NBA í nótt: Allt undir hjá Miami sem vann Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. mars 2011 09:00 Chris Bosh var öflugur í nótt. Mynd/AP Miami Heat vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, 94-88, og tryggði sér um leið öruggt sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og var komið í mikil vandræði, sérstaklega þar sem liðið hafði unnið aðeins einn leik af níu gegn fimm sterkustu liðum deildarinnar. Leikmenn Miami þurftu því að sanna sig - að þeir gætu unnið bestu liðin og ættu þar með erindi í úrslitakeppnina. Þessi eini áðurnefndi sigur kom reyndar gegn Lakers fyrr í vetur og hefur því Miami unnið báða leiki sína gegn ríkjandi meisturum deildarinnar. Miami batt þar að auki enda á átta leikja sigurgöngu Lakers með sigrinum í nótt. „Það var allt undir í þessum leik, í sannleika sagt," sagði Chris Bosh sem hefur einna helst verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í vetur af leikmönnum liðsins. Hann sagði eftir síðasta leik, þegar að Miami tapaði fyrir Chicago, að hann vildi fá fleiri skot og hann fékk þau í nótt. Hann skoraði alls 24 stig í leiknum. Dwyane Wade var einnig öflugur og skoraði 20 stig. LeBron James var með nítján stig og troðsla hans þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka kom Miami yfir í síðasta sinn í leiknum. Miami komst þá yfir, 90-88, en Lakers átti ekki eftir að ná að svara fyrir sig og Miami kláraði leikinn með því að skora síðustu sex stigin. Varamenn Miami skiluðu aðeins átta stigum af sér í leiknum gegn Chicago en þau urðu alls 22 í kvöld. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 24 stig og Pau Gasol kom næstur með 20. Þrjú efstu liðin í Austurdeildinni - Boston, Chicago og Miami - eru nú komin áfram í úrslitakeppnina og sömuleiðis San Antonio, toppliðið í Vesturdeildinni. Dallas vann New York, 127-109. Dirk Nowitzky skoraði 23 stig, Shawn Marion var með 22 og Jason Terry 21 fyrir Dallas. Denver vann Phoenix, 116-91. Nene skoraði 22 stig á 26 mínútum fyrir Denver sem hafði tapað fyrir Phoenix þrettán sinnum í röð fyrir leik liðanna í nótt. NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Álftanes í 5. sætið en Þórsarar í basli Uppgjör: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Leik lokið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Sjá meira
Miami Heat vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, 94-88, og tryggði sér um leið öruggt sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og var komið í mikil vandræði, sérstaklega þar sem liðið hafði unnið aðeins einn leik af níu gegn fimm sterkustu liðum deildarinnar. Leikmenn Miami þurftu því að sanna sig - að þeir gætu unnið bestu liðin og ættu þar með erindi í úrslitakeppnina. Þessi eini áðurnefndi sigur kom reyndar gegn Lakers fyrr í vetur og hefur því Miami unnið báða leiki sína gegn ríkjandi meisturum deildarinnar. Miami batt þar að auki enda á átta leikja sigurgöngu Lakers með sigrinum í nótt. „Það var allt undir í þessum leik, í sannleika sagt," sagði Chris Bosh sem hefur einna helst verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í vetur af leikmönnum liðsins. Hann sagði eftir síðasta leik, þegar að Miami tapaði fyrir Chicago, að hann vildi fá fleiri skot og hann fékk þau í nótt. Hann skoraði alls 24 stig í leiknum. Dwyane Wade var einnig öflugur og skoraði 20 stig. LeBron James var með nítján stig og troðsla hans þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka kom Miami yfir í síðasta sinn í leiknum. Miami komst þá yfir, 90-88, en Lakers átti ekki eftir að ná að svara fyrir sig og Miami kláraði leikinn með því að skora síðustu sex stigin. Varamenn Miami skiluðu aðeins átta stigum af sér í leiknum gegn Chicago en þau urðu alls 22 í kvöld. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 24 stig og Pau Gasol kom næstur með 20. Þrjú efstu liðin í Austurdeildinni - Boston, Chicago og Miami - eru nú komin áfram í úrslitakeppnina og sömuleiðis San Antonio, toppliðið í Vesturdeildinni. Dallas vann New York, 127-109. Dirk Nowitzky skoraði 23 stig, Shawn Marion var með 22 og Jason Terry 21 fyrir Dallas. Denver vann Phoenix, 116-91. Nene skoraði 22 stig á 26 mínútum fyrir Denver sem hafði tapað fyrir Phoenix þrettán sinnum í röð fyrir leik liðanna í nótt.
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Álftanes í 5. sætið en Þórsarar í basli Uppgjör: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Leik lokið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga