Á barnið að borga Icesave III? Sigurbjörn Svavarsson skrifar 29. mars 2011 13:08 Þórhallur Hákonarson (ÞH) fjármálastjóri ritar grein í Fréttablaðið í gær (28.3) og kveðst ætla að segja Já við Icesave-samningunum og veltir fyrir sér kostnaði við að Já eða Nei leiðina, hann fullyrði eftirfarandi; „Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur." Þegar rök eru sett fram í tölum og útreikningum verða þeir að standast þekktar forsendur. ÞH gerir ekki grein fyrir forsendum niðurstaðna sinna og því verður lesandinn að geta sér til um þær. Hann fullyrðir að ef þjóðin segir Nei við Icesave og málið fari fyrir dómstóla og Ísland vinni það, muni sparast 35 milljarða. Hér vísar ÞH líklega til kostnaðar sem samningarnir muni kosta ríkið, því um engan annan ávinning er um að ræða. Þessi staðhæfing ÞH er röng. Allar fjárhagslegar forsendur eru fyrir því að reikna kostnaðinn við Icesave III: - Greiðsluáætlun (inngreiðslur) þrotabús LÍ hf. liggur fyrir til ársins 2018. - Afborganir af lánunum fylgja greiðsluáætlun LÍ hf. - Vextir eru þekktir og greiðast af eftirstöðvum hverju sinni. Það er auðvelt fyrir fjármálastjóra að nota fræði sín í þessu máli og setja þessar forsendur í greiðsluröð með forsendum samningsins og gengi ISK í dag, þá kemur út 96 milljarð kostnaður, sem er að mestu vaxtakostnaður. Það er ávinningurinn við að segja Nei við Icesave m.v. óbreytta eignastöðu þrotabús LÍ hf. ÞH fullyrðir einnig að ef við töpuðum málinu verði kostnaðurinn „hugsanlega" yfir 600 milljarðar, en gefur lesandanum ekki neinar forsendur fyrir þeirri niðurstöðu. En af þekktum staðreyndum í dag er hægt að segja að þessi fullyrðing ÞH sé einnig röng af eftirfarandi ástæðum: - Inneign í TIF og eignir þrotabús LÍ hf. munu ganga uppí Icesave-kröfurnar þó þjóðin segi Nei. - Forsendur fyrir að Hollendingar og Bretar geti farið í mál við Ísland er að sýnt verður fram á tjón. Að óbreyttum forsendum verða eftirstöðvar Icesave-krafnanna að loknum greiðslum úr þrotabúi LÍ hf. um 5% eða rúmir 30 milljarðar og það væri þá eina krafan sem þeir gætu gert. Það er erfitt að átta sig á meginrökum ÞH fyrir því að segja Já við Icesave, hann segir um það: „Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin...." Af þessum orðum er helst að sjá að ÞH ætli að samþykkja Icesave-samninganna eftir fjögur ár ef þeir hafa skilað 0,6% auknum hagvexti, „umfram það sem annars hefði orðið" eins og hann orðar það. Með jákvæðum huga má lesa að ÞH sé að fullyrða að Já við Icesave gefi 0,6% aukin hagvöxt á næstu árum, en sú fullyrðing er spádómur og því ekki marktæk í umræðunni. Hinsvegar er mjög líklegt að eftir fjögur ár verði enn ljósara hve miklu eignir LÍ hf. skila uppí Icesave-kröfurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þórhallur Hákonarson (ÞH) fjármálastjóri ritar grein í Fréttablaðið í gær (28.3) og kveðst ætla að segja Já við Icesave-samningunum og veltir fyrir sér kostnaði við að Já eða Nei leiðina, hann fullyrði eftirfarandi; „Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur." Þegar rök eru sett fram í tölum og útreikningum verða þeir að standast þekktar forsendur. ÞH gerir ekki grein fyrir forsendum niðurstaðna sinna og því verður lesandinn að geta sér til um þær. Hann fullyrðir að ef þjóðin segir Nei við Icesave og málið fari fyrir dómstóla og Ísland vinni það, muni sparast 35 milljarða. Hér vísar ÞH líklega til kostnaðar sem samningarnir muni kosta ríkið, því um engan annan ávinning er um að ræða. Þessi staðhæfing ÞH er röng. Allar fjárhagslegar forsendur eru fyrir því að reikna kostnaðinn við Icesave III: - Greiðsluáætlun (inngreiðslur) þrotabús LÍ hf. liggur fyrir til ársins 2018. - Afborganir af lánunum fylgja greiðsluáætlun LÍ hf. - Vextir eru þekktir og greiðast af eftirstöðvum hverju sinni. Það er auðvelt fyrir fjármálastjóra að nota fræði sín í þessu máli og setja þessar forsendur í greiðsluröð með forsendum samningsins og gengi ISK í dag, þá kemur út 96 milljarð kostnaður, sem er að mestu vaxtakostnaður. Það er ávinningurinn við að segja Nei við Icesave m.v. óbreytta eignastöðu þrotabús LÍ hf. ÞH fullyrðir einnig að ef við töpuðum málinu verði kostnaðurinn „hugsanlega" yfir 600 milljarðar, en gefur lesandanum ekki neinar forsendur fyrir þeirri niðurstöðu. En af þekktum staðreyndum í dag er hægt að segja að þessi fullyrðing ÞH sé einnig röng af eftirfarandi ástæðum: - Inneign í TIF og eignir þrotabús LÍ hf. munu ganga uppí Icesave-kröfurnar þó þjóðin segi Nei. - Forsendur fyrir að Hollendingar og Bretar geti farið í mál við Ísland er að sýnt verður fram á tjón. Að óbreyttum forsendum verða eftirstöðvar Icesave-krafnanna að loknum greiðslum úr þrotabúi LÍ hf. um 5% eða rúmir 30 milljarðar og það væri þá eina krafan sem þeir gætu gert. Það er erfitt að átta sig á meginrökum ÞH fyrir því að segja Já við Icesave, hann segir um það: „Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin...." Af þessum orðum er helst að sjá að ÞH ætli að samþykkja Icesave-samninganna eftir fjögur ár ef þeir hafa skilað 0,6% auknum hagvexti, „umfram það sem annars hefði orðið" eins og hann orðar það. Með jákvæðum huga má lesa að ÞH sé að fullyrða að Já við Icesave gefi 0,6% aukin hagvöxt á næstu árum, en sú fullyrðing er spádómur og því ekki marktæk í umræðunni. Hinsvegar er mjög líklegt að eftir fjögur ár verði enn ljósara hve miklu eignir LÍ hf. skila uppí Icesave-kröfurnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun