Handbolti

Einar Örn: Þetta var bara afhöfðun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einar Örn Jónsson í baráttunni í dag.
Einar Örn Jónsson í baráttunni í dag. Mynd/Stefán
„Þetta var bara afhöfðun með öllu," sagði Einar Örn Jónsson, leikmaður Haukar, eftir að lið hans hafði verið niðurlægt á sínum eigin heimavelli. Framarar gjörsamlega rústuðu Haukum 34-22 í 19.umferð N1-deild karla.

„Sama hvar litið er á okkar leik, það var allt í rusli. Varnarleikur okkar var hræðilegur og ekkert gekk upp hjá okkur í sókninni."

„Við gerðum í raun allt öfugt við það sem lagt var upp með fyrir leikinn og ég hef í raun enga haldbæra skýringu af hverju það gerist," sagði Einar.

„Við byrjuðum alveg skelfilega og menn ætluðu sér síðan eftir það að skora tvö mörk í hverri sókn," sagði Einar.

„Það var algjört andleysi yfir okkar leik og við vorum máttlausir í öllum okkar aðgerðum. Þessi leikur var í raun ekki nægilega góður til þess að flokkast sem léleg æfing,"sagði Einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×