Umfjöllun: UMFA í umspil eftir sigur á meisturunum - Selfoss fallið Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 31. mars 2011 20:17 Fréttablaðið/Vilhelm Afturelding hefur bjargað sér frá beinu falli niður í 1. deild með með fræknum sigri á nýringdum deildarmeisturum Akureyrar. UMFA lagði Akureyri fyrir norðan í kvöld, 21-24, en eftir leikinn fékk Akureyri bikarinn í hendurnar. Selfoss er því fallið í 1. deildina en UMFA spilar við liðin í 2-4 sæti 1. deildar um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Fyrri hálfleikur var ekki vel leikinn. Akureyri hvíldi sterka varnarmenn á borð við Guðlaug Arnarsson og Hörð Fannar Sigþórsson og lágvaxin vörnin spilaði 3-2-1 í upphafi leiks. Markmennirnir, Sveinbjörn Pétursson og Hafþór Einarsson, voru lengi í gang. Liðin skoruðu af vild og Akureyri var skrefinu á undan. Þegar Hafþór loksins datt í gang varði hann mjög vel og kom Aftureldingu yfir. Hann má bölva sóknarleik liðsins sem var afleitur á köflum. Menn hentu boltanum útaf ítrekað, gripu ekki einfaldar sendingar og misstu boltann klaufalega úr höndunum upp úr þurru í hraðaupphlaupum. Staðan var 8-9 í 8 mínútur en Afturelding leiddi svo 11-13 í hálfleik. Halldór Logi var mjög sterkur hjá Akureyri sem leyfði ungum mönnum að spreyta sig en Hafþór bar af í liði Aftureldingar, sem hefði hæglega getað skotist lengra fram úr. Bæði lið héldu áfram að gera mistök í seinni hálfleiknum. Afturelding gerði þó vel í að halda forskoti sínu, það var 2-3 mörk. Hafþór varði áfram vel en sóknir liðanna voru lamaðar. Um miðjan hálfleikinn skorai Akureyri þrjú mörk í röð og jafnaði leikinn í 16-16. Lítið skorað enda báðir markmenn vel vakandi. Lokamínúturnar voru spennandi en Hafþór sá til þess að Akureyri komst ekki yfir. Afturelding landaði frábærum sigri 21-24. Hafþór Einarsson klárlega maður leiksins en Bjarni Fritzson var markahæstur hjá Akureyri.Akureyri - Afturelding 21 - 24 (11-13)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/4 (17/6), Oddur Gretarsson 3/2 (9), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Daníel Einarsson 2 (4), Halldór Logi Árnason 2 (5), Heimir Örn Árnason 2 (4), Bergvin Gíslason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (32) 44%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Bergvin, Halldór, Bjarni 2)Fiskuð víti: 8 Halldór 4, Bjarni 2, Bergvin, Heimir).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Þrándur Gíslason 6 (9), Sverrir Hermannsson 6 (9), Bjarni Aron Þórðarson 3/1 (8), Reynir Árnason 3 (4), Ásgeir Jónsson 2 (2), Arnar Theódórsson 2 (3), Jóhann Jóhannsson 2 (6), Daníel Jónsson 0 (2), Hilmar Stefánsson 0 (4). Varin skot: Hafþór Einarsson 26/2 (46) 57%, Smári Guðfinnsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 2 (Þrándur 2)Fiskuð víti: 2 (Daníel, Bjarni).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jón Karl Björnsson og Valgeir Ómarsson. Ágætir, full smámunasamir á kostnað hraða leiksins. Olís-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Afturelding hefur bjargað sér frá beinu falli niður í 1. deild með með fræknum sigri á nýringdum deildarmeisturum Akureyrar. UMFA lagði Akureyri fyrir norðan í kvöld, 21-24, en eftir leikinn fékk Akureyri bikarinn í hendurnar. Selfoss er því fallið í 1. deildina en UMFA spilar við liðin í 2-4 sæti 1. deildar um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Fyrri hálfleikur var ekki vel leikinn. Akureyri hvíldi sterka varnarmenn á borð við Guðlaug Arnarsson og Hörð Fannar Sigþórsson og lágvaxin vörnin spilaði 3-2-1 í upphafi leiks. Markmennirnir, Sveinbjörn Pétursson og Hafþór Einarsson, voru lengi í gang. Liðin skoruðu af vild og Akureyri var skrefinu á undan. Þegar Hafþór loksins datt í gang varði hann mjög vel og kom Aftureldingu yfir. Hann má bölva sóknarleik liðsins sem var afleitur á köflum. Menn hentu boltanum útaf ítrekað, gripu ekki einfaldar sendingar og misstu boltann klaufalega úr höndunum upp úr þurru í hraðaupphlaupum. Staðan var 8-9 í 8 mínútur en Afturelding leiddi svo 11-13 í hálfleik. Halldór Logi var mjög sterkur hjá Akureyri sem leyfði ungum mönnum að spreyta sig en Hafþór bar af í liði Aftureldingar, sem hefði hæglega getað skotist lengra fram úr. Bæði lið héldu áfram að gera mistök í seinni hálfleiknum. Afturelding gerði þó vel í að halda forskoti sínu, það var 2-3 mörk. Hafþór varði áfram vel en sóknir liðanna voru lamaðar. Um miðjan hálfleikinn skorai Akureyri þrjú mörk í röð og jafnaði leikinn í 16-16. Lítið skorað enda báðir markmenn vel vakandi. Lokamínúturnar voru spennandi en Hafþór sá til þess að Akureyri komst ekki yfir. Afturelding landaði frábærum sigri 21-24. Hafþór Einarsson klárlega maður leiksins en Bjarni Fritzson var markahæstur hjá Akureyri.Akureyri - Afturelding 21 - 24 (11-13)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/4 (17/6), Oddur Gretarsson 3/2 (9), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Daníel Einarsson 2 (4), Halldór Logi Árnason 2 (5), Heimir Örn Árnason 2 (4), Bergvin Gíslason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (32) 44%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Bergvin, Halldór, Bjarni 2)Fiskuð víti: 8 Halldór 4, Bjarni 2, Bergvin, Heimir).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Þrándur Gíslason 6 (9), Sverrir Hermannsson 6 (9), Bjarni Aron Þórðarson 3/1 (8), Reynir Árnason 3 (4), Ásgeir Jónsson 2 (2), Arnar Theódórsson 2 (3), Jóhann Jóhannsson 2 (6), Daníel Jónsson 0 (2), Hilmar Stefánsson 0 (4). Varin skot: Hafþór Einarsson 26/2 (46) 57%, Smári Guðfinnsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 2 (Þrándur 2)Fiskuð víti: 2 (Daníel, Bjarni).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jón Karl Björnsson og Valgeir Ómarsson. Ágætir, full smámunasamir á kostnað hraða leiksins.
Olís-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira