En hvað með Gunnu og Jón, Guðmundur? Viktor J. Vigfússon skrifar 28. mars 2011 10:18 Guðmundur Andri Thorsson spyr í Fréttablaðinu þann 21. mars s.l. hvort einvörðungu breskir og hollenskir skattborgarar eigi að borga „skuldir óreiðumanna". Hann nefnir til leiks Heychen, tannsmið í Eindhoven og Maureen, skrifstofumær í Birmingham, bæði óviðkomandi fjármálasukkinu á Íslandi, og telur eðlilega ekki mikið réttlæti í að þau beri kostnað af Icesave málinu. En er Guðmundur ekki að gleyma Gunnu og Jóni? Hvorki Gunna, tamningamær á Dalvík og aðdáandi Arsenal, né Jón, járnsmiður í Reykjavík og aðdáandi Hollandsdrottningar, voru „mikið í skíðaskálunum og snekkjunum með íslensku bankamönnunum". Er sanngjarnt að þau og aðrir íslenskir skattborgarar taki á sig allt tjónið? Gunna og Jón eru auðvitað af sama þjóðerni og ýmsir bankamenn, embættismenn og stjórnmálamenn sem stóðu sig ekkert sérstaklega vel, sýndu afglöp í starfi eða frömdu jafnvel glæpi. Eru Jón og Gunna þar með samsek? Rétt er að halda því til haga að lífeyrissjóður Gunnu skrapp saman um þriðjung í hruninu, auk þess sem stór hluti af sparifé hennar tapaðist (örugga ávöxtunin sem bankamenn töldu henni trú um reyndist langt því frá áhættulaus). Tekjur Jóns hafa skerst töluvert, íbúðalánið hækkað upp úr öllu valdi og hann sér fram á stöðugt hækkandi skattgreiðslur til að fjármagna óráðsíu annarra. En kannski er þetta ekki næg refsing fyrir að vera Íslendingur. Verða kannski á endanum allir að einhverju leiti að axla ábyrgð og taka afleiðingum af gjörðum annarra? Verða kannski Heychen og Maureen að bíta í það súra epli að hljóta skaða af vanrækslu breskra og hollenskra eftirlitsstofnana varðandi Icesave? Verða þau kannski að bera kostnað af þeirri ákvörðun þarlendra yfirvalda að bæta Icesave innistæðueigendum umfram 20.000 evru lágmarkstrygginguna? Verður kannski Maureen að taka einhverja ábyrgð á því að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalögum á Ísland, lýsti landið gjaldþrota og juku þar með verulega á skaðann? En kannski skipta þessar vangaveltur í raun litlu máli. Það er nefnilega ein niðurstaða sem Heychen, Maureen, Gunna og Jón gætu sammælst um að væri sú sanngjarnasta af öllum. Sú niðurstaða að ekkert þeirri borgi Icesave skuldir. Hvernig fæst slík niðurstaða? Með setningu neyðarlaganna voru Icesave og aðrir innlánsreikningar færðir í forgang krafna. Íslensk stjórnvöld bættu þannig hag Icesave innistæðueigenda. Þótt gert sé mjög varfærið mat á eignum þrotabús Landsbankans þá munu Bretar og Hollendingar fá greitt sem nemur þeirri lágmarksupphæð sem átti að vera tryggð á Icesave reikningunum. Þeir munu meira að segja fá greiðslur frá þrotabúinu umfram þann vaxtakostnað sem hlaust af því að borga lágmarksupphæðina strax til innistæðueigenda sem ætluðu að ávaxta evrur sínar og pund rækilega með Icesave. Þetta gerist án aðkomu Jóns og Gunnu. Eina vandamálið fyrir Heychen og Maureen er að breskir og hollenskir pólitíkusar ákváðu einhliða að endurgreiða innistæðueigendum umfram lágmarkið. Eitthvað af því gæti lent á þeim og öðrum þarlendum skattgreiðendum – svo sem eins og nokkrar evrur á haus. Gunna og Jón geta hins vegar hafnað auknum álögum vegna Icesave, sem gætu numið nokkrum þúsundum evra á haus, með því að segja nei í kosningunum þann 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson spyr í Fréttablaðinu þann 21. mars s.l. hvort einvörðungu breskir og hollenskir skattborgarar eigi að borga „skuldir óreiðumanna". Hann nefnir til leiks Heychen, tannsmið í Eindhoven og Maureen, skrifstofumær í Birmingham, bæði óviðkomandi fjármálasukkinu á Íslandi, og telur eðlilega ekki mikið réttlæti í að þau beri kostnað af Icesave málinu. En er Guðmundur ekki að gleyma Gunnu og Jóni? Hvorki Gunna, tamningamær á Dalvík og aðdáandi Arsenal, né Jón, járnsmiður í Reykjavík og aðdáandi Hollandsdrottningar, voru „mikið í skíðaskálunum og snekkjunum með íslensku bankamönnunum". Er sanngjarnt að þau og aðrir íslenskir skattborgarar taki á sig allt tjónið? Gunna og Jón eru auðvitað af sama þjóðerni og ýmsir bankamenn, embættismenn og stjórnmálamenn sem stóðu sig ekkert sérstaklega vel, sýndu afglöp í starfi eða frömdu jafnvel glæpi. Eru Jón og Gunna þar með samsek? Rétt er að halda því til haga að lífeyrissjóður Gunnu skrapp saman um þriðjung í hruninu, auk þess sem stór hluti af sparifé hennar tapaðist (örugga ávöxtunin sem bankamenn töldu henni trú um reyndist langt því frá áhættulaus). Tekjur Jóns hafa skerst töluvert, íbúðalánið hækkað upp úr öllu valdi og hann sér fram á stöðugt hækkandi skattgreiðslur til að fjármagna óráðsíu annarra. En kannski er þetta ekki næg refsing fyrir að vera Íslendingur. Verða kannski á endanum allir að einhverju leiti að axla ábyrgð og taka afleiðingum af gjörðum annarra? Verða kannski Heychen og Maureen að bíta í það súra epli að hljóta skaða af vanrækslu breskra og hollenskra eftirlitsstofnana varðandi Icesave? Verða þau kannski að bera kostnað af þeirri ákvörðun þarlendra yfirvalda að bæta Icesave innistæðueigendum umfram 20.000 evru lágmarkstrygginguna? Verður kannski Maureen að taka einhverja ábyrgð á því að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalögum á Ísland, lýsti landið gjaldþrota og juku þar með verulega á skaðann? En kannski skipta þessar vangaveltur í raun litlu máli. Það er nefnilega ein niðurstaða sem Heychen, Maureen, Gunna og Jón gætu sammælst um að væri sú sanngjarnasta af öllum. Sú niðurstaða að ekkert þeirri borgi Icesave skuldir. Hvernig fæst slík niðurstaða? Með setningu neyðarlaganna voru Icesave og aðrir innlánsreikningar færðir í forgang krafna. Íslensk stjórnvöld bættu þannig hag Icesave innistæðueigenda. Þótt gert sé mjög varfærið mat á eignum þrotabús Landsbankans þá munu Bretar og Hollendingar fá greitt sem nemur þeirri lágmarksupphæð sem átti að vera tryggð á Icesave reikningunum. Þeir munu meira að segja fá greiðslur frá þrotabúinu umfram þann vaxtakostnað sem hlaust af því að borga lágmarksupphæðina strax til innistæðueigenda sem ætluðu að ávaxta evrur sínar og pund rækilega með Icesave. Þetta gerist án aðkomu Jóns og Gunnu. Eina vandamálið fyrir Heychen og Maureen er að breskir og hollenskir pólitíkusar ákváðu einhliða að endurgreiða innistæðueigendum umfram lágmarkið. Eitthvað af því gæti lent á þeim og öðrum þarlendum skattgreiðendum – svo sem eins og nokkrar evrur á haus. Gunna og Jón geta hins vegar hafnað auknum álögum vegna Icesave, sem gætu numið nokkrum þúsundum evra á haus, með því að segja nei í kosningunum þann 9. apríl.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun