Handbolti

Birkir Ívar: Hrikalega sárt að komast ekki í úrslitakeppnina

Jón Júlíus Karlsson í Kaplakrika skrifar
Birkir Ívar Guðmundsson.
Birkir Ívar Guðmundsson. Mynd/Stefán
„Það er hrikalega sárt að komast ekki í úrslitakeppnina," sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður og annar þjálfara Hauka eftir tap liðsins gegn FH í kvöld, 24-23 í spennandi leik. Tapið þýðir að Haukar komast ekki í úrslitakeppnina í ár í N1 deildinni.

„Ef við hefðum spilað eins og við gerðum í kvöld í allan vetur þá værum við ekki í þessum vandræðum. Það er kannski reynsluleysi sem fer með tímabilið hjá okkur. Það eru margir leikmenn í okkar röðum sem eru að spila sitt fyrsta tímabil í meistaraflokk og við erum að byggja upp nýtt lið líkt og FH gerði fyrir nokkrum árum og eru að uppskera núna," sagði Birkir sem varði 15 skot í kvöld.

„Það tekur tíma að byggja upp lið og ég vona að það taki ekki langan tíma fyrir Hauka að búa til nýtt meistaralið. Við vorum óheppnir í kvöld og kannski vantaði meiri reynslu á mikilvægum augnablikum til að klára þetta með sigri."


Tengdar fréttir

Pálmar: Sá það á Dorrit að hún hélt með FH

Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson, markvörður FH, var ein af hetjum FH eftir að hann varð lokaskot leiksins í sigri FH á Haukum í kvöld, 24-23, í N1 deild karla. Pálmar var hrikalega sáttur með sigurinn sem þýðir að Haukar komast ekki í úrslitakeppnina í ár.

Umfjöllun: FH marði eins marks sigur gegn grönnunum

FH gulltryggði sér annað sætið í N1 deild karla í kvöld með að leggja granna sína í Haukum af velli í Kaplakrika í kvöld, 24-23, í æsispennandi leik. Leikurinn var í járnum allan tímann og en FH-ingar náðu að skora sigurmarkið þegar hálf mínúta er eftir af leiknum. Með ósigrinum er einnig ljóst að möguleikar Hauka á að komast í úrslitakeppnina er nú aðeins stjarnfræðilegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×