Handbolti

Fram og HK unnu sigra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnús Stefánsson, leikmaður Fram.
Magnús Stefánsson, leikmaður Fram.
Spennan um síðustu sætin í úrslitakeppni N1-deildar karla verður áfram mikil eftir úrslit kvöldsins.

Fram vann góðan sigur á botnliði Selfoss, 35-31, eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik, 20-15. Fram hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum og var sigurinn í kvöld því kærkominn.

Selfyssingar bitu þó frá sér í seinni hálfleik og náðu að jafna metin, 29-29, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Framarar reyndust þó sterkari á lokasprettinum.

Þá vann HK öruggan sigur á Aftureldingu, 37-27. Haukar gerðu jafntefli á Akureyri fyrr í kvöld en þeir eru ásamt Fram og HK í mikilli baráttu um 3. og 4. sæti deildarinnar.

Fram er nú með 21 stig þriðja sætinu en Haukar og HK koma næst með 20 stig. Valsmenn eru nánast búnir að missa af lestinni í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en þeir töpuðu fyrir FH í kvöld og eru með fjórtán stig í sjötta sætinu.

Selfoss er með sjö stig á botninum og stigi á eftir Aftureldingu sem eru í næstneðsta sæti.

Fram - Selfoss 35-31 (20-15)

Mörk Fram: Jóhann G. Einarsson 7, Andri Berg Haraldsson 6, Halldór J. Sigfússon 6, Haraldur Þorvarðarson 6, Einar Rafn Eiðsson 4, Stefán B. Stefánson 4, Magnús Stefánsson 2.

Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 10, Andrius Zegelis 6, Guðjón F. Drengsson 5, Einar Héðinsson 3, Atli Kristinsson 2, Guðni Ingvarsson 2, Milna Ivancev 1, Ómar Helgason 1, Helgi Héðinsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×