Dáið er allt án drauma og dapur heimurinn Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 1. mars 2011 13:53 Mohandas Gandhi, Wangari Mathaai, Nelson Mandela og frú Vigdísi Finnbogadóttur hefur öllum verið lýst sem visionaries í enskum textum um líf þeirra og störf. A visionary er enskt orð yfir einstakling sem hefur skýra sýn á framtíðina og getur séð fyrir sér óorðna hluti. A visionary er einstaklingur sem brýtur blað í sögunni því hann eða hún hefur þann eiginleika að geta látið framsæknar hugmyndir verða að veruleika. Þau búa yfir hugrekki til þess að fylgja eigin sannfæringu, sama hvað hver segir. Þannig skapa þau nýja farvegi fyrir komandi kynslóðir. Tungumálið er eitt mikilvægasta mótunar- og tjáningarafl mannsins. Það rammar inn athafnir okkar og hugsanir. Tungumál ber merki þeirrar menningar og vistkerfis sem það verður til í. Við drögum fram í dagsljósið þá hluti í umhverfi okkar sem við veljum að búa til orð og hugtök yfir. Orðin mótast í samræðum við líkama okkar, huga, sjálf, umhverfi, tíma, áreiti og náttúru. Þannig viljum við að orðin líkamni megnið af því sem við verðum áskynja og þess sem við upplifum. Við höfum jú bæði þörf og not fyrir að gera okkur skiljanleg. Tungumál getur því veitt okkur byr undir báða vængi ef það lýsir því sem hugur okkar stendur til. Ef það gerir það hins vegar ekki, getur það dregið úr mætti okkar, ímyndunarafli og tilfinningu fyrir því hvað sé mögulegt og hvað ekki. Þegar orðið visionary er þýtt yfir á íslensku í ensk-íslenskri orðabók er varpað fram mynd af einstaklingi sem rímar ekki sérlega vel við Gandhi, Vigdísi, Mathaai eða Mandela. Skilgreiningin er eftirfarandi: 1. draumóramaður, draumamaður; óraunsær maður. 2. ófreskur maður, maður sem sér það sem venjulegum augum er hulið; spámaður, maður sem sér sýnir. – l. 1. Draumlyndur, óraunsær; 2. Fjarstæður, fráleitur; óraunhæfur. 3. Ímyndaður; óraunverulegur; draumkenndur. 4. Skyggn, ófreskur, sem sér sýnir. Reyndar eru þetta lýsingar sem voru notaðar af mörgum sem höfðu efasemdir um tilþrif þessara einstaklinga er þeir stigu fyrst fram með hugmyndir sínar og erindi. Það sáum við glöggt í heimildarmyndinni um framboð Vigdísar til forseta Íslands. Það er ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að tilheyra þeim afturhaldssama hópi í dag. Íslenska þýðingin sver því af sér það mikilvæga hreyfiafli sem í krafti orðsins visionary býr.UmbreytingUmbreyting er lykilorð í sögu þessara einstaklinga. Þau hafa umbreytt samfélögum sínum á einn eða annan hátt. Það sem hafði verið ómögulegt er nú mögulegt. Umbreyting er fylgifiskur skapandi hugsunar þar sem hún er hvað róttækust og hefur í sér sterkasta breytingarmáttinn. Umbreyting felur í sér óvissu, - hið óþekkta - , sem er súrefni sköpunarinnar. Við getum ekki vitað fyrirfram hvað það er nákvæmlega sem við ætlum að fá út úr skapandi vinnuferli. Það liggur í orðunum. Ef við vitum það fyrirfram er það ekki nýhugsun, nýbreytni eða ný uppgötvun. Róttæk skapandi hugsun eða hugsun sem breytir heiminum, er hugsun sem á sér fyrst myndmál. Hún birtist fyrst í sterkum tilfinningum, innsæi. Því meira skapandi sem hugsunin er, því meiri umbreyting og því minni líkur á því að við eigum yfir hana orð. Orðin koma síðar, þau koma að lokum. Hér gildir að treysta á innsæið, innri rödd, innri hvata. Hér gildir líka þolinmæði, sjálfsþekking og traust. Traust á sjálfan sig, traust á tilfinninguna, traust á hið óþekkta og óáþreifanlega. Þetta eru allt þættir sem hafa breytt heiminum og hafa burði til þess að umbreyta samfélögum í dag. Í stað þess að næra þessa þætti með því að frjóvga innri hvata, samhengi okkar, þekkingu, reynslu og sjálf höfum við á Íslandi og á Vesturlöndum lagt megináherslu á rökhugsun, ytri hvata, sérgreinar og mælanleg sannindi. Í raun er allt okkar ríkjandi hugmyndakerfi síðastliðin árhundruð byggt á slíkum mælikvörðum. Hvað þýðingu hefur það fyrir heiminn sem við búum í?Um rætur og tvo ólíka ryþmaHér eru einföld sannindi: Ef við dveljum aðeins í ryþma skapandi hugsunar eigum við erfitt með að koma hugmyndum okkar í verk. Ef við dveljum aðeins í ryþma rökhugsunar stöðnum við. Þá byggjum við turn á fyrirfram þekktum fleti. Sá turn vex aðeins á einn veg: Hann þrengist eftir því sem ofar dregur, þangað til hann rúmar ekkert, missir jafnvægið og fellur um sjálfan sig. Þegar skapandi hugsun og rökhugsun vinna saman eru möguleikarnir hins vegar óþrjótandi. Ímyndunaraflið er virkt, innæið opið, verkfærin vel meitluð og framkvæmdarorkan keyrð áfram af ástríðu. Einhverstaðar þarna koma draumar, hugsjónir og rætur til sögunnar. Drifkraftur ástríðunnar með rætur fíkjutrésins. Það er þessi bræðingur að spyrja til hlutanna. Spyrja ekki aðeins hvernig heimurinn lítur út, heldur hvernig gæti hann litið út og hvernig viljum við að hann líti út. Að sjá fyrir sér að óorðnir hlutir geti orðið að veruleika. Að reka minni til þess að hlutirnir voru ekki alltaf eins og þeir eru í dag. Að þekkja ræturnar sínar. Og þá á ég við rætur óháð þjóðerni, skjaldarmerki, landamærum eða öðrum flokkunum. Þessi bræðingur gerir að verkum að við gerum okkur grein fyrir því á hversdagslegasta stað í hjartanu að það er hægt að breyta heiminum. Dæmi af Breta og kenýskri konu er við hæfi.Skilningur vs. þekkingÁrið 2008 hitti ég Breta á alþjóðlegri ráðstefnu um skapandi hugsun. Hann var að tala um samskipti við fyrrverandi nýlendur Breta, samvinnuverkefni. Hann sagði mér upp og ofan af því hvernig hann og samstarfsfólk hans væri að hjálpa íbúum fyrrverandi nýlendunnar til að þróa vörur, hanna gripi og koma á markað. Þar sem ég hlustaði á hann tala datt mér í hug að spyrja eftirfarandi spurningar: „Finnst þér aldrei einkennilegt að hugsa til þess að þið séuð fyrrverandi nýlenduherrar?" Hann var hugsi og sagði svo: „Veistu, ég hef bara aldrei pælt í því." Það er munur á þekkingu og skilningi. Þekking án skilnings er eins og eldiviður án elds. Skilingur tengir saman huga og hjarta, vitsmuni og skynfæri og hefur burði til þess að verða að visku. Ef við lítum um öxl í sögunni má kannski segja að í fortíðinni hafi skort á skilningi. Framtíðin liggur hins vegar í auknum skilningi. Hún eiginlega verður að gera það. Örmynd af jörðinni hreinlega æpir á meiri skilning og skapandi hugsun. Framtíðin liggur í skilningi umfram eða meðfram þekkingu. Samræður mínar við Bretann einkenndust hvorki af skilningi né þekkingu.Að skapa á eigin forsendumWangari Mathaai er kona sem býr bæði yfir þekkingu og skilningi. Mathaai er kenýskur friðarverðlaunahafi Nóbels frá árinu 2004. Hún hefur barist ötullega fyrir lýðræði og umhverfisvernd með rætur að vopni. Hún stofnaði The Green Belt Movement sem hefur það markmið að planta trjám sem hæfa kenýskum jarðvegi. Eyðimerkurmyndun er eitt af stærstu vandamálum Afríku. Á miðhálendingu í Kenýa, þaðan sem Mathaai kemur, var jörðin orðinn ansi lúin og vistkerfið í lamasessi þegar hún stofnaði samtökin. Frá árinu 1977 hefur hreyfingin plantað yfir 45 milljónum trjáa til að stækka skóginn og endurbyggja vistkerfið. Það var nefnilega þannig að þegar Bretar tóku yfir Kenýa ákváðu þeir að aðferðir til ræktunar, landbúnaðar og trúariðkunar Kenýabúa væru ekki nógu góðar. Þeir skyldu taka upp kristna trú, rífa upp kenýsk tré með rótum og planta erlendum trjátegundum sem yxu hraðar og hægt væri að selja í skipsförmum í byggingariðnað í nýlenduríkjunum. Það sem gerðist í stuttu máli var þetta: Nýju trén náðu ekki að binda niður jarðveginn eins og til dæmis fikjutrén höfðu gert. Fikjutrén, sem voru algeng á miðhálendi Kenýa þar sem Mathaai fæddist, voru með sterkar rætur sem grófu sér hægt og rólega leið í gegnum harðan jarðveginn, alveg niður að ferskvatnsbólum. Við það gaus vatnið upp meðfram rótunum og leitaði sér útgöngu um leið og jarðvegurinn gaf eftir svo úr varð vatnsból. Það er heillandi að lesa ævisögu Mathaai. Þar rekur hún sögu lands síns og hugsjóna sinna og byggir á rótum. Sínum eigin rótum í gegnum fjölskyldusöguna og samræður forfeðra og formæðra hennar við náttúruna, en líka á rótum trjánna sem eru miðlægt afl í vistkerfinu. Þetta er saga sem reynt var að afmá. Wangari fæddist í apríl 1940 og það fyrsta sem hún drakk var safi úr grænum bönunum, fjólubláum sykurreyr, sætum kartöflum og feitu lambi – allt ávextir jarðarinnar á miðhálendi Kenýa. Þvínæst drakk hún móðurmjólkina. „Ég er alveg jafn mikið afkvæmi móður jarðarinnar heima eins og ég er barn föður míns og móður," skrifar Mathaai. Landið var grænt og frjósamt, árstíðirnar reglulegar, frost í júlí og fátækt var óþekkt fyrirbæri. Mathaai man rætur sínar, man úr hverju hún er búin til og leyfir því að þróast með sér sem einstakling. Hún er samkvæm sjálfri sér. Hún blandar saman menntun sinni, þekkingu og skilningi. Hún á sér draum. Gefst aldrei upp, þrátt fyrir hindranir á leiðinni. Stúlka sem fyrir heppni hlaut menntun hafði þannig áhrif á heiminn. Hugrekki, ástríða, framtíðarsýn. Og Bretinn, hann yppti öxlum einsog nýlendusagan væri ekki endilega þess virði að muna.Minnisleysi og tækifæri til athafnaÞannig er heimurinn morandi í minnisleysi og tækifærum til athafna. Að muna langt aftur, gangast við landamæralausum arfi sínum, skilja núið og setja í samhengi þvers og kurs yfir sérgreinar og manngert flækjustig, litarhaft og tungumál er fyrirtaks hráefni í skapandi og gagnrýna hugsun. Ég held það sé í raun ógerlegt að vera gagnrýninn og skapandi án þess að þekkja sjálfan sig. Ég held líka að það séu draumar okkar og hugsjónir sem lýsa hvað best okkar innri manni. Aðeins átján ára gamall skrifaði Nóbelskáldið Halldór Laxness í Barni náttúrunnar: Dáið er allt án drauma og dapur heimurinn. Mér hefur verið sagt að æskan drjúpi af fífldirfsku og barnslegri hugsjón. Ég legg til að við endurskoðum þá afstöðu allrækilega. Við þurfum nefnilega á því að halda að viðurkenna framtíðina; möguleikann á því að eitthvað óvænt geti átt sér stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Mohandas Gandhi, Wangari Mathaai, Nelson Mandela og frú Vigdísi Finnbogadóttur hefur öllum verið lýst sem visionaries í enskum textum um líf þeirra og störf. A visionary er enskt orð yfir einstakling sem hefur skýra sýn á framtíðina og getur séð fyrir sér óorðna hluti. A visionary er einstaklingur sem brýtur blað í sögunni því hann eða hún hefur þann eiginleika að geta látið framsæknar hugmyndir verða að veruleika. Þau búa yfir hugrekki til þess að fylgja eigin sannfæringu, sama hvað hver segir. Þannig skapa þau nýja farvegi fyrir komandi kynslóðir. Tungumálið er eitt mikilvægasta mótunar- og tjáningarafl mannsins. Það rammar inn athafnir okkar og hugsanir. Tungumál ber merki þeirrar menningar og vistkerfis sem það verður til í. Við drögum fram í dagsljósið þá hluti í umhverfi okkar sem við veljum að búa til orð og hugtök yfir. Orðin mótast í samræðum við líkama okkar, huga, sjálf, umhverfi, tíma, áreiti og náttúru. Þannig viljum við að orðin líkamni megnið af því sem við verðum áskynja og þess sem við upplifum. Við höfum jú bæði þörf og not fyrir að gera okkur skiljanleg. Tungumál getur því veitt okkur byr undir báða vængi ef það lýsir því sem hugur okkar stendur til. Ef það gerir það hins vegar ekki, getur það dregið úr mætti okkar, ímyndunarafli og tilfinningu fyrir því hvað sé mögulegt og hvað ekki. Þegar orðið visionary er þýtt yfir á íslensku í ensk-íslenskri orðabók er varpað fram mynd af einstaklingi sem rímar ekki sérlega vel við Gandhi, Vigdísi, Mathaai eða Mandela. Skilgreiningin er eftirfarandi: 1. draumóramaður, draumamaður; óraunsær maður. 2. ófreskur maður, maður sem sér það sem venjulegum augum er hulið; spámaður, maður sem sér sýnir. – l. 1. Draumlyndur, óraunsær; 2. Fjarstæður, fráleitur; óraunhæfur. 3. Ímyndaður; óraunverulegur; draumkenndur. 4. Skyggn, ófreskur, sem sér sýnir. Reyndar eru þetta lýsingar sem voru notaðar af mörgum sem höfðu efasemdir um tilþrif þessara einstaklinga er þeir stigu fyrst fram með hugmyndir sínar og erindi. Það sáum við glöggt í heimildarmyndinni um framboð Vigdísar til forseta Íslands. Það er ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að tilheyra þeim afturhaldssama hópi í dag. Íslenska þýðingin sver því af sér það mikilvæga hreyfiafli sem í krafti orðsins visionary býr.UmbreytingUmbreyting er lykilorð í sögu þessara einstaklinga. Þau hafa umbreytt samfélögum sínum á einn eða annan hátt. Það sem hafði verið ómögulegt er nú mögulegt. Umbreyting er fylgifiskur skapandi hugsunar þar sem hún er hvað róttækust og hefur í sér sterkasta breytingarmáttinn. Umbreyting felur í sér óvissu, - hið óþekkta - , sem er súrefni sköpunarinnar. Við getum ekki vitað fyrirfram hvað það er nákvæmlega sem við ætlum að fá út úr skapandi vinnuferli. Það liggur í orðunum. Ef við vitum það fyrirfram er það ekki nýhugsun, nýbreytni eða ný uppgötvun. Róttæk skapandi hugsun eða hugsun sem breytir heiminum, er hugsun sem á sér fyrst myndmál. Hún birtist fyrst í sterkum tilfinningum, innsæi. Því meira skapandi sem hugsunin er, því meiri umbreyting og því minni líkur á því að við eigum yfir hana orð. Orðin koma síðar, þau koma að lokum. Hér gildir að treysta á innsæið, innri rödd, innri hvata. Hér gildir líka þolinmæði, sjálfsþekking og traust. Traust á sjálfan sig, traust á tilfinninguna, traust á hið óþekkta og óáþreifanlega. Þetta eru allt þættir sem hafa breytt heiminum og hafa burði til þess að umbreyta samfélögum í dag. Í stað þess að næra þessa þætti með því að frjóvga innri hvata, samhengi okkar, þekkingu, reynslu og sjálf höfum við á Íslandi og á Vesturlöndum lagt megináherslu á rökhugsun, ytri hvata, sérgreinar og mælanleg sannindi. Í raun er allt okkar ríkjandi hugmyndakerfi síðastliðin árhundruð byggt á slíkum mælikvörðum. Hvað þýðingu hefur það fyrir heiminn sem við búum í?Um rætur og tvo ólíka ryþmaHér eru einföld sannindi: Ef við dveljum aðeins í ryþma skapandi hugsunar eigum við erfitt með að koma hugmyndum okkar í verk. Ef við dveljum aðeins í ryþma rökhugsunar stöðnum við. Þá byggjum við turn á fyrirfram þekktum fleti. Sá turn vex aðeins á einn veg: Hann þrengist eftir því sem ofar dregur, þangað til hann rúmar ekkert, missir jafnvægið og fellur um sjálfan sig. Þegar skapandi hugsun og rökhugsun vinna saman eru möguleikarnir hins vegar óþrjótandi. Ímyndunaraflið er virkt, innæið opið, verkfærin vel meitluð og framkvæmdarorkan keyrð áfram af ástríðu. Einhverstaðar þarna koma draumar, hugsjónir og rætur til sögunnar. Drifkraftur ástríðunnar með rætur fíkjutrésins. Það er þessi bræðingur að spyrja til hlutanna. Spyrja ekki aðeins hvernig heimurinn lítur út, heldur hvernig gæti hann litið út og hvernig viljum við að hann líti út. Að sjá fyrir sér að óorðnir hlutir geti orðið að veruleika. Að reka minni til þess að hlutirnir voru ekki alltaf eins og þeir eru í dag. Að þekkja ræturnar sínar. Og þá á ég við rætur óháð þjóðerni, skjaldarmerki, landamærum eða öðrum flokkunum. Þessi bræðingur gerir að verkum að við gerum okkur grein fyrir því á hversdagslegasta stað í hjartanu að það er hægt að breyta heiminum. Dæmi af Breta og kenýskri konu er við hæfi.Skilningur vs. þekkingÁrið 2008 hitti ég Breta á alþjóðlegri ráðstefnu um skapandi hugsun. Hann var að tala um samskipti við fyrrverandi nýlendur Breta, samvinnuverkefni. Hann sagði mér upp og ofan af því hvernig hann og samstarfsfólk hans væri að hjálpa íbúum fyrrverandi nýlendunnar til að þróa vörur, hanna gripi og koma á markað. Þar sem ég hlustaði á hann tala datt mér í hug að spyrja eftirfarandi spurningar: „Finnst þér aldrei einkennilegt að hugsa til þess að þið séuð fyrrverandi nýlenduherrar?" Hann var hugsi og sagði svo: „Veistu, ég hef bara aldrei pælt í því." Það er munur á þekkingu og skilningi. Þekking án skilnings er eins og eldiviður án elds. Skilingur tengir saman huga og hjarta, vitsmuni og skynfæri og hefur burði til þess að verða að visku. Ef við lítum um öxl í sögunni má kannski segja að í fortíðinni hafi skort á skilningi. Framtíðin liggur hins vegar í auknum skilningi. Hún eiginlega verður að gera það. Örmynd af jörðinni hreinlega æpir á meiri skilning og skapandi hugsun. Framtíðin liggur í skilningi umfram eða meðfram þekkingu. Samræður mínar við Bretann einkenndust hvorki af skilningi né þekkingu.Að skapa á eigin forsendumWangari Mathaai er kona sem býr bæði yfir þekkingu og skilningi. Mathaai er kenýskur friðarverðlaunahafi Nóbels frá árinu 2004. Hún hefur barist ötullega fyrir lýðræði og umhverfisvernd með rætur að vopni. Hún stofnaði The Green Belt Movement sem hefur það markmið að planta trjám sem hæfa kenýskum jarðvegi. Eyðimerkurmyndun er eitt af stærstu vandamálum Afríku. Á miðhálendingu í Kenýa, þaðan sem Mathaai kemur, var jörðin orðinn ansi lúin og vistkerfið í lamasessi þegar hún stofnaði samtökin. Frá árinu 1977 hefur hreyfingin plantað yfir 45 milljónum trjáa til að stækka skóginn og endurbyggja vistkerfið. Það var nefnilega þannig að þegar Bretar tóku yfir Kenýa ákváðu þeir að aðferðir til ræktunar, landbúnaðar og trúariðkunar Kenýabúa væru ekki nógu góðar. Þeir skyldu taka upp kristna trú, rífa upp kenýsk tré með rótum og planta erlendum trjátegundum sem yxu hraðar og hægt væri að selja í skipsförmum í byggingariðnað í nýlenduríkjunum. Það sem gerðist í stuttu máli var þetta: Nýju trén náðu ekki að binda niður jarðveginn eins og til dæmis fikjutrén höfðu gert. Fikjutrén, sem voru algeng á miðhálendi Kenýa þar sem Mathaai fæddist, voru með sterkar rætur sem grófu sér hægt og rólega leið í gegnum harðan jarðveginn, alveg niður að ferskvatnsbólum. Við það gaus vatnið upp meðfram rótunum og leitaði sér útgöngu um leið og jarðvegurinn gaf eftir svo úr varð vatnsból. Það er heillandi að lesa ævisögu Mathaai. Þar rekur hún sögu lands síns og hugsjóna sinna og byggir á rótum. Sínum eigin rótum í gegnum fjölskyldusöguna og samræður forfeðra og formæðra hennar við náttúruna, en líka á rótum trjánna sem eru miðlægt afl í vistkerfinu. Þetta er saga sem reynt var að afmá. Wangari fæddist í apríl 1940 og það fyrsta sem hún drakk var safi úr grænum bönunum, fjólubláum sykurreyr, sætum kartöflum og feitu lambi – allt ávextir jarðarinnar á miðhálendi Kenýa. Þvínæst drakk hún móðurmjólkina. „Ég er alveg jafn mikið afkvæmi móður jarðarinnar heima eins og ég er barn föður míns og móður," skrifar Mathaai. Landið var grænt og frjósamt, árstíðirnar reglulegar, frost í júlí og fátækt var óþekkt fyrirbæri. Mathaai man rætur sínar, man úr hverju hún er búin til og leyfir því að þróast með sér sem einstakling. Hún er samkvæm sjálfri sér. Hún blandar saman menntun sinni, þekkingu og skilningi. Hún á sér draum. Gefst aldrei upp, þrátt fyrir hindranir á leiðinni. Stúlka sem fyrir heppni hlaut menntun hafði þannig áhrif á heiminn. Hugrekki, ástríða, framtíðarsýn. Og Bretinn, hann yppti öxlum einsog nýlendusagan væri ekki endilega þess virði að muna.Minnisleysi og tækifæri til athafnaÞannig er heimurinn morandi í minnisleysi og tækifærum til athafna. Að muna langt aftur, gangast við landamæralausum arfi sínum, skilja núið og setja í samhengi þvers og kurs yfir sérgreinar og manngert flækjustig, litarhaft og tungumál er fyrirtaks hráefni í skapandi og gagnrýna hugsun. Ég held það sé í raun ógerlegt að vera gagnrýninn og skapandi án þess að þekkja sjálfan sig. Ég held líka að það séu draumar okkar og hugsjónir sem lýsa hvað best okkar innri manni. Aðeins átján ára gamall skrifaði Nóbelskáldið Halldór Laxness í Barni náttúrunnar: Dáið er allt án drauma og dapur heimurinn. Mér hefur verið sagt að æskan drjúpi af fífldirfsku og barnslegri hugsjón. Ég legg til að við endurskoðum þá afstöðu allrækilega. Við þurfum nefnilega á því að halda að viðurkenna framtíðina; möguleikann á því að eitthvað óvænt geti átt sér stað.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun