Handbolti

Reynir: Fórum í naflaskoðun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einar Jónsson og Reynir Þór Reynisson í leiknum í dag.
Einar Jónsson og Reynir Þór Reynisson í leiknum í dag. Mynd/Stefán
„Þetta er allt annað Framlið en menn hafa séð að undanförnu," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Framara, eftir sigurinn í dag. Fram gjörsigraði Hauka, 34-22, í 19.umferð N1-deild karla en leikurinn fór fram á Ásvöllum.

 

„Það er allt annað yfirbragð yfir öllu liðinu núna, við erum léttari og erum að hafa miklu meira gaman að þessu. Þegar lið lenda í svona mótbyr þá reynir gríðarlega á karakterinn. Við fórum bara í algjöra naflaskoðun fyrir stuttu og fórum í gegnum leik okkar," sagði Reynir.

 

Framarar sýndu virkilega fína takta í dag og þá má sérstaklega taka fram frábæran varnarleik hjá Safamýrapiltum.

 

„Við höfum bætt varnarleik okkar gríðarlega og það er hlutur sem liðið varð að taka í gegn hjá sér að undanförnu."

 

„Að koma hingað á Ásvelli og vinna Hauka með tólf mörkum er frábær árangur og ég get í raun ekki farið fram á meira," sagði Reynir Þór að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×