Icesave-kynningarnefndin Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 11. mars 2011 05:45 Því ber að fagna að skilanefnd gamla Landsbankans telur nú að meira fáist fyrir eignasafn bankans sem verður þá til þess að lækka eitthvað þær greiðslur sem ríkisstjórnir Bretlands, Hollands og Íslands vilja að íslenska þjóðin taki á sig fyrir fjárglæframennina. Ég fagna því að börnin mín þurfi að greiða minna af skuldum annarra. Hins vegar verðum við að muna að mat þetta byggir á mati skilanefndarinnar eða þeirra sem vinna fyrir hana en ekki sjálfstæðu mati óháðra aðila. Ég hef því ásamt nokkrum öðrum þingmönnum lagt fram þingsályktun um að sjálfstætt mat verði lagt á eignasafnið áður en Íslendingar ganga til kosninga um Icesave III. Reikna ég með að ályktunin gangi fljótt og vel í gegnum þingið enda mikilvægt fyrir alla að trúverðugleiki ríki um matið. Vonandi er eignasafnið enn betra en skilanefndin gerir ráð fyrir. Fyrir því má færa rök, að ef eignasafnið batnar og batnar líkt og kynnt var nýlega þá hlýtur að vera betra að bíða og sjá hver þróunin verður í stað þess að efna til skuldbindinga sem enginn hefur fært rök fyrir að okkur beri að axla. En getur verið að verðmæti eignasafnsins sveiflist til? Fyrir Icesave II atkvæðagreiðsluna var eignasafn Landsbankans metið á 1172 milljarða. Nú er talað um að það sé mjög ánægjulegt að það hafi hækkað upp í 1175 milljarða. Hvers vegna? Jú, vegna þess að í millitíðinni LÆKKAÐI það niður í 1132 milljarða! Ekki minntist kynningarnefndin á þetta í gær. Þá komum við að þeirri undarlegu sýningu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu nýlega er íslenska samninganefndin kynnti nýtt mat skilanefndarinnar! Hvers vegna í ósköpunum var samninganefndin að kynna matið? Hvar var skilanefndin? Því miður þá sýnist mér að nú sé samninganefndin ekki lengur samninganefnd heldur kynningarnefnd þríflokksins (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og VG). Það er ljóst að umboð það sem ég taldi mig veita samninganefndinni náði ekki til kynningarstarfs. Hver greiðir kynningarkostnaðinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Icesave Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Því ber að fagna að skilanefnd gamla Landsbankans telur nú að meira fáist fyrir eignasafn bankans sem verður þá til þess að lækka eitthvað þær greiðslur sem ríkisstjórnir Bretlands, Hollands og Íslands vilja að íslenska þjóðin taki á sig fyrir fjárglæframennina. Ég fagna því að börnin mín þurfi að greiða minna af skuldum annarra. Hins vegar verðum við að muna að mat þetta byggir á mati skilanefndarinnar eða þeirra sem vinna fyrir hana en ekki sjálfstæðu mati óháðra aðila. Ég hef því ásamt nokkrum öðrum þingmönnum lagt fram þingsályktun um að sjálfstætt mat verði lagt á eignasafnið áður en Íslendingar ganga til kosninga um Icesave III. Reikna ég með að ályktunin gangi fljótt og vel í gegnum þingið enda mikilvægt fyrir alla að trúverðugleiki ríki um matið. Vonandi er eignasafnið enn betra en skilanefndin gerir ráð fyrir. Fyrir því má færa rök, að ef eignasafnið batnar og batnar líkt og kynnt var nýlega þá hlýtur að vera betra að bíða og sjá hver þróunin verður í stað þess að efna til skuldbindinga sem enginn hefur fært rök fyrir að okkur beri að axla. En getur verið að verðmæti eignasafnsins sveiflist til? Fyrir Icesave II atkvæðagreiðsluna var eignasafn Landsbankans metið á 1172 milljarða. Nú er talað um að það sé mjög ánægjulegt að það hafi hækkað upp í 1175 milljarða. Hvers vegna? Jú, vegna þess að í millitíðinni LÆKKAÐI það niður í 1132 milljarða! Ekki minntist kynningarnefndin á þetta í gær. Þá komum við að þeirri undarlegu sýningu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu nýlega er íslenska samninganefndin kynnti nýtt mat skilanefndarinnar! Hvers vegna í ósköpunum var samninganefndin að kynna matið? Hvar var skilanefndin? Því miður þá sýnist mér að nú sé samninganefndin ekki lengur samninganefnd heldur kynningarnefnd þríflokksins (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og VG). Það er ljóst að umboð það sem ég taldi mig veita samninganefndinni náði ekki til kynningarstarfs. Hver greiðir kynningarkostnaðinn?
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun