Virkjum tækifærin Þorkell Sigurlaugsson skrifar 16. mars 2011 06:00 Það voru ákveðin tímamót þegar stoðtækjafyrirtækið Össur ákvað á aðalfundi í síðustu viku að að taka hlutabréf félagsins af skrá Kauphallar Íslands og skrá það eingöngu erlendis. Þetta var staðfesting á því, sem blasað hefur við, að efnahags- og stjórnmálaumhverfi hér á landi er mjög óhagstætt og sérstaklega þeim fyrirtækjum sem þurfa að afla hlutafjár eða lánsfjár á alþjóðamarkaði. Á aðalfundi Marels, einnig í síðustu viku, voru uppi sömu áhyggjur varðandi stöðu íslensku krónunnar og efnahagsmál. Velgengni þessarra tveggja fyrirtækja er okkur mikils virði og áhyggjuefni þegar eigendur þeirra og stjórnendur hafa misst trú á íslensku efnhagslífi og hlutabréfamarkaði.Hagsmunir þjóðarinnar skipta mestu máli og í því ljósi þarf að meta áhættu sem við erum að taka og horfa á heildarhagsmunina. Þeir sem kjósa um Icesave mega ekki kjósa með það í huga hvað sé líklegast til að fella ríkisstjórnina. Umræðan um Evópusambandið má heldur ekki snúast eingöngu um fjárhagslegan gróða, hagsmuni einstakra atvinnugreina eða hvað einstaka flokkar vilja. Þjóðin hefur yfirleitt reynt að leysa ágreining við aðrar þjóðir með samningum hvort sem var í landhelgisdeilum eða á öðrum sviðum. Það þurfum við að gera áfram eins og kostur er. Sjálfstæði þjóðarinnar felst ekki í því að halda íslensku krónunni eða líta á okkur sem efnahagslegt eyland. Sjálfstæði snýst um það að byggja upp sterkt atvinnulíf og hafa sterka og stefnufasta ríkisstjórn sem vinnur vel með þjóðinni að virkja þau fjölmörgu tækifæri sem við eigum. Við búum þrátt fyrir allt í einu besta samfélagi í heimi og eigum öll rétt á að njóta þess. En til þess þurfum við að virkja tækifærin. Þau blasa hvarvetna við okkur.Krónan nothæf í tölvuleikjum Þótt útflutningsgreinar hafi notið þess tímabundið að íslenska krónan hafi veikst, þá er krónan sem gjaldmiðill ónothæf til framtíðar. Það má jafnvel leiða líkur að því að krónan og sú peningamálastefna sem ríkti í kringum hana hafi átt stóran þátt í banka- og efnahagshruninu í samspili við stjórnlaust bankakerfi. Efnahagsumhverfið hefur almennt versnað verulega undanfarin ár og Icesave óvissan veldur truflun í viðskiptum og fjármögnun. Í viðtali við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, komu upp svipaðar áhyggjur í sjónvarpsviðtali, en hann bindur þó vonir við umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Í tölvuleikjum eru oft notaðir heimasmíðaðir gjaldmiðlar, og þar getur íslenska krónan verið ágætlega brúkleg. Því miður höfum við verið að nota íslenska hagkerfið með krónuna sem dýrkeypta „tilraunastofu" í efnahagsstjórnun.Ísland – land tækifæranna En hér á landi starfa einnig fyrirtæki sem hafa í áratugi verið í alþjóðlegum viðskiptum og skilað þjóðinni gífurlegum verðmætum og tryggt hér góð lífskjör. Þar má nefna samgöngufyrirtæki, fyrirtæki í sjávarútvegi, orkuvinnslu og nýtingu hennar, ferðaþjónustu og fyrirtæki í margvíslegum iðnaði, verslun og viðskiptum sem eru einnig grundvöllur að okkar lífskjörum. Mikilvægi fjármálafyrirtækja má heldur ekki gleymast, en án stuðnings þeirra, hefðu Marel, Icelandair og Össur, svo dæmi séu tekin, aldrei orðið öflug alþjóðleg fyrirtæki. Einstaklingar og fyrirtæki á sviði skapandi greina, svo sem tónlistar, myndlistar, leiklistar, hönnunar o.fl. hafa einnig náð stórkostlegum árangri. Tækifæri hér á landi eru gríðarlega mikil ef vel er haldið á málum. Það var kynnt vel á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs þann 16. febrúar sl. og Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, kom einnig sterkt inn á þessa þætti á Iðnþingi sl. fimmtudag. Flest byggja tækifærin á því að við séum í góðum samskiptum við alþjóðasamfélagið og höldum vel á okkar efnahagsmálum, stjórnmálum, grunnstoðum og reglum samfélagsins. Ég vil hér nefna fjögur atriði um þá einstöku aðstöðu sem við búum við. 1. Hafsvæði kringum Ísland er mikil auðlind. Bæði sjávarfang og aðrar auðlindir tengjast hafsvæðinu og landgrunninu. Þar höfum við verið til fyrirmyndar í nýtingu auðlindarinnar og verðmætasköpun. 2. Orkulindir fallvatna og jarðvarma eru einstakar og gífurlega verðmætar á tímum orkuskorts og hækkandi orkuverðs á næstu árum. Mikil tækifæri eru þar næstu árin. 3. Náttúra landsins og landfræðileg lega, friðsæld, öryggi, gott veðurfar, vatn og umhverfi, er auðlind sem bæði skapar verðmæti og bætt lífsgæði. Styrkleiki okkar á þessu sviði fer vaxandi. 4. Góð menntun þjóðarinnar, arfleifð og menning er auðlind sem við höfum náð að gera að verðmæti sem hefur vakið athygli víða um heim. Nú ættum við að einblína á tækifærin, nýta þau og ryðja burt hindrunum og leggja áherslu á nýsköpun hugarfarsins eins og Helgi orðaði það svo vel. Samfélagsleg ábyrgð og velferðarkerfi byggir einnig á því að deila góðu með slæmu. Við viljum öll njóta þess góða sem fyrirtæki og einstaklingar skapa og verðum líka stundum að taka á okkur sameiginlega ábyrgð þegar illa fer eins og í bankahruninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Það voru ákveðin tímamót þegar stoðtækjafyrirtækið Össur ákvað á aðalfundi í síðustu viku að að taka hlutabréf félagsins af skrá Kauphallar Íslands og skrá það eingöngu erlendis. Þetta var staðfesting á því, sem blasað hefur við, að efnahags- og stjórnmálaumhverfi hér á landi er mjög óhagstætt og sérstaklega þeim fyrirtækjum sem þurfa að afla hlutafjár eða lánsfjár á alþjóðamarkaði. Á aðalfundi Marels, einnig í síðustu viku, voru uppi sömu áhyggjur varðandi stöðu íslensku krónunnar og efnahagsmál. Velgengni þessarra tveggja fyrirtækja er okkur mikils virði og áhyggjuefni þegar eigendur þeirra og stjórnendur hafa misst trú á íslensku efnhagslífi og hlutabréfamarkaði.Hagsmunir þjóðarinnar skipta mestu máli og í því ljósi þarf að meta áhættu sem við erum að taka og horfa á heildarhagsmunina. Þeir sem kjósa um Icesave mega ekki kjósa með það í huga hvað sé líklegast til að fella ríkisstjórnina. Umræðan um Evópusambandið má heldur ekki snúast eingöngu um fjárhagslegan gróða, hagsmuni einstakra atvinnugreina eða hvað einstaka flokkar vilja. Þjóðin hefur yfirleitt reynt að leysa ágreining við aðrar þjóðir með samningum hvort sem var í landhelgisdeilum eða á öðrum sviðum. Það þurfum við að gera áfram eins og kostur er. Sjálfstæði þjóðarinnar felst ekki í því að halda íslensku krónunni eða líta á okkur sem efnahagslegt eyland. Sjálfstæði snýst um það að byggja upp sterkt atvinnulíf og hafa sterka og stefnufasta ríkisstjórn sem vinnur vel með þjóðinni að virkja þau fjölmörgu tækifæri sem við eigum. Við búum þrátt fyrir allt í einu besta samfélagi í heimi og eigum öll rétt á að njóta þess. En til þess þurfum við að virkja tækifærin. Þau blasa hvarvetna við okkur.Krónan nothæf í tölvuleikjum Þótt útflutningsgreinar hafi notið þess tímabundið að íslenska krónan hafi veikst, þá er krónan sem gjaldmiðill ónothæf til framtíðar. Það má jafnvel leiða líkur að því að krónan og sú peningamálastefna sem ríkti í kringum hana hafi átt stóran þátt í banka- og efnahagshruninu í samspili við stjórnlaust bankakerfi. Efnahagsumhverfið hefur almennt versnað verulega undanfarin ár og Icesave óvissan veldur truflun í viðskiptum og fjármögnun. Í viðtali við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, komu upp svipaðar áhyggjur í sjónvarpsviðtali, en hann bindur þó vonir við umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Í tölvuleikjum eru oft notaðir heimasmíðaðir gjaldmiðlar, og þar getur íslenska krónan verið ágætlega brúkleg. Því miður höfum við verið að nota íslenska hagkerfið með krónuna sem dýrkeypta „tilraunastofu" í efnahagsstjórnun.Ísland – land tækifæranna En hér á landi starfa einnig fyrirtæki sem hafa í áratugi verið í alþjóðlegum viðskiptum og skilað þjóðinni gífurlegum verðmætum og tryggt hér góð lífskjör. Þar má nefna samgöngufyrirtæki, fyrirtæki í sjávarútvegi, orkuvinnslu og nýtingu hennar, ferðaþjónustu og fyrirtæki í margvíslegum iðnaði, verslun og viðskiptum sem eru einnig grundvöllur að okkar lífskjörum. Mikilvægi fjármálafyrirtækja má heldur ekki gleymast, en án stuðnings þeirra, hefðu Marel, Icelandair og Össur, svo dæmi séu tekin, aldrei orðið öflug alþjóðleg fyrirtæki. Einstaklingar og fyrirtæki á sviði skapandi greina, svo sem tónlistar, myndlistar, leiklistar, hönnunar o.fl. hafa einnig náð stórkostlegum árangri. Tækifæri hér á landi eru gríðarlega mikil ef vel er haldið á málum. Það var kynnt vel á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs þann 16. febrúar sl. og Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, kom einnig sterkt inn á þessa þætti á Iðnþingi sl. fimmtudag. Flest byggja tækifærin á því að við séum í góðum samskiptum við alþjóðasamfélagið og höldum vel á okkar efnahagsmálum, stjórnmálum, grunnstoðum og reglum samfélagsins. Ég vil hér nefna fjögur atriði um þá einstöku aðstöðu sem við búum við. 1. Hafsvæði kringum Ísland er mikil auðlind. Bæði sjávarfang og aðrar auðlindir tengjast hafsvæðinu og landgrunninu. Þar höfum við verið til fyrirmyndar í nýtingu auðlindarinnar og verðmætasköpun. 2. Orkulindir fallvatna og jarðvarma eru einstakar og gífurlega verðmætar á tímum orkuskorts og hækkandi orkuverðs á næstu árum. Mikil tækifæri eru þar næstu árin. 3. Náttúra landsins og landfræðileg lega, friðsæld, öryggi, gott veðurfar, vatn og umhverfi, er auðlind sem bæði skapar verðmæti og bætt lífsgæði. Styrkleiki okkar á þessu sviði fer vaxandi. 4. Góð menntun þjóðarinnar, arfleifð og menning er auðlind sem við höfum náð að gera að verðmæti sem hefur vakið athygli víða um heim. Nú ættum við að einblína á tækifærin, nýta þau og ryðja burt hindrunum og leggja áherslu á nýsköpun hugarfarsins eins og Helgi orðaði það svo vel. Samfélagsleg ábyrgð og velferðarkerfi byggir einnig á því að deila góðu með slæmu. Við viljum öll njóta þess góða sem fyrirtæki og einstaklingar skapa og verðum líka stundum að taka á okkur sameiginlega ábyrgð þegar illa fer eins og í bankahruninu.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun