelding - SelfossÞriggja liða mót: HK - Haukar 36-34 Haukar - HK 22-23 Haukar - HK 29-28 Valur - HK 28-33 HK - Valur 22-32 HK - Valur 28-32 Valur - Haukar 26-30 Haukar - Valur 23-22 Haukar - Valur ??-?? (Forsendur útreikninganna eru að Valur vinni þennan leik)Staðan: 1. Valur 6 stig (minnst +5 í markatölu) 2. Haukar 6 stig (mest +2 í markatölu) 3. HK 6 stig (-7 í markatölu)
Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Sjá meira