Brasilíumaðurinn Pato vinnur að því hörðum höndum að tryggja sér öruggt sæti í byrjunarliði AC Milan. Það skemmir eflaust ekkert fyrir möguleikum hans að hann sé kominn á fast með dóttur Silvio Berlusconi, eiganda félagsins.
Á miðvikudag voru birtar fyrstu myndirnar af nýja parinu en þá voru þau að kyssast. Eftir það hafa ítalskir fjölmiðlar elt parið á röndum.
Dóttir Berlusconi heitir Barbara og er 27 ára gömul. Sjálfur er Pato aðeins 21 árs.
Þrátt fyrir ungan aldur á Pato eitt misheppnað hjónaband að baki. Hann skildi við brasilíska eiginkonu sína fyrir ári síðan.
Pato slær sér upp með dóttur Berlusconi
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn