Handbolti

Freyr og Tjörvi: Sanngjarnt jafntefli

Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar
Haukar vildu fá víti hérna þegar Björgvin skaut undir lok leiksins. Ekkert var dæmt og Akureyri gat tryggt sér sigur, en gerði ekki.
Haukar vildu fá víti hérna þegar Björgvin skaut undir lok leiksins. Ekkert var dæmt og Akureyri gat tryggt sér sigur, en gerði ekki. Sævar Geir
Tveir bestu menn Hauka voru nokkuð sáttir eftir jafntefli við Akureyri í kvöld. Leikurinn var spennandi en lauk með jafntefli, 29-29.

"Þetta var fínt stig en við hefðum getað klárað þennan leik. Við náðum að halda í við þá og við sýndum karakter að fá stig. Við vorum klaufar að vera ekki yfir eftir fyrri hálfleikinn. Vörnin var ekki nógu þétt og markvarslan kom því ekki inn. Þetta var bara stál í stál og niðurstaðan sanngjörn. Þetta er mikilvægt stig í baráttunni framundan," sagði Freyr Brynjarsson.

Tjörvi Þorgeirsson var á svipuðu máli. "Það er gott að fá eitt stig á Akureyri, en miðað við allt hefðum við líklega átt að vinna. Það hægði á leiknum í seinni hálfleik en niðurstaðan er líklega sanngjörn. Þetta er svakaleg barátta framundan, hvert stig er mikilvægt," sagði Tjörvi.

Enginn sem Fréttablaðið talaði við kaus að tjá sig mikið um dómara leiksins sem voru ekki góðir en allir voru sammála um að hallað hefði jafn mikið á bæði lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×