Hvers vegna samþykkja Icesave? Jón Sigurðsson skrifar 25. mars 2011 00:01 Ýmsar missagnir eru uppi um Icesave-frumvarpið. Frumvarpið gerir alls ekki ráð fyrir því að allur kostnaðurinn falli á íslenskan almenning. Samningurinn fjallar um greiðslur Innstæðutryggingasjóðs á móti Bretum og Hollendingum annars vegar. Hins vegar fjallar hann um ábyrgð á því að ljúka málinu með greiðslum úr þrotabúi Landsbankans, og með viðbót ef þrotabúið mætir ekki öllum eftirstöðvum. Miðað er við hóflegar vaxtagreiðslur, og sérstök ákvæði tryggja greiðsludreifingu og hóflega greiðslubyrði ef þrotabúið skilar minna en menn gerðu ráð fyrir. Icesave-málið er viðskiptadeila með mótstæðum hagsmunum og réttindum. Álitamálið er skyldur Íslendinga varðandi lágmarks-innstæðutryggingu, m.a. eftir setningu neyðarlaganna. Talsverð áhætta er í málinu. En hún er ekki aðeins tengd samningi. Áhættan vex um allan helming ef samningi er hafnað. Það er fráleitt að halda að Íslendingar geti hunsað dómsniðurstöðu eftir á. Og þá verður alls ekki aðeins við Breta og Hollendinga eina að eiga. Allir vita að lagaleg skylda liggur ekki fyrir í þessu máli. Málið snýst ekki um að íslenska ríkið sé sekt um eitthvað, hvað þá þjóðin. En almennt búast menn við þátttöku Íslendinga í uppgjöri og fullnustu, einkum eftir viðræður í nóvember 2008 um svonefnd Brüssel-viðmið og eftir samþykkt Alþingis í desember það ár. Eftir þann aðdraganda verður ekki talið óeðlilegt að menn vænti þátttöku okkar. Sumir virðast trúa því að með neitun losni þjóðin einfaldlega við málið. En það er sama hvort menn samþykkja eða hafna - eða sitja heima. Málið verður ekki kosið burt. Kostnaðurinn hverfur ekki þótt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði höfnun. - Og samþykkt Icesave-frumvarpsins felur hreint ekki í sér að tilhæfulausri árás Breta haustið 2008 verði þar með gleymt. Það verða trúlega ekki fyrst og fremst Bretar eða Hollendingar sem snúast við höfnun Íslendinga, ef sú verður niðurstaðan. Áhrifin verða neikvæð í utanríkisviðskiptum og lánamálum og snerta öll greiðslukjör, lánamat og fjárfestingar um eitthvert skeið. Þetta hefur ekki gerst enn nema í litlum mæli þar eð viðræðum hefur ekki verið slitið. Auðvitað gremst fólki hvernig þetta mál hefur þróast, en stolt og þykkja eiga ekki við. Þetta er alls óskylt landhelgismálinu. Viðskipta- og greiðsludeilur af svipuðu tagi sem Icesave er hafa oft orðið milli nágrannaríkja og ævinlega er farsælast að ljúka þeim með samningum. Ef þjóðin hafnar frumvarpinu seinkar endurreisn atvinnulífsins og samdráttur, atvinnuleysi og stíf gjaldeyrishöft haldast lengur en ella. Yfirgnæfandi hagsmunir almennings og atvinnulífsins standa til þess að ljúka málinu sem allra fyrst með þessum samningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Jón Sigurðsson Mest lesið Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsar missagnir eru uppi um Icesave-frumvarpið. Frumvarpið gerir alls ekki ráð fyrir því að allur kostnaðurinn falli á íslenskan almenning. Samningurinn fjallar um greiðslur Innstæðutryggingasjóðs á móti Bretum og Hollendingum annars vegar. Hins vegar fjallar hann um ábyrgð á því að ljúka málinu með greiðslum úr þrotabúi Landsbankans, og með viðbót ef þrotabúið mætir ekki öllum eftirstöðvum. Miðað er við hóflegar vaxtagreiðslur, og sérstök ákvæði tryggja greiðsludreifingu og hóflega greiðslubyrði ef þrotabúið skilar minna en menn gerðu ráð fyrir. Icesave-málið er viðskiptadeila með mótstæðum hagsmunum og réttindum. Álitamálið er skyldur Íslendinga varðandi lágmarks-innstæðutryggingu, m.a. eftir setningu neyðarlaganna. Talsverð áhætta er í málinu. En hún er ekki aðeins tengd samningi. Áhættan vex um allan helming ef samningi er hafnað. Það er fráleitt að halda að Íslendingar geti hunsað dómsniðurstöðu eftir á. Og þá verður alls ekki aðeins við Breta og Hollendinga eina að eiga. Allir vita að lagaleg skylda liggur ekki fyrir í þessu máli. Málið snýst ekki um að íslenska ríkið sé sekt um eitthvað, hvað þá þjóðin. En almennt búast menn við þátttöku Íslendinga í uppgjöri og fullnustu, einkum eftir viðræður í nóvember 2008 um svonefnd Brüssel-viðmið og eftir samþykkt Alþingis í desember það ár. Eftir þann aðdraganda verður ekki talið óeðlilegt að menn vænti þátttöku okkar. Sumir virðast trúa því að með neitun losni þjóðin einfaldlega við málið. En það er sama hvort menn samþykkja eða hafna - eða sitja heima. Málið verður ekki kosið burt. Kostnaðurinn hverfur ekki þótt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði höfnun. - Og samþykkt Icesave-frumvarpsins felur hreint ekki í sér að tilhæfulausri árás Breta haustið 2008 verði þar með gleymt. Það verða trúlega ekki fyrst og fremst Bretar eða Hollendingar sem snúast við höfnun Íslendinga, ef sú verður niðurstaðan. Áhrifin verða neikvæð í utanríkisviðskiptum og lánamálum og snerta öll greiðslukjör, lánamat og fjárfestingar um eitthvert skeið. Þetta hefur ekki gerst enn nema í litlum mæli þar eð viðræðum hefur ekki verið slitið. Auðvitað gremst fólki hvernig þetta mál hefur þróast, en stolt og þykkja eiga ekki við. Þetta er alls óskylt landhelgismálinu. Viðskipta- og greiðsludeilur af svipuðu tagi sem Icesave er hafa oft orðið milli nágrannaríkja og ævinlega er farsælast að ljúka þeim með samningum. Ef þjóðin hafnar frumvarpinu seinkar endurreisn atvinnulífsins og samdráttur, atvinnuleysi og stíf gjaldeyrishöft haldast lengur en ella. Yfirgnæfandi hagsmunir almennings og atvinnulífsins standa til þess að ljúka málinu sem allra fyrst með þessum samningi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun