Handbolti

Tjörvi kom Haukum upp í fjórða sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tjörvi Þorgeirsson.
Tjörvi Þorgeirsson.
Tjörvi Þorgeirsson tryggði Haukum mikilvægan 29-28 sigur á HK á Ásvöllum í kvöld í baráttu liðanna í fjórða og fimmta sætinu í N1 deild karla. Með sigrinum tóku Haukar fjórða sætið af Kópavogsliðinu og unnu jafnframt sinn fyrsta sigur undir stjórn þeirra Gunnars Bergs Viktorssonar og Birkis Ívars Guðmundssonar.

Björgvin Hólmgeirsson skoraði níu mörk fyrir Hauka og Tjörvi var með fimm mörk. Bjarki Már Elísson skoraði tíu mörk fyrir HK.

Leikurinn var æsipennandi en staðan var 15-13 fyrir Haukum í hálfleik. HK komst yfir þegar tíu mínútur voru eftir en Tjörvi skoraði síðan sigurmarkið í lokin.

Frekari umfjöllun um leikinn kemur seinna í kvöld.

Haukar - HK 29 - 28 (15 – 13)Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 9 (12), Tjörvi Þorgeirsson 5 (9), Einar Örn Jónsson 4 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 3 (5), Þórður Rafn Guðmundsson 3 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (7), Freyr Brynjarsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (1).

Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14 (34/2, 41%), Aron Rafn Eðvarðsson 3/1 (10/2, 30%).

Hraðaupphlaup: 1 (Freyr Brynjarsson).

Fiskuð víti: 4 (Björgvin Þór Hólmgeirsson 2, Freyr Brynjarsson, Tjörvi Þorgeirsson).

Utan vallar: 10 mínútur

Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 11/3 (12/4), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4 (11), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 4 (11), Atli Karl Backmann 3 (4), Atli Ævar Ingólfsson 3 (5), Daníel Berg Grétarsson 1 (4), Sigurjón Björnsson 1 (2), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1)

Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 9 (29/4 31%), Andreas Örn Aðalsteinsson 0 (8, 0%)

Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Bjarki Már Elísson 2)

Fiskuð víti: 4 (Atli Ævar Ingólfsson 2, Atli Karl Backmann, Ólafur Bjarki Ragnarsson)

Utan vallar: 6 mínútur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×