Stærilæti og útrás Átta hæstaréttarlögmenn skrifar 30. mars 2011 06:00 Því er haldið fram að þeir sem hafni Icesave-lögunum taki miklar áhættur og sýni sama stærilæti og tíðkaðist á hátímum útrásar. Þetta stenst enga skoðun. Þvert á móti má halda hinu gagnstæða fram. Þeir sem vilja samþykkja Icesave-lögin telja að með því kaupi Íslendingar sér mikil óáþreifanleg verðmæti í formi trausts og aðgangs að lánsfé. Þetta minnir á útrásartímana þegar fjárfestar fóru með himinskautum og keyptu óáþreifanleg verðmæti í stórum stíl; viðskiptavild voru þau verðmæti kölluð. Allir vita nú í dag hvað varð um þessi óáþreifanlegu verðmæti þegar á móti blés. Þau hurfu eins og dögg fyrir sólu. Má ekki alveg eins búast við því að verðmætin sem menn ætla sér að kaupa með Icesave-samningnum hverfi með sama hætti? Auðvitað. Það er mikil ábyrgð sem felst í því að ætla að láta þjóð sína kaupa óáþreifanleg verðmæti með því að taka hundruð milljarða ótakmarkaða áhættu af þróun á verði íslensku krónunnar og eignaverði almennt. Stærilætið er einnig mikið og felst í því, að þeir hinir sömu og þetta vilja, telja sig geta stýrt þessari áhættu með öðrum og betri hætti en hingað til hefur tíðkast. Ekkert bendir til að það sé rétt. Fellum Icesave-lögin. Brynjar Níelsson hrl. Björgvin Þorsteinsson hrl. Haukur Örn Birgisson hrl. Jón Jónsson hrl. Reimar Pétursson hrl. Sveinn Snorrason hrl Tómas Jónsson hrl. Þorsteinn Einarsson hrl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Icesave Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Því er haldið fram að þeir sem hafni Icesave-lögunum taki miklar áhættur og sýni sama stærilæti og tíðkaðist á hátímum útrásar. Þetta stenst enga skoðun. Þvert á móti má halda hinu gagnstæða fram. Þeir sem vilja samþykkja Icesave-lögin telja að með því kaupi Íslendingar sér mikil óáþreifanleg verðmæti í formi trausts og aðgangs að lánsfé. Þetta minnir á útrásartímana þegar fjárfestar fóru með himinskautum og keyptu óáþreifanleg verðmæti í stórum stíl; viðskiptavild voru þau verðmæti kölluð. Allir vita nú í dag hvað varð um þessi óáþreifanlegu verðmæti þegar á móti blés. Þau hurfu eins og dögg fyrir sólu. Má ekki alveg eins búast við því að verðmætin sem menn ætla sér að kaupa með Icesave-samningnum hverfi með sama hætti? Auðvitað. Það er mikil ábyrgð sem felst í því að ætla að láta þjóð sína kaupa óáþreifanleg verðmæti með því að taka hundruð milljarða ótakmarkaða áhættu af þróun á verði íslensku krónunnar og eignaverði almennt. Stærilætið er einnig mikið og felst í því, að þeir hinir sömu og þetta vilja, telja sig geta stýrt þessari áhættu með öðrum og betri hætti en hingað til hefur tíðkast. Ekkert bendir til að það sé rétt. Fellum Icesave-lögin. Brynjar Níelsson hrl. Björgvin Þorsteinsson hrl. Haukur Örn Birgisson hrl. Jón Jónsson hrl. Reimar Pétursson hrl. Sveinn Snorrason hrl Tómas Jónsson hrl. Þorsteinn Einarsson hrl.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar