NBA: Wade og LeBron skoruðu saman 71 stig í sigri Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2011 11:00 Dwyane Wade var rosalegur í nótt. Mynd/AP Stórstjörnunar voru í stuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Dwyane Wade skoraði 39 stig í sigri Miami á Philadelphia og LeBron James var með 32 stig, Kobe Bryant var með 37 stig í sigri Los Angeles Lakers á Clippers og Derrick Rose skoraði 7 síðustu stig Chicago í sigri á Memphis. Topplið San Antonio Spurs tapaði öðrum leiknum í röð án Tim Duncan og Boston missti Chicago frá sér eftir tap fyrir Charlotte. Dwyane Wade var með svakalega tölfræðilínu í 111-99 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers og samskonar tölfræðilínu hefur aðeins Shaquille O'Neal afrekað á síðustu 25 tímabilum. Wade var með 39 stig, 11 fráköst, 8 stoðsendingar og 5 varin skot en O'Neal hafði náð 40 stig, 17 fráköstum, 8 stosðendingum og 4 vörðum skotum í mars 2001. LeBron James bætti við 32 stigum og 10 fráköstum og Chris Bosh var með 20 stig og 10 fráköstum fyrir Miami-liðið sem náði tveimur rosalegum sprettum í báðum hálfleikjum, fyrst 23-2 í öðrum leikhluta og svo 24-5 í lokaleikhlutanum sem gerði út um leikinn. Louis Williams skoraði 24 stig fyrir Philadelphia. Kobe Bryant skoraði 37 stig og Pau Gasol var með 26 stig í 112-104 sigri Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð og fjórtándi sigur liðsins í fimmtán leikjum síðan á Stjörnuleikshátíðinni. Ron Artest skoraði 15 stig og Andrew Bynum var með 11 stig og 12 fráköst. Blake Griffin náði nokkrum myndarlegum troðslum og endaði leikinn með 22 stig en Mo Williams var stigahæstur hjá Clippers með 30 stig.Mynd/APDerrick Rose skoraði 7 síðustu stig Chicago Bulls í 99-96 sigri á Memphis Grizzlies og endaði leikinn með 24 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta var ellefti sigur Bulls-liðsins í síðustu tólf leikjum. Luol Deng skoraði 23 stig fyrir Chicago en Zach Randolph var með 16 stig hjá Memphis. Nicolas Batum skoraði 21 stig og tryggði Portland Trail Blazers 98-96 sigur á toppliði San Antonio Spurs en þetta var sjötti heimasigur Portland-liðsins í röð. San Antonio var með mest tíu stiga forskot í lokaleikhlutanum og var 96-90 yfir þegar aðeins 81 sekúnda var eftir. Portland tryggði sér hinsvegar sigurinn með því að skora átta síðustu stigin, Andre Miller skoraði fyrstu fjögur en Batum átti síðan lokaorðið með tveimur vítum og sigurkörfunni um leið og leikurinn rann út. Manu Ginobili skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Spurs sem tapaði fyrir Denver í leiknum á undan en liðið er án Tim Duncan sem er meiddur.Mynd/APDante Cunningham skoraði sigurkörfuna þegar Charlotte Bobcats vann óvæntan 83-81 útisigur á Boston Celtics eftir að hafa unnið upp þrettán stiga forskot Boston í fjórða leikhluta. Charlotte vann lokaleikhlutann 30-15 og á enn ágæta möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. DJ White skoraði 17 stig fyrir Charlotte en Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Ray Allen skoraði 14 stig og Kevin Garnett var með 12 stig. Dwight Howard var með 21 stig og 14 fráköst í 95-85 sigri Orlando Magic á New Jersey Nets en þetta var fimmti sigurleikur Orlando í röð. Hedo Turkoglu var með 20 stig og 13 stoðsendingar hjá Orlando en Anthony Morrow skoraði 19 stig fyrir New Jersey og Jordan Farmar var með 15 stig og 16 stoðsendingar í fimmta tapi liðsins í síðustu sex leikjum.Mynd/APKevin Durant skoraði 23 stig og Russell Westbrook var með 19 stig, 8 stoðsendingar og 5 stolna bolta í 111-103 sigri Oklahoma City Thunder á Minnesota Timberwolves sem lék án Kevin Love en hann er meiddur. Serge Ibaka var með 12 stig og 10 fráköst hjá Oklahoma City en hjá Minnesota var Anthony Randolph með 24 stig og 15 fráköst og Michael Beasley skoraði 20 stig. Lið Denver Nuggets og New York Knicks hafa farið í sitt hvora áttina síðan að New York fékk Carmelo Anthony fá Denver og sendi til baka fullt af flottum leikmönnum. Denver vann í nótt sinn 12 sigur í 16 leikjum síðan að skiptin fóru fram á sama tíma og New York liðið tapaði sínum áttunda leik af síðustu níu. New York hefur aðeins unnið 7 af 18 leikjum sínum með Carmelo.Mynd/APChris Andersen var með 17 stig og 11 fráköst í 114-94 sigri Denver Nuggets á Washington Wizards og þeir Danilo Gallinari, Ty Lawson og Al Harrington voru allir líka með 17 stig. Jordan Crawford skoraði 19 stig fyrir Washington, JaVale McGee var með 13 stig og 13 fráköst og nýliðinn John Wall bætti við 13 stigum og 6 stoðsendingum. Brandon Jennings skoraði 37 stig í Madison Square Garden þegar Milwaukee Bucks vann 102-96 sigur á New York Knicks sem tapaði sínum fimmta leik í röð. Andrew Bogut var með 21 stig og 17 fráköst fyrir Bucks sem unnu sinn þriðja leik af síðustu fjórum og eru í baráttu við Indiana og Charlotte um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Amare Stoudemire var með 28 stig fyrir New York og Carmelo Anthony skoraði 25 stig.Mynd/APGolden State Warriors skoraði 84 stig í fyrri hálfleik í 138-100 sigri á Toronto Raptors. Monta Ellis var með 27 stig og 10 stoðsendingar, Dorell Wright skoraði 26 stig og Stephen Curry var með 23 stig og 8 stoðsendingar. DeMar DeRozan, Leandro Barbosa og Ed Davis skoruðu allir 18 stig fyrir Toronto. Carl Landry skoraði 19 stig fyrir New Orleans Hornets sem vann 106-100 sigur á Phoenix Suns og eiga Steve Nash og félagar nú litla möguleika á því að komast inn í úrslitakeppnina. Hornets lék án David West sem verður ekkert meira með á tímabilinu eftir að hafa slitið krossband. Chris Paul var með 22 stig fyrir New Orleans og Marcin Gortat og Grant Hill skoruðu báðir 18 stig fyrir Phoenix. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APIndiana Pacers-Sacramento Kings 93-110 Orlando Magic-New Jersey Nets 95-85 Boston Celtics-Charlotte Bobcats 81-83 Cleveland Cavaliers-Detroit Pistons 97-91 Miami Heat-Philadelphia 76Ers 111-99 New York Knicks-Milwaukee Bucks 96-102 Chicago Bulls-Memphis Grizzlies 99-96 Oklahoma City Thunder-Minnesota Timberwolves 111-103 Denver Nuggets-Washington Wizards 114-94 Phoenix Suns-New Orleans Hornets 100-106 Portland Trail Blazers-San Antonio Spurs 98-96 Golden State Warriors-Toronto Raptors 138-100 Los Angeles Lakers-Los Angeles Clippers 112-104 Staðan í NBA-deildinni: Smella hér Svona lítur úrslitakeppnin út núna: Smella hér NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Stórstjörnunar voru í stuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Dwyane Wade skoraði 39 stig í sigri Miami á Philadelphia og LeBron James var með 32 stig, Kobe Bryant var með 37 stig í sigri Los Angeles Lakers á Clippers og Derrick Rose skoraði 7 síðustu stig Chicago í sigri á Memphis. Topplið San Antonio Spurs tapaði öðrum leiknum í röð án Tim Duncan og Boston missti Chicago frá sér eftir tap fyrir Charlotte. Dwyane Wade var með svakalega tölfræðilínu í 111-99 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers og samskonar tölfræðilínu hefur aðeins Shaquille O'Neal afrekað á síðustu 25 tímabilum. Wade var með 39 stig, 11 fráköst, 8 stoðsendingar og 5 varin skot en O'Neal hafði náð 40 stig, 17 fráköstum, 8 stosðendingum og 4 vörðum skotum í mars 2001. LeBron James bætti við 32 stigum og 10 fráköstum og Chris Bosh var með 20 stig og 10 fráköstum fyrir Miami-liðið sem náði tveimur rosalegum sprettum í báðum hálfleikjum, fyrst 23-2 í öðrum leikhluta og svo 24-5 í lokaleikhlutanum sem gerði út um leikinn. Louis Williams skoraði 24 stig fyrir Philadelphia. Kobe Bryant skoraði 37 stig og Pau Gasol var með 26 stig í 112-104 sigri Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð og fjórtándi sigur liðsins í fimmtán leikjum síðan á Stjörnuleikshátíðinni. Ron Artest skoraði 15 stig og Andrew Bynum var með 11 stig og 12 fráköst. Blake Griffin náði nokkrum myndarlegum troðslum og endaði leikinn með 22 stig en Mo Williams var stigahæstur hjá Clippers með 30 stig.Mynd/APDerrick Rose skoraði 7 síðustu stig Chicago Bulls í 99-96 sigri á Memphis Grizzlies og endaði leikinn með 24 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta var ellefti sigur Bulls-liðsins í síðustu tólf leikjum. Luol Deng skoraði 23 stig fyrir Chicago en Zach Randolph var með 16 stig hjá Memphis. Nicolas Batum skoraði 21 stig og tryggði Portland Trail Blazers 98-96 sigur á toppliði San Antonio Spurs en þetta var sjötti heimasigur Portland-liðsins í röð. San Antonio var með mest tíu stiga forskot í lokaleikhlutanum og var 96-90 yfir þegar aðeins 81 sekúnda var eftir. Portland tryggði sér hinsvegar sigurinn með því að skora átta síðustu stigin, Andre Miller skoraði fyrstu fjögur en Batum átti síðan lokaorðið með tveimur vítum og sigurkörfunni um leið og leikurinn rann út. Manu Ginobili skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Spurs sem tapaði fyrir Denver í leiknum á undan en liðið er án Tim Duncan sem er meiddur.Mynd/APDante Cunningham skoraði sigurkörfuna þegar Charlotte Bobcats vann óvæntan 83-81 útisigur á Boston Celtics eftir að hafa unnið upp þrettán stiga forskot Boston í fjórða leikhluta. Charlotte vann lokaleikhlutann 30-15 og á enn ágæta möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. DJ White skoraði 17 stig fyrir Charlotte en Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Ray Allen skoraði 14 stig og Kevin Garnett var með 12 stig. Dwight Howard var með 21 stig og 14 fráköst í 95-85 sigri Orlando Magic á New Jersey Nets en þetta var fimmti sigurleikur Orlando í röð. Hedo Turkoglu var með 20 stig og 13 stoðsendingar hjá Orlando en Anthony Morrow skoraði 19 stig fyrir New Jersey og Jordan Farmar var með 15 stig og 16 stoðsendingar í fimmta tapi liðsins í síðustu sex leikjum.Mynd/APKevin Durant skoraði 23 stig og Russell Westbrook var með 19 stig, 8 stoðsendingar og 5 stolna bolta í 111-103 sigri Oklahoma City Thunder á Minnesota Timberwolves sem lék án Kevin Love en hann er meiddur. Serge Ibaka var með 12 stig og 10 fráköst hjá Oklahoma City en hjá Minnesota var Anthony Randolph með 24 stig og 15 fráköst og Michael Beasley skoraði 20 stig. Lið Denver Nuggets og New York Knicks hafa farið í sitt hvora áttina síðan að New York fékk Carmelo Anthony fá Denver og sendi til baka fullt af flottum leikmönnum. Denver vann í nótt sinn 12 sigur í 16 leikjum síðan að skiptin fóru fram á sama tíma og New York liðið tapaði sínum áttunda leik af síðustu níu. New York hefur aðeins unnið 7 af 18 leikjum sínum með Carmelo.Mynd/APChris Andersen var með 17 stig og 11 fráköst í 114-94 sigri Denver Nuggets á Washington Wizards og þeir Danilo Gallinari, Ty Lawson og Al Harrington voru allir líka með 17 stig. Jordan Crawford skoraði 19 stig fyrir Washington, JaVale McGee var með 13 stig og 13 fráköst og nýliðinn John Wall bætti við 13 stigum og 6 stoðsendingum. Brandon Jennings skoraði 37 stig í Madison Square Garden þegar Milwaukee Bucks vann 102-96 sigur á New York Knicks sem tapaði sínum fimmta leik í röð. Andrew Bogut var með 21 stig og 17 fráköst fyrir Bucks sem unnu sinn þriðja leik af síðustu fjórum og eru í baráttu við Indiana og Charlotte um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Amare Stoudemire var með 28 stig fyrir New York og Carmelo Anthony skoraði 25 stig.Mynd/APGolden State Warriors skoraði 84 stig í fyrri hálfleik í 138-100 sigri á Toronto Raptors. Monta Ellis var með 27 stig og 10 stoðsendingar, Dorell Wright skoraði 26 stig og Stephen Curry var með 23 stig og 8 stoðsendingar. DeMar DeRozan, Leandro Barbosa og Ed Davis skoruðu allir 18 stig fyrir Toronto. Carl Landry skoraði 19 stig fyrir New Orleans Hornets sem vann 106-100 sigur á Phoenix Suns og eiga Steve Nash og félagar nú litla möguleika á því að komast inn í úrslitakeppnina. Hornets lék án David West sem verður ekkert meira með á tímabilinu eftir að hafa slitið krossband. Chris Paul var með 22 stig fyrir New Orleans og Marcin Gortat og Grant Hill skoruðu báðir 18 stig fyrir Phoenix. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APIndiana Pacers-Sacramento Kings 93-110 Orlando Magic-New Jersey Nets 95-85 Boston Celtics-Charlotte Bobcats 81-83 Cleveland Cavaliers-Detroit Pistons 97-91 Miami Heat-Philadelphia 76Ers 111-99 New York Knicks-Milwaukee Bucks 96-102 Chicago Bulls-Memphis Grizzlies 99-96 Oklahoma City Thunder-Minnesota Timberwolves 111-103 Denver Nuggets-Washington Wizards 114-94 Phoenix Suns-New Orleans Hornets 100-106 Portland Trail Blazers-San Antonio Spurs 98-96 Golden State Warriors-Toronto Raptors 138-100 Los Angeles Lakers-Los Angeles Clippers 112-104 Staðan í NBA-deildinni: Smella hér Svona lítur úrslitakeppnin út núna: Smella hér
NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira