Handbolti

Akureyringar náðu bara jafntefli á Selfossi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni Fritzson skoraði 12 mörk í kvöld.
Bjarni Fritzson skoraði 12 mörk í kvöld.
Akureyringar náði aðeins 31-31 jafntefli á Selfossi í kvöld í leik liðanna í N1 deild karla í handbolta en þeir eru engu að síður komnir með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.

Akureyri var 28-24 yfir í leiknum þegar lítið var til leiksloka en Selfoss snéri leiknum við á augabragði og komst loksins yfir þegar hálf mínúta var eftir. Norðmenn tryggðu sér hinsvegar jafntefli á lokasekúndunum og hugsanlegt sigurmark var síðan dæmt af heimamönnum.

Selfyssingar eru áfram á botni deildarinnar en þeir hafa náð fjórum stigum út úr síðustu þremur leikjum sínum.

Bjarni Fritzson og Sveinbjörn Pétursson fóru fyrir sínum mönnum í kvöld, Bjarni skoraði tólf mörk og Sveinbjörn varði 20 bolta í markinu.



Selfoss-Akureyri 31-31 (11-15)Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 7, Guðjón Finnur Drengsson 6, Andrius Zigelis 5, Atli Kristinsson 3, Guðni Ingvarsson 3, Einar Héðínsson 2, Milan Ivancev 2, Gunnar Ingi Jónsson 2, Helgi Héðinsson    1

Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 12, Heimir Örn Árnason 6, Oddur Grétarsson 6,

Hörður Fannar Sigþórsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Daníel Einarsson 1, Halldór Logi Árnason 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×