Handbolti

Óskar Bjarni líklega áfram með Valsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Óskar Bjarni fagnar bikarmeistaratitlinum í síðasta mánuði.
Óskar Bjarni fagnar bikarmeistaratitlinum í síðasta mánuði. Mynd/Daníel
Óskar Bjarni Óskarsson segir góðar líkur á því að hann verði áfram þjálfari Vals á næsta keppnistímabili.

Óskar Bjarni tók við starfinu af Júlíusi Jónassyni í desember síðastliðnum. Hann hafði verið þjálfari liðsins undanfarin ár en hætti síðastliðið sumar. Óskar Bjarni hætti þó aldrei að starfa fyrir félagið og hefur verið í fullu starfi við að þjálfa yngri flokka þess.

Valsmönnum gekk illa í upphafi leiktíðar en hafa síðan þá náð að snúa genginu við. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar og varð í síðasta mánuði bikarmeistari karla.

Hann sagði í samtali við Vísi að hann hefði áhuga á því að halda áfram og að samningaviðræður væru langt komnar.

„Það er þó ekki búið að skrifa undir neitt enn og það á enn eftir að fara yfir nokkur atriði. En ég er mjög opinn fyrir því að halda áfram enda líður mér vel hjá félaginu," sagði Óskar Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×