Handbolti

Heimir: Menn eins og Uxinn mega ekki gleymast

Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar
Ungir strákar létu fyrirliðann taka mynd af sér með bikarinn í kvöld. Einu sinni tíðkaðist að fá að vera með leikmönnum á myndum...
Ungir strákar létu fyrirliðann taka mynd af sér með bikarinn í kvöld. Einu sinni tíðkaðist að fá að vera með leikmönnum á myndum... Fréttablaðið/HÞH
Fyrirliðinn Heimir Örn Árnason lék sér að því að henda bikarnum fyrir sigur í N1-deildinni á loft í kvöld. Mikil stemning var í Höllinni á Akureyri þegar bikarinn flaug á loft hjá fyrirliðanum sem sjálfur var kampakátur.

"Leikurinn var ekki góður, en auðvitað er frábært að taka á móti bikarnum. Það tók okkur þrjár mínútur að jafna okkur eftir leikinn en núna er bara gleði. Það var smá barátta í þessu í seinni hálfleik en enginn sóknarleikur," sagði Heimir en Akureyri tapaði 21-24 fyrir Aftureldingu.

"Það var margt skemmtilegt í leiknum, Þorvaldur (Þorvaldsson) kom skemmtilegur inn. En okkur er svosem nokk sama um úrslitin," sagði Heimir.

"Ég frétti að FH og HK hefðu unnið. Það verður spennandi að sjá hvað FH gerir í næsta leik, hvort þeir tapi ekki," sagði Heimir sposkur.

Hann segir að liðsheildin sé lykillinn að titlinum sem er langþráður hjá hinu unga félagi.

"Menn eins og Stefán "Uxi" Guðnason eru að gera frábæra hluti fyrir hópinn og þeir mega ekki gleymast. Hann er hundleiðinlegur sektarstjóri en hann bætir það upp með góðum fótbolta. Og handbolta. Uxinn er svakalegur," sagði Heimir og hljóp svo til að fagna með frábærum stuðningsmönnum liðsins.


Tengdar fréttir

Hafþór: Okkar úrslitakeppni er framundan

Afturelding felldi Selfoss með sigri á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Liðið keppir í fjögurra liða úrslitakeppni um laust sæti í N1-deildinni á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×